Svínsleg aðför!

Það eru hræðilegar fréttir að danskt svínaket eigi nú að fara að streyma inn á íslenskan markað og ógna tilvist hins forna íslenska svínastofns. Þetta útlenska ket er ábyggilega eitrað, fullt af hormónum og smitsjúkdómum. Ég legg til að við látum koma krók á móti bragði og pröngum í staðinn inn á Baunana ketinu af stórfiskunum sem Kristján í Hval veiddi um daginn. Þeir reyna ekkert svona aftur eftir nokkra bita af því.
mbl.is Danskir svínakjötsframleiðendur ætla inn á íslenskan markað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En frábært!!

Betur að kosningar væru á mánaðarfresti. Þá yrðu lendingar hagkerfisins sjálfsagt alltaf jafn snillarlega áætlaðar.
mbl.is Mjúkri lendingu hagkerfisins spáð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eðlilegt að eigendur kjósi

Hafnfirðingar fengu tækifæri til að kjósa um stækkun álversins í Straumsvík. Nú er unnið að því að láta Hitaveitu Suðurnesja byggja virkjun fyrir álver Norðuráls í Helguvík. Ekki hefur komið fram hvert orkuverðið er. Samkvæmt samningi Landsvirkjunar og Alcoa er orkuverð frá Kárahnjúkavirkjun 17,4 mills á kwst. miðað við 10 ára meðalverð áls upp á 1564 dollara/tonn. Það verð er fjarri því að standa undir ásættanlegri arðsemiskröfu. Samkvæmt upplýsingum sem ég sá um daginn á vef Landsvirkjunar og síðar voru birtar í Viðskiptablaðinu er orkuframleiðsla með jarðhita talsvert dýrari en á Kárahnjúkum. Nú væri eðlilegt að eigendur Hitaveitu Suðurnesja fengju að kjósa um það hvort fyrirtæki þeirra fari út í tugmilljarða fjárfestingu til að framleiða orku fyrir Norðurál. Að sjálfsögðu þyrfti að leggja spilin á borðið og upplýsa Suðurnesjamenn um fyrirhugað orkuverð.

Ps. Álverið á myndinni er mjög sætt. Engir strompar eða neitt. Lítur helst út eins og þjónustumiðstöð fyrir ferðamennSmile


mbl.is Hitaveita Suðurnesja og Norðurál undirrita orkusamning vegna álvers í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samstaðan þegar komin

Miðað við yfirlýsingar borgarstjóra virðist nú svo sem engin þörf á að hvetja til samstöðu um þetta mál. Einna helst virðist ástæða til að hafa áhyggjur af eigendunum. Það er furðulegt að þeir skuli hafa ætlað sér að ganga í að rífa eitt elsta hús borgarinnar án þess að spyrja kóng eða prest. Braskarakúltúrinn lifir greinilega góðu lífi þar á bæ.

Í framhaldinu mætti svo velta fyrir sér hvort ekki sé rétt að borgin eigi einfaldlega byggingar af þessum toga. Í það minnsta mætti setja stífar reglur um starfsemi í og breytingar á húsum í elstu hverfum borgarinnar, svona eins og gert er í nágrannalöndum okkar.


mbl.is VG hvetur til samstöðu um endurreisn húsanna sem brunnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú reynir á borgarstjóra

Það er mikilvægt að í framhaldinu verði lögð áhersla á að endurbyggja þessi merkilegu hús og finna þeim nýtt og síður eldfimt hlutverk. Uppbyggingin sem unnin hefur verið í Aðalstræti á síðustu árum ætti að geta verið góð fyrirmynd. Nú reynir á smekkvísi og menningarlegan metnað nýs borgarstjóra.
mbl.is Þök rifin af brennandi húsum - gaskútageymslur í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi vanþekking

Manni bregður óneitanlega í brún að sjá að 60% þjóðarinnar vilji herða reglur um landvistarleyfi útlendinga. Veit ekki betur en þessar reglur séu talsvert stífar með þeirri undantekningu sem felst í frjálsu flæði á EES svæðinu. Vonandi er ástæðan fyrir þessari niðurstöðu bara sú, að þeir sem spurðir eru þekkja ekki málið. Annars er kannski ástæða til að hafa áhyggjur.


mbl.is Meirihluti hlynntur hertum reglum um landvist útlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að rugla saman hugtökum

Það er hálf einkennilegt að halda því fram að ekki fylgi hugur máli þegar hægrimenn tala um jöfn tækifæri vegna þess að þeir séu ekki stuðningsmenn jöfnuðar. Það þarf ansi veikburða rökhugsun til að rugla þessum hugtökum saman. Jöfnuður merkir að allir hafi það jafn gott en jöfn tækifæri, eða jafnrétti, að allir hafi sömu möguleika, en síðan sé það einstaklinganna að spila úr þeim.


mbl.is Ekki fylgir hugur máli hjá hægriflokkum um jöfnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalvirkjun?

Það er svo sannarlega rétt að hvalastofnarnir eru stórir. Þar er ómæld auðlind sem nauðsynlegt er að nýta. Eini vandinn er að það borgar sig ekki vegna þess að ekki er hægt að selja kjötið á því verði sem þarf til að veiðarnar standi undir sér.

Þetta þarf að leysa. Auðveldast er að gera það með ríkisábyrgð, enda kostar hún ekki neitt eins og menn vita. Legg ég því til að Hvalur hf. verði þjóðnýttur, kallaður Hvalvirkjun ohf. og veitt ótakmörkuð ríkisábyrgð á lánum. Þá geta allir keypt hvalket úti í búð á hundraðkall!


mbl.is Hvalveiðar í atvinnuskyni mikilvægur áfangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru ekki að koma kosningar?

Einhvern veginn grunar mig að afstaða til þjóðaratkvæðagreiðslu um frekari stóriðju ráðist af afstöðu til stóriðjunnar en ekki til málsmeðferðarinnar. Líklega væri því rétt að túlka niðurstöðuna þannig að um 60% þjóðarinnar séu andvíg frekari stóriðjuframkvæmdum.

Nú standa kosningar fyrir dyrum. Það kemur væntanlega í ljós þegar nær dregur hver stefna flokkanna er. Kjósendur geta þá tekið afstöðu út frá því hvort þeir telja efnahagslífinu best borgið með ríkisstyrktri stóriðju eða frjálsu atvinnulífi sem ekki er sníkjudýr á skattgreiðendum.


mbl.is Rúmlega 60% þjóðarinnar vill þjóðaratkvæðagreiðslu um frekari stóriðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðsamleg leið

Var það ekki Vilmundur landlæknir sem sagði að lýðræðið væri skásta leiðin til að losna við ráðamenn án þess að þurfa að stúta þeim? Kannski krabbamein sé hin, svona ef maður vill vera nastí!
mbl.is Hugsanlegur forsetaframbjóðandi með krabbamein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2007
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband