30.11.2007 | 15:54
Einkennilegur félagsskapur
Siðmennt er undarlegur félagsskapur. Þetta félag komst fyrst í fréttir þegar það tók að skipuleggja svokallaðar "borgaralegar fermingar". Borgaraleg ferming er einhvers konar manndómsvígsla fyrir börn sem fá ekki að fermast, svo þau geti samt haldið fermingarveislu og fengið pakka.
Nú er félagið farið að berjast gegn öllu kristilegu starfi í skólum og virðist þar, því miður, eiga dyggan stuðning Menntamálaráðherra. Samt segist félagið ekki vera á móti litlu jólunum. En litlu jólin eru auðvitað ekkert annað en trúarleg hátíð með helgileikjum og sálmasöng. Siðmennt vill því væntanlega rýja hátíðina innihaldi sínu.
Gerviferming. Gervi-litlujól. Hvað kemur næst? Gerviskírn, gervijarðarför, gervimessa? Ætli þetta fólk borði plastkalkún á jólunum?
![]() |
Siðmennt ekki á móti litlu jólunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.11.2007 | 10:09
Fær maður þá að vita hvað hún kostaði?
Fyrst nú á að fara að gangsetja þetta, langt á eftir áætlun, hlýtur verkefninu að vera lokið. Verður þá ekki upplýst hvað það fór marga tugi milljarða fram úr áætlun?
Annars er auðvitað dæmigert að ekki sé hægt að gangsetja virkjunina á staðnum heldur verði að notast við raunveruleikasjónvarp. Hefur hún ekki verið keyrð á rafmagni í stað vatns hingað til, svona eins konar sýndarveruleikavirkjun?
![]() |
Kárahnjúkavirkjun ræst bæði í Reykjavík og á Austurlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.11.2007 | 22:32
Faídon á fimmtán mínútum?
Samkvæmt nýja þingskapafrumvarpinu verður ótakmarkaður ræðutími aflagður, en hámarksræðutími þingmanna verður 15 mínútur.
Ég heyrði Helga Hjörvar segja, í umræðum um frumvarpið, að ef menn gætu ekki komið skoðun sinni á framfæri á 15 mínútum ættu þeir að fara í endurmenntun í ræðuhöldum.
Ef við rýnum aðeins í orð Helga Hjörvar virðist sem að baki þeim liggi sú afstaða, að tilgangur þingræðna sé sá einn að koma skoðunum á framfæri. En er það svo? Til hvers starfar þingið? Til hvers halda þingmenn ræður?
Ef markmiðið með ræðuhöldum á þingi er bara það að koma skoðun á framfæri mætti væntanlega að ósekju stytta ræðutímann í fimm mínútur, jafnvel eina eða hálfa mínútu. Líka mætti enn auka skilvirknina og sleppa ræðuhöldunum alveg, enda geta þingmenn auðvitað komið skoðun sinni á framfæri í atkvæðagreiðslu.
Ég vissi hins vegar ekki betur en svo, að tilgangur löggjafarsamkundunnar væri sá, að tryggja, að mál fengju vandaða umfjöllun. Að þau væru rökrædd í þaula.
Sum þingmál eru flókin. Stundum eru þingmál þess eðlis að til að hægt sé að fjalla um þau af skynsamlegu viti þarf langar ræður, því öðruvísi er ekki hægt að rekja röksemdirnar með eða á móti í samhengi, með þeim tilvísunum til gagna sem þörf er á.
Engum hefur, mér vitanlega, komið til hugar að takmarka þann tíma sem lögmenn hafa til að spyrja vitni eða flytja ræður í rétti. Ástæðan er auðvitað sú, að slíkt kemur niður á málflutningi.
Alþingi er ekki réttarsalur. En í réttinum er starfað eftir lögum sem Alþingi setur. Ef rétturinn takmarkar ekki málflutningstíma, er þá ekki enn síður ástæða til að löggjafarsamkundan, sem setur lögin sjálf, takmarki hann.
Helgi Hjörvar er gamall ræðusnillingur úr Morfis. Ræðuhöld í Morfis snúast um að höfða til tilfinninga áheyrendanna og fá þá til að snúast á sveif með ræðumanni, oft á mjög yfirborðslegum forsendum. Fyrir löngu síðan gagnrýndi Sókrates Morfismenn síns tíma, sófistana. Hann sagði ræðusnilld þeirra innantóma og spillandi, því hún leiddi athyglina frá sannleika málsins að yfirborði og aukaatriðum. Sókrates skrifaði engar bækur, en það sem eftir honum er haft fyllir margar bækur, líklega merkilegustu bækur heimspekisögunnar. Í þeim er ekki aðeins verið að koma skoðunum á framfæri, heldur færa fyrir þeim rök. Ég er ekki viss um að mikið vit yrði eftir í Gorgíasi eða Faídoni eftir Platón ef Helgi Hjörvar stytti þessi verk niður í fimmtán mínútna yfirlit um skoðanir Sókratesar, jafnvel þótt hann sé góður penni.
Það er vissulega rétt að stundum eiga þingmenn það til að tala lengi, bara til að tala lengi, og tala þá stundum um ekki neitt. En stundum flytja þeir líka langar ræður sem geisla af rökvísi og viti. Lausnin á vondum málflutningi er ekki sú að banna vandaðan málflutning. Hún felst í því að bæta málflutninginn.
Það er því skoðun mín, að með því frumvarpi sem nú liggur fyrir, sé verið að hefla viðinn í líkkistu þingræðisins, því verði það að lögum verður oft á tíðum einfaldlega ekki hægt að halda uppi vitrænni umræðu um flókin þingmál.
Ég hefði auðvitað getað látið duga að setja skoðun mína fram rakalaust. Það hefði orðið miklu styttri texti. Ég bið Helga Hjörvar og félaga hans afsökunar á því, að láta það ekki duga.
![]() |
VG gagnrýnir frumvarp um þingsköp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.1.2023 kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.11.2007 | 17:44
Lækkið hámarkshraðann!
Það er ákaflega einkennilegt að hámarkshraði á Keilugranda skuli aðeins vera 50 km/klst. Hann ætti að vera sá sami og á öðrum meginumferðaræðum.
Hvert er markmiðið með svona kjánagangi? Snýst þetta um að fjármagna lögregluna, eða hvað?
Hvernig væri þá að lækka bara hámarkshraðann niður í 30 alls staðar? Setja svo upp myndavélar og reka ríkissjóð komplet á sektum?
Í alvöru talað. Hefur þetta blessaða fólk ekkert betra að gera en að nappa venjulega borgara fyrir að gera ekkert af sér?
![]() |
Hraðakstur á Eiðsgranda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.11.2007 | 09:29
Barasta sammála Sóleyju!
Þetta er líklega í fyrsta skipti sem ég er sammála einhverju sem Sóley Tómasdóttir segir opinberlega.
Vitanlega er verslunin frjáls að því að setja upp kallahorn ef hún vill. En þetta er bara eitthvað svo óendanlega korní:
"Konur eru þannig að þær æða trylltar milli búða þar til þær detta niður dauðar."
"Karlmenn eru þannig að þeir kaupa aldrei neitt en hanga bara fyrir framan sjónvarp og í tölvuleik."
Staðalímyndir af þessum toga eru ákaflega ríkjandi af einhverjum sökum. Í einhverjum tilfellum geta þær vafalaust átt við. Sumir karlmenn eru heiladauðir og sumar konur kaupóðar. En svo getur það líka verið öfugt og þar að auki er fullt af fólki sem er hvorki heiladautt né haldið kaupæði.
Svona lagað er því pirrandi og um það get ég verið sammála Sóleyju. Smekkur okkar fer saman hvað það varðar. Hvort þetta hefur eitthvað með jafnréttismál að gera er ég hins vegar ekki svo viss um. Það væri þá helst að þessi staðalímynd kynni að ala á vantrausti í garð karlmanna, því af tvennu illu held ég að verslunarárátta hljóti nú að vera skárri en sjónvarpsfíkn.
![]() |
Pabbar í pössun í Hagkaupum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.11.2007 | 21:23
Frábær hugmynd!
Þetta er snjöll hugmynd hjá Alþjóðahúsi.
Í fyrsta lagi eru svona barmmerki líkleg til að fá fólk til að hugsa út í það hvernig við komum fram við útlendinga.
Í öðru lagi gæti ég vel trúað því að þau yrðu til þess að almenningur legði sig fram um að hjálpa erlendum starfsmönnum að læra málið.
Það að hafa tækifæri til að tala erlent mál við heimamenn er líklega besta leiðin til að læra það almennilega. Ég kynntist því eitt sinn sjálfur þegar ég dvaldi í hálfan mánuð í Frakklandi. Við leigðum hús úti í sveit í Provence og húsinu "fylgdi" mikill ágætis húsvörður. Hann kom í heimsókn á tveggja til þriggja daga fresti til að athuga hvort allt væri í lagi. Þær heimsóknir tóku gjarna dáldinn tíma og þá var sest niður yfir kaffibolla og spjallað. Húsvörðurinn góði kunni lítið í ensku en var þeim mun ötulli að tala frönsku við okkur hjónin, bæði hægt og skýrt. Ég held að ég hafi lært meiri frönsku á þessum heimsóknum en öllu frönskunáminu í menntaskóla.
![]() |
300.000 íslenskukennarar virkjaðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.11.2007 | 14:35
Hvalapóló?
Fílapóló er flott íþrótt. Verst að á Íslandi eru engir fílar. En við gætum kannski tekið upp hvalapóló í staðinn. Nóg er af hvölunum. Það yrði sannkallað sjónarspil að sjá spengilega íþróttamenn og meyjar þeysa um hafið á háhyrningum eða hrefnum í boltaleik.
![]() |
Hinn eini sanni íslenski fílamaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.11.2007 | 09:03
Blæjur og bleyjur - blátt eða bleikt
Ef ég man rétt var Kolbrún Halldórsdóttir ein þeirra mektarkvenna sem heimsóttu Saudi Arabíu á sínum tíma. Það varð frægðarför einkum fyrir það, að til þeirra sást berandi blæjur fyrir andlitinu. Að flestra dómi eru blæjur þessar og aðrar pakkningar, sem menn suður þar hafa utan um konur sínar, ein helsta táknmynd kúgunar kvenna á okkar tímum.
Nú er mér út af fyrir sig alveg nákvæmlega sama hvernig fatnaður yngstu viðskiptavina fæðingardeildanna er á litinn og þekki ekki ástæðurnar fyrir því.
Eftir því sem ég best veit byggir pólitík VG á þremur stoðum: Sósíalisma, kvenréttindum og náttúruvernd. Ég á erfitt með að sjá hvernig það baráttumál að útrýma bláum og bleikum göllum á fæðingardeildum spítala tengist einhverju af þessum baráttumálum. Það gera hins vegar blæjurnar suður í Arabíu. Líka vandarhöggin og grýtingarnar.
Nú er Kolbrún auðvitað frjáls að því að spyrja. Hún hefur líka betri afsökun en stjórnarliðar, því stjórnarandstæðingar hafa, samkvæmt hefð, veiðileyfi á tíma embættismanna, kvótalaust.
En tæpast verður þetta mál til að styrkja stöðu kynjanna, vinna að framgangi sósíalismans eða vernda náttúruna. Það verður ekki heldur til þess að bæta ímynd íslenskra femínista, sem undanfarið hafa legið undir harðri gagnrýni fyrir aukaatriðapólitík af þessum toga. Er ekki mál að linni?
![]() |
Ekki meira blátt og bleikt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.11.2007 | 21:16
Sérkennileg skilaboð
Maður sem stal hálfflösku af vodka er dæmdur í mánaðarfangelsi og til að greiða kr. 2.370 í bætur.
Fyrir skömmu var maður sem nauðgaði 6 stúlkubörnum er dæmdur í 30 mánaða fangelsi Það gerir fimm mánuði fyrir hvert barn sem hann svívirti.
Hver eru skilaboð dómskerfisins? Hefði sá þorstláti fengið tveggja mánaða dóm ef flaskan hefði verið heil? Var lífshamingja barnanna metin á 5x2.370 krónur?
![]() |
Mánaðar fangelsi fyrir að stela vodkapela |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.11.2007 | 14:34
Feminismi, málfrelsi og siðgæðisvarsla
Fréttin um að konur sniðgangi Silfur Egils er bersýnilega röng. Það að feministi nokkur skuli sniðganga þáttinn gefur ekki tilefni til að álykta með þeim hætti.
Annars hef ég undanfarið verið að velta því fyrir mér hvort ekki sé ýmislegt líkt með málflutningi og afstöðu róttækra feminista nútímans og róttækri afstöðu margra, ósjaldan yfirstéttarkvenna, í siðgæðismálum á Viktoríutímanum.
Siðgæðisverðir Viktoríutímans beindu spjótum sínum að yfirborði samfélagsins. Þeir og þær fordæmdu "fallnar" konur, drykkfellda verkamenn og svo framvegis, en létu samfélagsmeinin sjálf, sem segja mætti að hafi verið orsök ósiðsamlegrar hegðunar alþýðunnar, lönd og leið. Með svipuðum hætti virðast öfgafeministar nútímans fyrst og fremst láta sig yfirborðið varða:
Mikið veður er gert út af málfari og málfræðilegu kyni orða. Ráðherra verður að heita eitthvað annað, en sjálfsagt er að bera blæjur í opinberum heimsóknum til ríkis sem frægt er fyrir raunverulega kúgun alvöru kvenna. Áhersla er lögð á að útrýma ósiðsamlegri hegðun svo sem nektardansi til að yfirborðið virðist slétt og fellt. Rætur vandans skipta hins vegar engu máli.
Rétt eins og púrítanar Viktoríutímans vöruðu sig á því að umgangast aðeins sína líka og töldu sig yfir aðra hafna vegna trúar sinnar og siðgæðis virðast feministar nútímans forðast raunverulega umræðu. Rökræða við andstæðingana er þeim ekki samboðin enda eru andstæðar skoðanir skýrðar með vísun til þess að andstæðingurinn sé spilltur af hugsunarhætti karlveldisins, rétt eins og andstæðingar púrítananna voru spilltir og siðlausir af drykkjuskap og hórdómi.
![]() |
Konur sniðganga Silfrið í mótmælaskyni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar