30.4.2010 | 10:00
Fersk og áræðin nálgun
Hugmyndin um þjóðstjórn í borginni er góð af ýmsum ástæðum:
- Í fyrsta lagi myndi þá tími borgarfulltrúa nýtast til að vinna borgarbúum gagn í stað þess að fara í karp á flokkslegum forsendum.
- Í öðru lagi væri fyrirfram ljóst að skipting valda og bitlinga yrði í samræmi við fulltrúafjölda flokkanna og valdaplott að loknum kosningum yrðu því væntanlega úr sögunni, en þau hafa valdið borginni miklum skaða á yfirstandandi kjörtímabili.
- Í þriðja lagi er líklegt að borgarfulltrúar ættu auðveldara með að fylgja sannfæringu sinni en þyrftu síður að fylgja flokkslínum í öllum málum til að viðhalda meirihlutasamstarfi. Þannig væri betur tryggt að nauðsynleg sjónarmið og röksemdir kæmu fram í mikilvægum málum.
Hönnu Birnu hefur tekist ágætlega að eiga gott samstarf við minnihlutann í borginni og hugmyndin sprettur vafalaust af þeirri reynslu. Henni hefur tekist vel til við borgarstjórnina og stendur því styrkum fótum í aðdraganda kosninga. Því tekur hún ákveðna áhættu með þessu útspili og ekki er vafi á að gömlum flokkshestum lítist ekki á blikuna. Ég vona þó að slík sjónarmið verði ekki ofan á. Við þurfum á stjórnmálamönnum að halda sem þora að fara nýjar leiðir og hafa sjónar á hagsmunum fólksins en ekki aðeins flokksins. Þetta útspil Hönnu Birnu finnst mér sýna að hún hefur kjark til þess.
Miðað við fyrstu fréttir taka forsvarsmenn annara framboða hugmyndinni vel. Áskorunin nú hlýtur að vera að ná samstöðu sem heldur svo ekki verði hlaupið frá öllu saman eftir kosningar.
![]() |
Útiloka ekki „þjóðstjórn“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2010 | 16:15
Ógildur samningur?
Það fer ekki hjá því að um mann fari hrollur þegar ríkisvaldið gerir samning þar sem réttindum eins viðsemjanda er vikið til hliðar vegna þess að þingið álítur hann "vondan kall".
Það má vel ímynda sér að þessi samningur standist hvorki stjórnarskrá né þær kröfur um sanngirni sem öll löggjöf um samninga grundvallast á.
Það kæmi ekki á óvart þótt fljótlega myndi reyna á þennan samning fyrir dómstólum. Það gæti til dæmis gerst ef Novator seldi hlut sinn í félaginu eða missti hann til kröfuhafa.
Komi til þess eru allar líkur á að niðurstaða dómsins verði að víkja beri samningnum til hliðar vegna þess að hann gangi gegn eðlilegum sjónarmiðum um sanngirni í samningum.
-----
Nú má vafalaust halda því fram að Björgólfur Thor beri ábyrgð á ýmsu sem aflaga fór í bankahruninu. Það er hins vegar dómstóla að skera úr um ábyrgð hans - lögum samkvæmt. Svona málsmeðferð vekur óneitanlega þá spurningu hvort meirihluti þingmanna telji réttarríkið einskis virði. Vill meirihluti þingsins virkilega stefna í átt til gjörræðis þar sem ríkisvaldið deilir og drottnar yfir þegnunum - ekki á grunni almennra laga, heldur einstaklingsbundinna sjónarmiða?
Hér er um grafalvarlegt mál að ræða. Jón Gunnarsson á þakkir skildar fyrir að andmæla þessu kröftuglega. Fleiri hefðu mátt fara að dæmi hans.
![]() |
Þingið kveður upp siðferðisdóm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.4.2010 | 21:47
Hvað er hjónaband?
Deilan öll um hjónabönd samkynhneigðra grundvallast, að ég held, á því að fólk leggur ólíkan skilning í hvað hjónaband er. Gama væri að fá fram afstöðu til eftirfarandi fullyrðinga:
1. Hjónaband er samningur um stofnun fjölskyldu þar sem markmiðið er að geta börn.
2. Hjónaband er staðfesting á þeim vilja tveggja einstaklinga að elska og virða hvor annan og búa saman (og þeir ættu þá að geta verið af sitt hvoru eða sama kyninu, í ástarsambandi eða ekki eða með fjölskyldutengsl sín á milli eða ekki).
3. Hjónaband er samningur tveggja einstaklinga um að stunda saman kynlíf (og hugsanlega líka um að stunda það ekki með öðrum).
![]() |
Biskup býst við einum hjúskaparlögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.4.2010 | 13:42
Hvert stefnum við?
Eftir því sem ég best veit er Illugi Gunnarsson einn af okkar bestu þingmönnum og ekki annað að sjá en hann hafi verið heiðarlegur og málefnalegur í störfum sínum í þinginu. Því er missir að honum úr þingstörfunum.
Vitanlega er erfitt fyrir þingmann að sitja undir því vantrausti sem óneitanlega hefur skapast gagnvart öllum sem komu nálægt starfsemi bankanna, en maður hlýtur að velta fyrir sér hvort afsagnir af þessum toga séu endilega það sem við viljum - og hvort þær breyti í raun einhverju um framtíðina.
![]() |
Illugi fer í leyfi frá þingstörfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.4.2010 | 12:31
Hvert er hlutverk þingsins?
![]() |
Vill að Alþingi ræði eldgosið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.4.2010 | 08:59
Hefnd Íslands?
![]() |
Öllu flugi um Lundúnir aflýst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.4.2010 | 16:49
Ekki allt búið enn
Frá upphafi árs 2007 og til loka mars 2010 hefur gengisvísitalan hækkað um 83%. Því er líklegt að nokkuð sé enn í að verð á innfluttum vörum hafi náð jafnvægi - m.ö.o. á það líklega enn eftir að hækka talsvert.
Ég bið fólk hins vegar að velta fyrir sér hvaða vit er í því að líta á þessar hækkanir sem vísbendingu um þenslu á innanlandsmarkaði eins og Seðlabanki og Hagstofa gera í verðbólgumælingum sínum.
![]() |
Innfluttar matvörur hækkað um 62,8%. |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.4.2010 | 10:47
Athygliverður dómur
Þetta er athygliverður dómur vegna þess að hér er hnykkt á því grundvallaratriði að eignarréttindi verða ekki skert eftir á með lagabreytingum. Þetta þurfa stjórnmálamenn að hafa í huga t.d. ef þeir ætla að breyta skilmálum bílalána eftir á.
Maður veltir því hins vegar fyrir sér í þessu máli hvort ábyrgðarmennirnir eigi ekki aðra leið til að losna undan ábyrgðinni. Samkvæmt reglum um ábyrgðarmenn og dómum á grunni þeirra er gerð sterk krafa til banka um að greiðslugeta skuldara sé skoðuð áður en lán er veitt. Greiðslumat er t.d. forsenda þess að ábyrgð haldi sé lán milljón eða hærra. Hafi það ekki verið framkvæmt er ábyrgðin ógild.
![]() |
Lög afnámu ekki sjálfskuldarábyrgð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2010 | 08:55
Sé þetta rétt...
... liggur beint við að setja þessa kóna tvo og samverkamenn þeirra sjálfa í Guantanamo fangelsið og hafa þá þar það sem eftir er ævinnar. Til að gæta þeirra mætti ráða írakska fangaverði sem geta þá séð um að stinga hausnum á þeim ofan í klósett og gefa þeim raflost tvisvar á dag sér til skemmtunar.
![]() |
Vissu að Guantánamofangar voru saklausir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.4.2010 | 16:00
Rannsókn yrði marklaus
Morð á óbreyttum borgurum eru eitthvað sem ávallt má búast við í stríði. Komi slík morð til rannsóknar ætti hins vegar almenningur að geta vænst þess að sú rannsókn væri unnin af heiðarleika en markmið hennar væri ekki það eitt að hylma yfir glæpaverkin.
Morðin sem myndbandið sýnir voru rannsökuð af bandaríska hernum á sínum tíma. Niðurstaðan var að ekki hefði verið um morð að ræða. Samt er það augljóst sé myndbandið skoðað.
Niðurstaðan af þessu hlýtur að vera sú að héðan í frá sé ástæðulaust að taka mark á rannsóknum bandaríska hersins á eigin framferði. Jafnframt er þá tilgangslaust að herinn eyði frekari tíma í að rannsaka sjálfan sig, hvort sem er í þessu máli eða öðrum.
![]() |
Herinn skoðar Íraksmyndband |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar