Langt undir eðlilegum kröfum
Markaðurinn krefst þess að fjárfestingar skili í það minnsta sömu ávöxtun og fyrirtæki á markaði skila að meðaltali yfir langt tímabil, að teknu tilliti til áhættustuðuls fjárfestingarinnar sem meta á. Orkusala til stóriðju er jafn áhættusöm og stóriðjan sjálf, því tekjurnar sveiflast með verði framleiðsluvörunnar. Hvað segja svo staðreyndirnar? Að meðaltali hefur bandarískur hlutabréfamarkaður skilað 10–12% árlegri ávöxtun 1966–2006 eftir því hvernig reiknað er, en áhættustuðull málmiðnaðar liggur nærri meðtaltali markaðarins. Á sama tíma hefur "Eignastýring ríkisins" aðeins náð ríflega 4% arðsemi með óbeinni fjárfestingu í stóriðju fyrir lánsfé. Sé litið á nýjustu fjárfestinguna, Kárahnjúkavirkjun, blasir það sama við, og líklega er orkuframleiðsla með jarðhita enn óhagkvæmari en á Kárahnjúkum. Fáir fjárfestar myndu ákveða af fúsum og frjálsum vilja að fela fjármuni sína slíkum aðila, sem ávallt sýnir langtum lakari árangur en aðrir.Tap í skjóli ríkisábyrgðar
Þegar um ríkið er að ræða er hins vegar sjaldgæft að skaðinn af röngum fjárfestingum birtist strax með beinum hætti. Hann kemur fram á lengri tíma og þá í formi lakari lánskjara ríkisins, sem helgast af því að með þátttöku í verkefnum af þessum toga eykst áhættan af lánum til þess. Þetta er sambærilegt við það hvernig vextir íbúðalána hækka eftir því sem veðsetningarhlutfallið eykst. Venjuleg fjölskylda myndi líklega taka þessi áhrif til athugunar ef hún ætlaði að veðsetja íbúðina til að fjárfesta í fyrirtækjarekstri. En það gerir "Eignastýring ríkisins" ekki.Alcan eða Actavis?
Þar að auki valda stórframkvæmdir á þenslutíma neikvæðum ruðningsáhrifum – vegna þess að orkuverð er niðurgreitt kemur óarðbærari starfsemi í stað arðbærari, en ekki öfugt eins og þegar frjáls framþróun veldur jákvæðum ruðningsáhrifum. Sum fyrirtæki hætta jafnvel starfsemi eða flytja úr landi. Kjósa kannski Hafnfirðingar á milli Alcan og Actavis á laugardaginn?Áhætta hverfur ekki með ríkisábyrgð
Orkusala til stóriðju er að öllum líkindum ekki vænlegur fjárfestingarkostur á Íslandi, hvort sem notað er vatnsafl eða jarðhiti. Eina ástæðan fyrir því að hún er stunduð er sú, að ríkið hefur fram til þessa ábyrgst fjárfestingarnar og skaðinn því ekki komið upp á yfirborðið. En áhætta gufar ekki upp þótt veitt sé ríkisábyrgð. Enginn togar sjálfan sig upp á hárinu. Því miður virðist ekki vanþörf á að minna á þetta – jafnvel þótt komið sé árið 2007 og kenningar um ríkisvaldið sem drifkraft efnahagslífsins horfnar af sjónarsviðinu í öðrum vestrænum löndum.Höfundur er hagfræðingur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.3.2007 | 08:41
Hver er kostnaðurinn?
![]() |
Borun aðrennslisganga Jökulsárveitu hafin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.3.2007 | 22:17
Eyðileggingin heldur áfram
![]() |
Leggjast gegn niðurrifi húsa við Laugaveg og Vatnsstíg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.3.2007 | 21:21
Hvað um menntun?
![]() |
Samfylkingin kynnir aðgerðaáætlun í málefnum barna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.3.2007 | 21:12
Yfirlýsing
![]() |
Hjörleifur: Erum að kynnast kaupum umhverfisvænna ímynda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.3.2007 | 21:06
Minna svifryk
Í umræðunni undanfarið um svifryk hefur það gjarna gleymst að markviss hreinsun gatna getur haft veruleg áhrif á svifryksmengun. Þótt sjálfur telji ég reyndar enga þörf á að aka um á nagladekkjum skil ég vel að sumir telji sig þurfa þess og því held ég að tæpast sé skynsamlegt að banna notkun þeirra. Vonandi verður betri gatnahreinsun einfaldlega til þess að draga nægilega úr vandamálinu svo ekki þurfi að grípa til slíkra aðgerða.
![]() |
Verktakasamningar um hreinsun gatna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.3.2007 | 23:16
Ættu að breyta um nafn
![]() |
Telur skoðanir oddvita frjálslyndra ekki góðan grundvöll til samstarfs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.3.2007 | 22:27
Dapurlegt að þetta skuli skipta máli
![]() |
Sól í Straumi: Fjárhagsleg rök fyrir samþykki stækkunar Alcan brostin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.3.2007 | 00:24
Eitthvað annað - Kaldi
18.3.2007 | 00:17
Hvers vegna barnabætur?
![]() |
Skerðing barnabóta gagnrýnd harðlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar