13.5.2007 | 21:38
Mikilvægasta kosningaloforðið svikið? Að sjálfsögðu.
Fyrir kosningarnar lét Jón [Sigurðsson] að því liggja að yrði fylgi við Framsóknarflokkinn í samræmi við slæmt gengi hans í skoðanakönnunum yrði flokkurinn líklega ekki áfram í ríkisstjórn.
Þá var ég að tala um stjórnarmyndunarviðræður. Stjórnarmyndunarviðræður eru ekki hafnar.
Þetta er nú haft eftir Þjóðskeggi. Það kemur svo sem engum á óvart að þessi fyrirbrigði svíki það kosningaloforð sitt að fara ekki í ríkisstjórn ef þjóðin hafnar þeim. En að gera það á grunni jafn lágkúrulegra útúrsnúninga og hér um ræðir, það kemur smá á óvart. Það er einfaldlega skylda allra alvöru stjórnmálaleiðtoga, eftir þessar kosningar, að koma Framsóknarflokknum frá. Ef Geir Haarde ætlar að verða eitthvað annað en eins kjörtímabils arftaki Davíðs verður hann að gera það. Svo einfalt er það.
![]() |
Verið að skoða ýmis mál varðandi hugsanlegt samstarf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.5.2007 | 14:17
Nú reynir á
![]() |
Ríkisstjórnin hélt velli með minnsta mun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.5.2007 | 01:46
Frekar kjúklingabringur
Það er leiðinlegt að Jóhannes í Bónus skuli vera svo reiður við Björn að honum finnist hann þurfa að auglýsa það á þennan hátt. Ég hugsa að þetta hitti hann sjálfan fyrst og fremst fyrir og spái því að Sjálfstæðismenn muni ekki strika Björn út út af þessu. Það væri þá frekar að kjósendur annarra flokka glæptust til að strika hann út og ógilda þar með atkvæðin sín.
![]() |
Geir: Auglýsing Jóhannesar ósmekkleg og óviðeigandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.5.2007 | 23:42
Eitthvað annað
Það var athyglivert að fylgjast með skoðanaskiptum þáttarstjórnanda og stjórnmálaleiðtoga í Kastljósinu í kvöld þegar kom að umræðu um ríkisrekstur. Stjórnandinn gekk hart fram í að spyrja Steingrím og Ómar hvað ætti að koma í staðinn fyrir ríkisrekna stóriðju. Þegar Steingrímur benti á bjórverksmiðjuna á Árskógsströnd og fiskréttaframleiðslu í Kelduhverfi sem dæmi um að hægt væri að aðhafast eitthvað án þess að fá til þess ríkisábyrgð hnussaði stjórnandinn að það væri munur á 7 og 700 störfum.
Hvað er eiginlega að fólki sem dettur í hug að spyrja með þessum hætti? Trúir það því í alvöru að engin atvinnusköpun geti átt sér stað í landinu nema hún sé niðurgreidd af skattgreiðendum? Og hvers vegna kemur talsmönnum frjáls atvinnulífs aldrei í hug að benda bara á þá einföldu staðreynd að einungis fáein prósent vinnandi fólks í landinu starfar í niðurgreiddum atvinnugreinum á borð við álframleiðslu, járnblendi og annað slíkt. Er ekki einfalda svarið við spurningunni um hvað eigi að gera í staðinn það, að benda á öll fyrirtækin sem ekki njóta opinberra styrkja, sjávarútveginn, fjármálageirann, matvælaframleiðsluna, tryggingafélögin, smásöluverslunina ... og spyrja á móti: Ef eina leiðin til að skapa atvinnu er með ríkisstuðningi hvers vegna starfar þá meginþorri manna í landinu ekki í ríkisstyrktum fyrirtækjum?
![]() |
Steingrímur: forsætisráðherra hreytir ónotum í kjósendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.5.2007 | 13:34
Tíðindi af Jóni Baldvin
Það vakti athygli mína að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum leiðtogi krata skrifar til stuðnings Íslandshreyfingunni í Moggann í morgun. Þetta kemur á óvart enda hefði maður haldið að Jón Baldvin styddi félaga sína í Samfylkingunni í þessum kosningum.
Hann beinir sérstaklega orðum sínum til Sjálfstæðismanna. Þá má velta því fyrir sér hvort hann sé raunverulega að lýsa stuðningi við Ómar og félaga eða aðeins að hrekkja forystu Sjálfstæðisflokksins. Hvað segja menn um það?
10.5.2007 | 12:22
Á framfarabraut
![]() |
Skoðanakönnun um hvort breyta eigi nafni Höfðahrepps |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.5.2007 | 08:54
Hvenær kemur kjarnorkan aftur inn?
![]() |
Bresk orkuver á meðal þeirra sem menga mest í Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.5.2007 | 00:01
Yfirlýsing!
![]() |
Jörðin Hraun í Öxnadal friðlýst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.5.2007 | 23:51
Hvað gera þeir næst?
![]() |
Dýr og plöntur í útrýmingarhættu sýnd í Leifsstöð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.5.2007 | 20:39
Írskt barn tapar fóstureyðingarmáli
![]() |
Írsk unglingsstúlka vann fóstureyðingarmál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 288249
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar