Öll völd í hendur kverúlöntunum!!

"Öll völd í hendur sovétunum" var sagt í rússnesku byltingunni. Það varð og stóð í 70 ár.

Vonum að íslensk þjóð sé ekki orðin svo örvæntingarfull að hún feli nú kverúlöntunum öll völd!


mbl.is Lýðræðishreyfingin fundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mogginn taki sig saman í andlitinu

Um síðustu helgi birti Morgunblaðið "úttekt" á meintum breytingum á Glitni eftir að nýir eigendur komu að bankanum. Í greininni, sem skrifuð var af Agnesi Bragadóttur var því haldið fram að stefnu bankans hafi verið breytt til að þægja nýjum eigendum og því til stuðnings nefndar tölur um útlánaaukningu og lán til tengdra aðila.

Svo virðist, miðað við upplýsingar sem síðar hafa komið fram, að þær ályktanir sem blaðamaðurinn dregur séu vægast sagt hæpnar.

Umræddur blaðamaður hefur margoft komið fram opinberlega og látið sterklega í ljósi vanþóknun sína á tilteknum einstaklingum í íslensku viðskiptalífi, gjarna án þess að geta bent á neinar sérstakar staðreyndir máli sínu til stuðnings. Greinin um helgina virtist því miður þessu marki brennd.

-----

Forsíðufréttin daginn áður, ef ég man rétt, var uppsláttur um að sérstök eftirlaunaréttindi þingmanna og æðstu embættismanna hefðu verið afnumin. Slegið var upp samanburði á réttindunum fyrir og eftir lagabreytinguna sem samþykkt var fyrir síðustu helgi. Engin tilraun var hins vegar gerð til þess, að bera saman stöðuna áður en hin umdeildu eftirlaunalög voru sett og svo stöðuna nú, en slíkur samanburður er í rauninni það eina sem gæti gert lesanda kleift að átta sig á því hvort breytingin frá því fyrir helgi hafi raunverulega leiðrétt hið umdeilda misrétti eða ekki.

Hver einasti alvöru fjölmiðill hefði birt slíkan samanburð til að reyna að upplýsa lesendur sína um raunveruleika málsins. Forsíðufrétt Morgunblaðsins virtist hins vegar miklu fremur ætlað að fá lesendur til að trúa því að nú væri einfaldlega allt í himnalagi!

-----

Sem áskrifandi Morgunblaðsins geri ég þá kröfu að fréttaflutningur miði að því að upplýsa lesendur, en ekki að þægja hagsmunum, hvorki persónulegum hagsmunum blaðamanna, ritstjóra eða eigenda, né hagsmunum stjórnvalda eða einhverra tiltekinna stjórnmálaflokka. Ég vona að blaðið taki sig saman í andlitinu og fari að reyna að vera alvöru fjölmiðill.

 


mbl.is Útlánin jukust um 3.500 milljarða á einu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur hann ekki talað um neitt annað?

Predikanir í útvarpsmessum geta oft verið áhugaverðar. Presturinn leggur sig yfirleitt fram - tjaldar því sem til er. En það er bæði óviðeigandi og ósköp leiðinlegt á að hlýða þegar predikarinn notar útvarpsmessuna sem einskonar vettvang til að standa í hagsmunabaráttu hvort sem er fyrir sig persónulega, söfnuð sinn eða einhverja aðra hópa. Og ég man satt að segja ekki betur en þessi tiltekni klerkur hafi einmitt alltaf gert það þegar honum er hleypt í útvarpið. Ég slökkti á útvarpinu í gær þegar hann var kominn á flug og ég áttaði mig á að hann hefði líklega bara alls ekki áhuga á neinu öðru en fjárhagsstöðu Fríkirkjunnar.


mbl.is Fagnar úrsögn úr þjóðkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnræðis verður að gæta

Það er að vissu leyti skiljanlegt að ákveðið hafi verið að kaupa bréf út úr sjóðum ríkisbankanna á yfirverði, enda höfðu ráðherrar áður lýst því yfir að reynt yrði að draga úr tapi þeirra sem í sjóðunum áttu.

Það er hins vegar fullljóst, að ríkisvaldið hlýtur að vera skuldbundið til að standa við bakið á sjóðum annarra fjármálastofnana með sama hætti. Verði það ekki gert er það alvarlegt brot á jafnræði og ríkið skapar sér þá væntanlega skaðabótaskyldu.

Það hlýtur að vera skýlaus krafa allra eigenda fjármuna í peningamarkaðssjóðum sparisjóða og smærri banka, að skuldabréf þeirra verði keypt af ríkisbönkunum eða ríkissjóði á grunni sömu reiknireglna og beitt var gagnvart bréfum í sjóðum ríkisbankanna.


mbl.is 200 milljarðar fóru í sjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2008
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband