Að toga sjálfan sig upp á hárinu

Árið 1998 gaf Landsvirkjun út skýrsluna "Mat á þjóðhagslegum áhrifum stóriðju á Íslandi 1966–1997", eftir dr. Pál Harðarson. Þar kemur fram að arður Landsvirkjunar af virkjunum fyrir stóriðju nemi ríflega 4% á ári á tímabilinu. Þetta virðast margir telja ásættanlegt.

Langt undir eðlilegum kröfum

Markaðurinn krefst þess að fjárfestingar skili í það minnsta sömu ávöxtun og fyrirtæki á markaði skila að meðaltali yfir langt tímabil, að teknu tilliti til áhættustuðuls fjárfestingarinnar sem meta á. Orkusala til stóriðju er jafn áhættusöm og stóriðjan sjálf, því tekjurnar sveiflast með verði framleiðsluvörunnar. Hvað segja svo staðreyndirnar? Að meðaltali hefur bandarískur hlutabréfamarkaður skilað 10–12% árlegri ávöxtun 1966–2006 eftir því hvernig reiknað er, en áhættustuðull málmiðnaðar liggur nærri meðtaltali markaðarins. Á sama tíma hefur "Eignastýring ríkisins" aðeins náð ríflega 4% arðsemi með óbeinni fjárfestingu í stóriðju fyrir lánsfé. Sé litið á nýjustu fjárfestinguna, Kárahnjúkavirkjun, blasir það sama við, og líklega er orkuframleiðsla með jarðhita enn óhagkvæmari en á Kárahnjúkum. Fáir fjárfestar myndu ákveða af fúsum og frjálsum vilja að fela fjármuni sína slíkum aðila, sem ávallt sýnir langtum lakari árangur en aðrir.

Tap í skjóli ríkisábyrgðar

Þegar um ríkið er að ræða er hins vegar sjaldgæft að skaðinn af röngum fjárfestingum birtist strax með beinum hætti. Hann kemur fram á lengri tíma og þá í formi lakari lánskjara ríkisins, sem helgast af því að með þátttöku í verkefnum af þessum toga eykst áhættan af lánum til þess. Þetta er sambærilegt við það hvernig vextir íbúðalána hækka eftir því sem veðsetningarhlutfallið eykst. Venjuleg fjölskylda myndi líklega taka þessi áhrif til athugunar ef hún ætlaði að veðsetja íbúðina til að fjárfesta í fyrirtækjarekstri. En það gerir "Eignastýring ríkisins" ekki.

Alcan eða Actavis?

Þar að auki valda stórframkvæmdir á þenslutíma neikvæðum ruðningsáhrifum – vegna þess að orkuverð er niðurgreitt kemur óarðbærari starfsemi í stað arðbærari, en ekki öfugt eins og þegar frjáls framþróun veldur jákvæðum ruðningsáhrifum. Sum fyrirtæki hætta jafnvel starfsemi eða flytja úr landi. Kjósa kannski Hafnfirðingar á milli Alcan og Actavis á laugardaginn?

Áhætta hverfur ekki með ríkisábyrgð

Orkusala til stóriðju er að öllum líkindum ekki vænlegur fjárfestingarkostur á Íslandi, hvort sem notað er vatnsafl eða jarðhiti. Eina ástæðan fyrir því að hún er stunduð er sú, að ríkið hefur fram til þessa ábyrgst fjárfestingarnar og skaðinn því ekki komið upp á yfirborðið. En áhætta gufar ekki upp þótt veitt sé ríkisábyrgð. Enginn togar sjálfan sig upp á hárinu. Því miður virðist ekki vanþörf á að minna á þetta – jafnvel þótt komið sé árið 2007 og kenningar um ríkisvaldið sem drifkraft efnahagslífsins horfnar af sjónarsviðinu í öðrum vestrænum löndum.

Höfundur er hagfræðingur.


Hver er kostnaðurinn?

Þá er ljóst að verkið er að tefjast um að minnsta kosti ár. Alvöru blað myndi kannski spyrja framkvæmdaaðilann hver kostnaðurinn sé.
mbl.is Borun aðrennslisganga Jökulsárveitu hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eyðileggingin heldur áfram

Þótt andstaða VG sé kannski ekki mjög trúverðug er þó betra að grípa seint í rassinn en aldrei. Ég átti satt að segja von á því að nýr meirihluti myndi hegða sér með öðrum hætti en R-listinn gagnvart götumynd elstu hverfa borgarinnar. En því miður virðist skilningur á mikilvægi sögunnar jafn takmarkaður á þeim bænum og hinum.
mbl.is Leggjast gegn niðurrifi húsa við Laugaveg og Vatnsstíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað um menntun?

Það vekur athygli að stefna Samfylkingarinnar í málefnum barna virðist nær eingöngu snúast um félagslegan stuðning og fjárútlát ríkisins. Ekki er einu orði minnst á það sem líklega brennur mest á foreldrum sem er að tryggja börnum betri menntun. Ég man ekki betur en menntastefna Samfylkingarinnar, þegar hún var við völd í Reykjavík, hafi fyrst og fremst snúist um að þjarma að einkaskólum eins og kostur var í því skyni að hindra flesta foreldra í að nýta sér þjónustu þeirra. Ætli sama verði uppi á teningnum komist flokkurinn til valda á landsvísu?
mbl.is Samfylkingin kynnir aðgerðaáætlun í málefnum barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirlýsing

Ég lýsi því hér með yfir að ég tek ofan fyrir Alþingi að hafa samþykkt stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Ég hef lengi verið mjög spenntur fyrir svona þjóðgarði og er því mjög feginn að Alþingi hafi loks ákveðið að stofna hann. Ég vænti þess að sjálfsögðu að þessi yfirlýsing mín birtist sem frétt á fréttavef Morgunblaðsins, rétt eins og yfirlýsing Alcoa.
mbl.is Hjörleifur: Erum að kynnast kaupum umhverfisvænna ímynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minna svifryk

Í umræðunni undanfarið um svifryk hefur það gjarna gleymst að markviss hreinsun gatna getur haft veruleg áhrif á svifryksmengun. Þótt sjálfur telji ég reyndar enga þörf á að aka um á nagladekkjum skil ég vel að sumir telji sig þurfa þess og því held ég að tæpast sé skynsamlegt að banna notkun þeirra. Vonandi verður betri gatnahreinsun einfaldlega til þess að draga nægilega úr vandamálinu svo ekki þurfi að grípa til slíkra aðgerða.


mbl.is Verktakasamningar um hreinsun gatna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ættu að breyta um nafn

Þessi Frjálslyndi flokkur er svo sannarlega frjálslyndur. Nafnið er farið að hljóma heldur hjáróma - manni dettur í hug Newspeak.
mbl.is Telur skoðanir oddvita frjálslyndra ekki góðan grundvöll til samstarfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dapurlegt að þetta skuli skipta máli

Það er sorglegt ef satt er að einhverjir kjósendur í Hafnarfirði láti það ráða afstöðu sinni til stækkunar Alcans hvort tekjur sem annars hefðu farið til ríkisins renni til Hafnarfjarðarbæjar eða ekki. Er það raunverulega svo að kjósendur leggist svo lágt að láta múta sér á jafn augljósan hátt? Hlýtur ekki allt sæmilega heiðvirt fólk, með einhvern vott af sjálfsvirðingu, að taka ákvörðun í þessu máli á grunni hagsmuna þjóðarinnar?
mbl.is Sól í Straumi: Fjárhagsleg rök fyrir samþykki stækkunar Alcan brostin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað annað - Kaldi

Hafnfirskir, Húsvískir, Reyðfirskir og guð veit hvaðan ölmusuþegar skattgreiðenda glotta ávallt við tönn þegar minnst er á að atvinnulíf geti byggst á einhverju öðru en ríkisstyrkjum. Þetta kom upp í hugann þegar ég smakkaði í fyrsta sinn frábærlega bruggað öl frá Árskógsströnd í Eyjafirði sem ber nafnið Kaldi. Svo sannarlega "eitthvað annað" - engir ríkisstyrkir og fínn árangur! Hvernig væri nú að hætta að væla eftir ölmusu - og gera frekar eitthvað annað?

Hvers vegna barnabætur?

Af hverju þarf að borga fólki bætur fyrir að eignast börn? Eða öllu heldur: Af hverju þarf ég að borga mér bætur fyrir að eignast börn - og leyfa ríkinu að hirða dágóðan hluta í umsýslukostnað? Bara svona pæling.
mbl.is Skerðing barnabóta gagnrýnd harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Mars 2007
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 288250

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband