Gat nú verið!

Það kemur ekki á óvart að Svíar skuli hrynja niður úr drykkjuskap eftir að hafa gengið til liðs við þetta vanhelga bandalag. ESB er stórhættulegt!
mbl.is Fleiri Svíar deyja áfengistengdum dauðdaga eftir inngöngu í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi vinnur hann

Hafandi búið í Frakklandi getur maður ekki annað en vonast til þess að frjálshyggjumaðurin Sarkozy vinni þessar kosningar. Hann er manna líklegastur til að taka á þeim kerfislæga vanda sem Frakkar hafa glímt við árum saman og felst fyrst og fremst í hömlum á atvinnulífið sem hafa verið meginorsök þess hversu erfitt uppdráttar Frakkar hafa átt í alþjóðlegri samkeppni á undanförnum árum. Málflutningur Sarkozys bendir sterklega til þess að hann sé ekki hægrimaður af gamla franska skólanum heldur alvöru frjálshyggjumaður og það er einmitt það sem Frakkar þurfa nú.
mbl.is Sarkozy með 4 prósentna forskot á Royal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um hvað snýst þetta mál eiginlega?

Ég verð nú að viðurkenna að ég skil ekki alveg þessi átök um hjónabönd samkynhneigðra. Ég hélt í einfeldni minni að tilgangur hjónabands hefði frá upphafi vega verið sá að skapa ramma um stofnun fjölskyldu, barneignir og barnauppeldi - alveg óháð trúfélögum og trúarbrögðum. Ef þetta er ekki grundvöllur hjónabandsins, hver er hann þá? Og sé hann ekki þessi, er þá ekki sjálfsagt að ekki bara samkynhneigðir heldur líka góðir vinir og vinkonur, tvö eða fleiri saman, systkini, frændur og frænkur og þar fram eftir götunum fái að giftast? Hvers konar bull er þetta eiginlega?
mbl.is Trúfélög fái heimild til að gefa saman samkynhneigð pör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki treysta þeim

Það er ágætt að þetta kemur upp fyrir kosningar. Nú er greinilega verið að undirbúa það að breyta um afstöðu eftir þær, verði maður áfram í ríkisstjórn þá!
mbl.is Vilja ekki útiloka Norðlingaölduveitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björk vs. Sovét-Ísland Áfram hópsins

Stundum verður hið augljósa augljósara þegar einhver utanaðkomandi bendir á það. Sovétmenn reyndu það sama og "Árangur áfram - ekkert stopp" hópurinn er að stefna að hér. Þeir vita betur núna.
mbl.is Björk gremst stóriðjuframkvæmdir á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrr mætti nú vera

Er það í rauninni frétt að þjóðin treysti spítalanum? Væri það ekki miklu frekar frétt ef hún gerði það ekki? Annars fór ég að velta fyrir mér þessum endalausu viðhorfskönnunum um allt mögulegt í gær. Ég var stoppaður í Hagkaup og spurður hvort ég vildi leyfa sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum. Ég ákvað að lýsa skoðun minni á málinu nákvæmlega og sagði stúlkunni að mér þætti sjálfsagt að leyfa sölu á öllu áfengi í matvöruverslunum en hefði efasemdir um að hagkvæmt væri að leyfa aðeins léttvín og bjór en láta ríkið halda áfram að selja brennivín í sérstökum búðum. "Meinarðu þá að þú sért frekar hlynntur?" spurði hún á móti, enda féll svarið ekki innan þess ramma sem unnið var með. Ég neitaði því og endurtók svarið. Við urðum á endanum sammála um að ekkert svar hefði fengist við spurningunni. Könnunin var, með öðrum orðum, meingölluð og niðurstöðurnar verða því væntanlega gallaðar líka. Hversu oft ætli svona eigi sér stað?
mbl.is Þjóðin treystir Landspítalanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkennilegt mál

Þetta mál er allt einkar grunsamlegt. Það virðist liggja fyrir að Impregilo og Landsvirkjun hafi vitað af því lengi að aðstæður væru óviðunandi en ekkert gert í málinu. Kannski er eðlilegt að skoða þetta í ljósi þess að framkvæmdin er komin langt á eftir áætlun og að öllum líkindum langt fram úr kostnaðaráætlun líka.
mbl.is Of seint gripið til aðgerða í göngum við Kárahnjúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfisslys fær umhverfisverðlaun

Að frátöldum þeim efnahagslega skaða sem þegar er tekinn að koma í ljós er lítill vafi á því að Kárahnjúkavirkjun verður í framtíðinni álitin eitt versta umhverfisslys sem hent hefur þjóðina. Það segir meira en mörg orð að umhverfisráðherra Framsóknarflokksins skuli ákveða að veita umhverfisviðurkenningu til eins helstu þáttakendanna í því.
mbl.is Dagur umhverfisins er í dag - Fimm grunnskólar og Bechtel fengu viðurkenningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli eldurinn hafi nokkuð brunnið líka?

Einhvern veginn kemst maður ekki hjá því að álykta sem svo að þessi örlög sorpbrennslustöðvarinnar hafi á vissan hátt verið við hæfi.
mbl.is Sorpbrennslustöð Húsavíkur skemmdist í eldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur við kaunin á mörgum

Yfirlýsingar af þessum toga koma svo sannarlega við kaunin á mörgum. Staðreyndin er því miður sú, að röksemdir fyrir fóstureyðingum halda afar illa vatni. Mig rennir í grun að það sé helsta ástæða þess að stuðningsmenn þeirra bregðast jafn illa við og raun ber vitni þegar þær eru gagnrýndar. Það er vont að þurfa að hugsa um hvað fóstureyðing felur í sér í raun og veru og því betra að bregðast ókvæða við þegar einhver minnir á það.
mbl.is Vatíkanið segir fóstureyðingar vera hryðjuverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2007
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 288249

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband