29.5.2021 | 12:48
Költ?
Ég er að lesa mjög áhugaverða bók eftir breska blaðamanninn Laura Dodsworth. Bókin kallast "State of Fear" og fjallar fyrst og fremst um óttafaraldurinn vegna kórónaveirunnar og áhrif hans á Bretlandi.
Dodsworth leitar svara við því hvað olli þessum óttafaraldri. Það er flestum orðið ljóst að ekki er um raunverulega drepsótt að ræða, þá væru langtum fleiri látnir. Samsæriskenningar kalla á svo víðtækt samsæri að þær er hægt að útiloka.
Hvað veldur þá þessum trylltu viðbrögðum og öllu sem þeim fylgir?
Ein áhugaverðasta tilgáta höfundar er að líkja megi þessu við það sem gjarna gerist innan ofsatrúarsöfnuða (og þá erum við ekki að tala um Fíladelfíu, heldur Waco). Þegar maður veltir því fyrir sér er ótrúlega margt svipað.
- Fókusinn þrengist og hverfist aðeins um eitt, hvort sem það er leiðtoginn, guðinn eða andstæðan (ógnin).
- Engar efasemdir eru leyfðar. Þeir sem hafa þær uppi eru af hinu illa.
- Skilyrðislaus hlýðni er forsenda þess að hindra hræðilega hluti.
- Þegar aðferðirnar til að bjarga heiminum virka ekki er það vegna þess að safnaðarmeðlimir svíkjast um.
- Ef dómsdagsspárnar rætast ekki er það vegna þess að safnaðarmeðlimirnir svíkjast ekki um.
- Leiðtogarnir skipta sífellt milli þess að hræða fólk ("við munum öll deyja") og veita því von ("þetta er alveg að verða búið!").
- Allur fyrirsjáanleiki hverfur.
- Allir verða að taka þátt í trúarathöfnunum (Dæmi: "Clap for carers" á Bretlandi, þar sem öllum var nánast skylt að fara út í glugga eða út á tröppur á tilteknum tíma til að hylla heilbrigðisstarfsfólk).
- Þeir sem ekki taka þátt eða fylgja ekki reglunum (sem eru oft órökrænar) eru útilokaðir.
- Börnum og ungmennum er fórnað án minnsta samviskubits.
- Eðlilegt siðferði hverfur.
- Öllum neikvæðum afleiðingum athafna safnaðarins er hafnað.
Bók Dodsworth má kaupa hér: State of Fear
![]() |
Þrjú smit innanlands tvö utan sóttkvíar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar