Spillingarfen?

Svo bregðast krosstré sem önnur. Nú er sumsé komið á daginn að sjálft Bókmenntafélagið var á mála hjá skryppildunum í Baugi. Gott að Mogginn ljóstrar þessu upp - og mynd af Kommónistaávarpi Karls Marx með fréttinni staðfestir myrkraverkin.

 

 


mbl.is Baugsféð uppurið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rauði herinn?

Yfirleitt er það nú svo að ef framkvæmdir eru arðbærar sjá einkaaðilar um að ráðast í þær. Það er því einkennilegt að safnast saman með gröfur niðri í bæ til að krefjast þess að skattgreiðendur ráðist í framkvæmdir. Á þá að hækka skatta enn frekar en orðið er eða taka enn meiri erlend lán?

Eða er þetta einfaldlega krafa um að taka hér upp sósíalisma þar sem ríkisvaldið eitt sér um að framkvæma? Er rauði herinn mættur til leiks?


mbl.is Verktakar fjölmenna á Austurvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað næst? Bríetarborg kannski?

Kannski hefði verið vit að fá einhverja sem þekkja til hér í bænum til að ráðleggja um þessi nöfn. Guðrúnargata er nefnilega til og meira að segja í sama hverfi.

Að öðru leyti er tvennt um svona tiltæki að segja: Það er vissulega ágætis venja að nefna nýjar götur eftir einhverju verðugu fólki. En að fara að nefna gamlar götur upp á nýtt bara til að fá athygli í fjölmiðlum er nokkuð langt seilst, hvað þá þegar þeir sem að því standa hafa ekki meiri þekkingu á sögu og jafnvel götuheitum en Guðrúnargötuklúðrið ber vott um.

Bolsévikkar endurskírðu St. Pétursborg og nefndu Leníngrad. Svo var Stalíngrad og fleira. Markmiðið var auðvitað að falsa söguna. En nú hafa Rússar breytt þessu öllu til baka.


mbl.is Minning kvenna heiðruð með götunöfnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betra að láta fiskinn í friði?

Það er vægast sagt furðuleg aðgerð að skerða aflaheimildir útgerða sem selja ferskan fisk á erlendan markað. Ferskur er fiskurinn verðmætastur og skilar því langmestum gjaldeyri í þjóðarbúið. Unninn, frystur fiskur er verðminni.

Sjónarmiðið þarna að baki er væntanlega að skapa atvinnu með því að rýra verðgildi vörunnar áður en hún er seld. Það kann að hljóma kaldranalegt, en margt bendir til að hagkvæmara sé að flytja fiskinn út og greiða þeim sem annars hefðu unnið hann fyrir að sitja heima og láta fiskinn í friði.

Svona aðgerðir eru því miður fjarri því að vera einsdæmi. Óhagkvæm atvinnustarfsemi í boði ríkisvaldsins hefur verið hornsteinn í atvinnustefnu íslenskra stjórnvalda um árabil og skiptir þá ekki máli hvaða flokkar sitja við völd.


mbl.is Mótmælir kvótaskerðingu vegna útflutnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljós og myrkur

Það er gott að fjármálafyrirtækjunum skuli vera umhugað um að bjart sé í borginni og fólk sjái vel til. Það er framför, því ekki virðast þessi ágætu fyrirtæki hafa haft mikinn áhuga á að dagsljósið fengi að leika um starfsemi þeirra sjálfra til skamms tíma og jafnvel enn.

En þar sem hjá fjármálafyrirtækjunum starfa væntanlega sérfræðingar í fjármálum hefði maður fremur búist við að myrkurstefna borgaryfirvalda hlyti annars konar gagnrýni, þ.e. frá fjárhagslegu sjónarmiði:

Rafmagnið í götuljósin kaupir borgin af Orkuveitu Reykjavíkur. Því meira sem Orkuveitan hagnast þeim mun meiri arður rennur til borgarinnar. Minnki hagnaður OR minnka greiðslur til borgarinnar. Þegar borgin kaupir minna rafmagn af OR minnkar hagnaðurinn og þar með greiðslurnar. Og hvað sparar þá borgin á endanum á myrkurstefnunni?

Svarið virðist morgunljóst - jafnvel nú í svartasta skammdeginu.

Svo má velta fyrir sér hvort betur hefði farið í rekstri fjármálafyrirtækjanna hefðu menn þar stundum litið upp úr hálfrökkri afleiðusamninganna og velt fyrir sér einföldum hlutum af þessu tagi - svona hlutum sem börn skilja, en keisarar ekki.

 


mbl.is Segja sparnað í lýsingu skapa hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Des. 2009
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 288238

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband