Lágkúrulegt

Það er erfitt að ímynda sér lágkúrulegra framferði gagnvart landflótta fólki sem leitar sér hjálpar, en að ræna þeim eigum sem því hefur þó tekist að bjarga undan ofbeldismönnunum sem ógna lífi þess.

Skömm þeirra verður lengi uppi sem að þessu stóðu.


mbl.is Fordæmir danska frumvarpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útgjöld ríkisins hærri hér en í OECD

Samkvæmt samantekt Viðskiptablaðsins frá 2014 var kostnaður við heilbrigðiskerfið hér 9% af landsframleiðslu árið 2012, en 9,2% í OECD að meðaltali.

Ríkið bar hins vegar stærri hluta kostnaðarins hér, eða 80% á móti 72% í OECD.

Útgjöld ríkisins til heilbrigðisþjónustu voru því hærri hér en í OECD að meðaltali, 7,2% af landsframleiðslunni, en í OECD að meðaltali voru þau 6,6% af landsframleiðslu. 

Það er hins vegar spurning hvort meira þurfi til heilbrigðismála vegna þess hversu dreifð byggðin er hér. Verði ákveðið að setja aukið skattfé í heilbrigðismál þarf um leið að ákveða hvernig fjármagna á þá aukningu. Á að gera það með niðurskurði á öðrum sviðum eða með skattahækkunum?

Önnur leið er svo vitanlega að leyfa þessum hlutföllum að þróast í þá átt sem gerist í öðrum OECD ríkjum.


mbl.is Reiknar með ásökunum um lýðskrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilgangslausar þrengingar

Annað ágætt dæmi um afrek þessa fólks eru járnstautarnir sem reknir voru niður við gatnamót Hofsvallagötu og Hringbrautar fyrir ekki svo löngu síðan. Í stað þess að þeir sem koma norður Hofsvallagötu geti nú sveigt yfir á hægri akrein til að beygja austur Hringbraut er nú yfirleitt samfelld bílaröð frá Melabúðinni og að gatnamótunum á  álagstímum, með tilheyrandi töfum og mengun. Opinbera afsökunin mun vera sú að handan járnstautanna sé hálfköruð hjólabraut. Aldrei hef ég séð neinn hjóla þar og á þó leið þarna um á hverjum degi. Það breytir heldur engu fyrir hjólreiðamenn hvort þeir þurfi að fara upp á gangstéttina tíu metrum fyrr en ella, því á Hringbrautinni er auðvitað engin hjólabraut.

Það er ekki gott þegar einstaklingar haldnir ofsafenginni andúð á bifreiðum fá það hlutverk að skipuleggja samgöngur í borginni. Það á ekki að velja fólk til slíkra starfa sem er ófært um annað en reyna í sífellu að troða eigin skoðunum eða lífsstíl upp á samborgara sína. Þess háttar einstaklingar hafa ekki þroska til að fara með pólitíska ábyrgð.


mbl.is „Ofbeldi“ gegn bílum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Jan. 2016
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband