30.12.2014 | 13:52
Kannski þarf að hugsa hlutina upp á nýtt
Launakjör lækna eru ólík. Eldri læknar sem hafa komið ár sinni vel fyrir borð og geta nýtt spítalaviðveru til að afla sjúklinga á einkastofur sínar hafa það fínt, meðan yngri læknar hafa gjarna langtum lægri laun. Kannski þurfi að endurskoða þetta fyrirkomulag?
Læknar eru misgóðir. Sumir læknar eru mjög færir í sínu fagi. En það finnast líka lélegir læknar sem hafa litla þekkingu og færni. Oft valda þeir sjúklingum óbætanlegum skaða. En því miður stendur stéttin dyggan vörð um skussana. Kannski þarf að bæta eftirlit með hæfni lækna og sjá til þess að laun þeirra ráðist af getu, ekki aðeins menntun?
Þjónusta LSH er mjög víðfeðm. Oft skiptir reynsla miklu þegar kemur að læknismeðferð. Það á ekki síst við um flóknar skurðaðgerðir. En það getur reynst erfitt að byggja upp reynslu á markaði sem aðeins telur ríflega þrjú hundruð þúsund manns. Það er betra að gera fátt vel en margt illa. Kannski gætum við náð betri árangri með ódýrari hætti ef við leituðum í auknum mæli út fyrir landsteinana með flóknari meðferðir í stað þess að reyna að framkvæma allt hér, oft með óþarflega miklum tilkostnaði og tjóni fyrir sjúklinga?
![]() |
Geta ekki teygt sig nær kröfum lækna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.12.2014 | 11:23
Lík hestanna grafin á Álfsnesi
Fréttaflutningur af hinu hörmulega slysi á Álftanesi vekur upp spurningar um nærgætni gagnvart fólki og viðhorf gagnvart dýrum:
1. Hefur einhver velt því fyrir sér hvernig eigendum hestanna líður að sjá myndir af þeim hangandi úr þyrlu á forsíðum blaðanna?
2. Hver er eiginlega ástæðan fyrir því niðrandi orðalagi sem ávallt er viðhaft hérlendis um dýr sem slasast og deyja? Hvers vegna þarf endilega að segja "hrossið drapst" en ekki "hesturinn dó", tala um hræ, urðun og svo framvegis? Ef blaðamaður sem þannig skrifar missti nú til dæmis hundinn sinn, myndi hann þá segja vinum sínum að hundurinn hafi drepist og hann hafi urðað hræið í garðinum?
Ég legg til að Morgunblaðið breyti fyrirsögn þessarar fréttar. Tillögu að nýrri má sjá hér að ofan.
![]() |
Hræin af hrossunum urðuð í Álfsnesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.9.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 288230
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar