Þar sem kjánar ráða ríkjum

Hvergi annars staðar innan EES hef ég orðið þess var að tollverðir líti á það sem hlutverk sitt að hirða venjulegan varning af ferðamönnum eða þvinga þá til að greiða af honum virðisaukaskatt, sem þeir hafa þegar greitt.

Nú liggur vissulega fyrir, að hér eru til einhver lög sem mæla fyrir um slíkt, vísast tekin upp úr bálkum Sovétríkjanna eins og fleira. Fjölmiðlar hafa margoft bent á fáránleika þessa máls á undanförnum mánuðum. Yfirmanni tollgæslunnar, ráðherra dómsmála, virðist þó af einhverjum sökum meira umhugað um að standa í að koma í gegnum þingið einhverjum frumvörpum um að bannað sé að búa til kjarnorkusprengjur í Breiðholtinu en að taka á og breyta eða afnema þessar kjánalegu reglur, enda mikilvægt að verða ekki staðinn að því að hafa áhuga á að draga úr óþægindum almennings.

En ef einhverri lágmarksskynsemi væri fyrir að fara innan tollvarðastéttarinnar væri vitanlega horft framhjá slíku í stað þess að standa í lögguleik og stara á þá sem til landsins koma eins og allir séu þeir glæpamenn. Hvar annars staðar dettur embættismönnum í hug að haga sér þannig?


mbl.is Jólafötin tekin í tollinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur og eignarnámið

Í eðlilegu viðskiptaumhverfi myndu viðræðuslit þýða, að kaupandinn yrði að snúa sér annað. Það verður spennandi að vita hvað gerist í þessu máli. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra mun hafa lýst því yfir að stjórnvöld eigi erfitt með að hafa hemil á stóriðjuframkvæmdum. Nú liggur fyrir að framkvæmdir sem byggja á raforku frá fyrirhuguðum virkjunum í Þjórsá verða vart að veruleika nema tvennt komi til. Í fyrsta lagi þurfa stjórnvöld að ákveða að veita Landsvirkjun ríkisábyrgð vegna lána til framkvæmdanna, því annars er ekki hægt að láta líta út fyrir að þær standi undir sér. Í öðru lagi þurfa stjórnvöld að ákveða að taka eignarnámi lönd þeirra bænda sem hafa hafnað samningum við Landsvirkjun. Það er því ljóst að ekki verður af framkvæmdunum nema fyrir beina tilhlutun stjórnvalda, eða nánar tiltekið fyrir ákvarðanir Össurar Skarphéðinssonar. Hljómar þetta ekki allt örlítið einkennilega í ljósi yfirlýsinga hans? Eða á hann bara við að hann hafi einfaldlega ekki stjórn á sér?


mbl.is Landeigendur slíta viðræðum við Landsvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útlendan þjóðhöfðingja?

Í ljósi þess hvað forsetinn er mikið erlendis, væri þá ekki hreinlegast að hafa bara útlendan þjóðhöfðingja sem kæmi hingað af og til? Það mætti til dæmis reyna að ná samningum við Danadrottningu!
mbl.is Forseti gegni embættinu þótt hann sé í útlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úttekt á áhrifum vaxtastefnunnar

Fjölmargir hafa komið fram og bent á meinbugi á peningamálastefnu Seðlabankans. Þar má meðal annars nefna forsvarsmenn atvinnulífs og verkalýðshreyfingar, óháða hagfræðinga og prófessora við Háskólann.

Vart er hægt að segja að hagfræðingar bankans hafi svarað þessari gagnrýni með trúverðugum hætti hingað til. Hafa svör þeirra jafnvel á stundum bent til frekar lítils skilnings á grunnlögmálum hagfræðinnar sem slíkrar.

Sjálfur hef ég grun um að megináhrif vaxtastefnunnar séu á gengi krónunnar, en hún hafi í raun sáralítil áhrif á verðbólgu. Í það minnsta virðist samhengi milli stýrivaxtabreytinga og verðbólguþróunar ekki vera sterkt, svo vægt sé til orða tekið.

Er ekki kominn tími til að stjórnvöld fái óháða hagfræðinga, helst erlenda og algerlega óháða, til að gera úttekt á þessu máli?


mbl.is Stýrivextir Seðlabanka Íslands hækkaðir um 0,45%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2007
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 288249

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband