Kalli á kassanum

Trúir nú einhver því í alvörunni að einhverjir kassakallar séu látnir semja sín á milli um verðsamráð úti á bílaplani? Væri þá ekki líklegra að stjórnendurnir sjálfir sæju um það?


mbl.is Segjast aldrei hafa haft samráð við keppinauta á markaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hraðbrautir og almenningssamgöngur

Það er skoðun mín að almennt beri að takmarka ríkisafskipti eins og mögulegt er. Þau kunna hins vegar að vera nauðsynleg þegar kemur að samgöngumálum, enda greiðum við skatta til þess. Hins vegar veltir maður því óneitanlega fyrir sér, þegar um jafn háar upphæðir er að tefla, hvort ekki sé rétt að líta á samgöngumálin í víðara samhengi.

Sundabraut mun vitanlega fyrst og fremst þjóna íbúum höfuðborgarsvæðisins og létta samgöngur milli hverfa og bæjarfélaga hér. Kynni þá ekki að vera rétt að leiða hugann að því hvort fleiri valkostir en vegagerð eru í boði? Hver yrði til dæmis kostnaðurinn við að koma upp og reka almennilegar almenningssamgöngur og draga þá fremur verulega úr vegaframkvæmdum á svæðinu? Í flestum borgum í löndunum í kringum okkur er þetta einmitt stefnan. Ég var til dæmis á ferð í Boraas í Suður-Svíþjóð um daginn. Borgin er álíka stór og Reykjavík, en umferð nánast engin í samanburði. Það var ekki fyrr en ég kom til Stokkhólms, sem er langtum stærri borg, að ég sá svipaðan umferðarþunga og maður upplifir almennt hér.

Með öðrum orðum, ætti ekki að horfa á vegagerð og almenningssamgöngur sem tvær leiðir til að leysa sama viðfangsefnið og velja svo á grundvelli heildarkostnaðar til langs tíma? Standa einhver sérstök rök til annars? Eru almenningssamgöngur eitthvað meiri ríkisafskipti en vegagerð?


mbl.is Sundabrautargöng mun dýrari en áður var talið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mafían?

Væri þá ekki tilvalið að byrja á að fá mafíuna til að setja upp útibú hér? Nú er Impregilo að fara og eitthvað verður að taka við, ítalskt og gott!

(segi nú bara svona...)


mbl.is Starfshópur kannar möguleika á auknum viðskiptum Ítalíu og Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað um Ingjaldsfíflið...

... í Gísla sögu Súrssonar sem grunnskólanemar lásu af mismiklum áhuga í eina tíð og gera kannski enn? Ingjaldsfíflið var þroskaheftur einstaklingur sem gekk í bandi úti á túni og beit gras. Þarf ekki að banna börnum að lesa Gísla sögu?

Vissulega getur það verið meiðandi fyrir svart fólk að lesa um tíu litla negrastráka. Því verður að hafa samhengið og tíðarandann í huga, ekkert síður en þegar við lesum Gísla sögu og höfum þá í huga að viðhorf gagnvart þroskaheftum voru allt önnur þegar hún var skrifuð en nú er.


mbl.is Rætt um negrastráka, svertingja og tíu litlar húsmæður í Alþjóðahúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brimarhólm?

Samkvæmt óáreiðanlegum fréttum hafa Kaupþingsmenn gert tilboð í Brimarhólm og ætla að hafa fréttabaunana þar þegar búið verður að dæma þá, í járnum og allt! Þá verður hefnd Íslands fullkomnuð.


mbl.is Dómsmál vegna Íslandsgreina gæti reynst Ekstra-Bladet dýrt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ef að sé og ef að mundi...

... átján halar á einum hundi.

Ef að mundi og ef að sé átján höfuð á einu fé."

Þannig var eitt sinn ort til höfuðs ambögum. Það var þegar Mogginn hafði prófarkalesara og blaðamenn kunnu að greina milli eintölu (milljón) og fleirtölu (milljónir) og vissu að hálf milljón GERIR eitthvað eða HEFUR gert en tvær milljónir GERA eitthvað eða HAFA gert.


mbl.is Hálf milljón manna hafa yfirgefið heimili sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður Geir Waage

Ansi fannst mér Geir Waage standa sig vel í karpi við fríkirkjuprestinn í Kastljósinu áðan. Ég skil reyndar ekki í þessari umræðu um biblíuþýðinguna hvernig fólki tekst alltaf að rugla jafn rækilega saman málfarslegum og textafræðilegum sjónarmiðum annars vegar og skoðunum sínum á jafnrétti og umburðarlyndi hins vegar. Reyndar fannst mér tilraunir fríkirkjuprestsins til að klína einhverjum kvenhatursstimpli á séra Geir bera óþægilega mikil lýðskrumseinkenni - það var eins og hann vissi betur, því miður, því varla getur guðfræðimenntaður maðurinn verið alveg jafn skyni skroppinn og málflutningurinn virtist benda til.

En nýtt bændakyn?

Ég man ekki betur en meginréttlæting þess að meina Íslendingum að kaupa erlendar landbúnaðarafurðir sé sú, að það sé menningarlega mikilvægt að viðhalda íslenskum landbúnaði. Eru ekki búfjárkynin hluti af þeim menningararfi, eða hvað?

Ef smávægilegur munur á framleiðslukostnaði nægir til að skipta um kúakyn, er þá ekki enn betra að beina sjónum að landbúnaðarkerfinu í heild, hætta framleiðslu hér, flytja vörurnar inn og skipta þannig einfaldlega um bændakyn?


mbl.is Nýtt kúakyn gæti sparað rúman milljarð á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráða kannski prófarkalesara?

"SA spá meiri hagvöxt" ???

"Vaxtastefna Seðlabankans leiði til gengissveiflna á krónunni og líklegt sé að það muni falla með hvelli á einhverjum tímapunkti." ... Hvað er það sem mun falla ?? ... Hvaðan kemur líkingin að "falla með hvelli" ??

Hvernig væri að Mbl. réði prófarkalesara, nú eða kenndi prófarkalesaranum smá íslensku?

Mér finnst þetta vera lágmarkskrafa. Ég er til dæmis ekki að fara fram á að fréttatextinn beri með sér að blaðamaðurinn hafi skilið það sem hann er að fjalla um. Langt síðan maður gafst upp á að nöldra yfir því!


mbl.is SA spá meiri hagvexti heldur en fjármálaráðuneytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú ríður á að ná skynsamlegri niðurstöðu

Nú er orðið ljóst að hlutur OR í REI verður seldur. Ágreiningur er hins vegar um hvenær eigi að selja hann, strax eða síðar.

Samkvæmt fréttum í morgun hefur eitt tilboð borist í hlutinn. Nú ríður á að menn blindist ekki algerlega í einhverjum æsingi við að hafa sitt fram, heldur vinni skynsamlega. Það hefur aldrei þótt góð leið að taka fyrsta tilboði.

Er ekki eðlilegast að setja málið í venjubundið söluferli, fá sérfróða aðila til að verðmeta hlutinn og bjóða hann síðan út á almennum markaði? Þannig mætti ná báðum markmiðum, losna við hlutinn og hámarka verðið fyrir hann.

Verði hins vegar hlaupið til og fyrsta tilboði tekið í einhverjum æsingi og tilfinningahita skaða menn hagsmuni eigenda fyrirtækisins. Varla vilja borgarfulltrúar meirihlutans láta núa sér því um nasir það sem eftir er eða jafnvel láta lögsækja sig fyrir lélega hagsmunagæslu, eða hvað?


mbl.is Segir borgarbúa geta orðið af allt að 50 milljörðum króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Okt. 2007
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband