28.1.2010 | 09:35
Húninn fyrst, svo mömmuna!
Svandís bjarnarbani er nú greinilega komin í ham. Einhver vesalingur úr ráðuneytinu lét út úr sér í Kastljósi í gær að rökin fyrir drápinu séu þau að það sé allt of dýrt að bjarga dýrunum og koma þeim til heimkynna sinna auk þess sem skyggnið sé slæmt.
En þegar að því kemur að senda fullmannaðar þyrlur að skima eftir fleiri dýrum til að stúta eru peningarnir engin fyrirstaða ... og skyggnið bara fínt!
![]() |
Gæslan skimar eftir birni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.1.2010 | 09:24
Hvaða skilaboð er verið að senda?
"... ef Icesave lögin verði felld ... sé samningsstaðan hugsanlega verri," segir forsætisráðherra í útvarpsviðtali.
Nú á ég erfitt með að trúa því að forsætisráðherra sé svo skyni skroppin að hún ímyndi sér að Bretar og Hollendingar fái ekki í hendur þýðingu á þessum orðum. Hver eru þá skilaboðin sem hún vill koma á framfæri við samningsaðilana? Jú, vinsamlega semjið við okkur strax því ef þið frestið því verður staða ykkar betri!
Er hægt að ímynda sér slakari fulltrúa fyrir hagsmuni þjóðarinnar?
![]() |
Jóhanna: Skynsamlegra að leysa án þjóðaratkvæðagreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.1.2010 | 10:09
Kanarífuglinn í námunni?
Ekki vissi ég að þessi Jónína Rós væri til, hvað þá að hún sæti á þingi. En nú vitum við það sumsé.
Það er kjánalegt af þingmanni að láta draga sig inn í svona vitleysu. Mig grunar hins vegar að þessi áskorun sé ekki runnin undan rifjum hinnar ágætu þingkonu sjálfrar heldur hafi einhverjir aðrir senta hana út á svellið til að prófa hvort ísinn héldi. Sé svo er meiri ástæða til að vorkenna Jónínu Rós en reka hana úr landi eins og mér sýnist sumir vilja
![]() |
Þingmaður skorar á forsetann að segja af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.1.2010 | 09:24
Kannski besta hugmyndin?
Helsti vandi Íslendinga liggur í fámenninu. Það veldur því að kunningja- og ættartengsl ráða allt of miklu bæði í efnahags- og stjórnmálalífi. Með sameiningu við Noreg yrðum við hluti af öflugu sjálfstæðu ríki sem vel hefur gengið að stjórna og nýtur virðingar á alþjóðavettvangi.
Það kemur ekki á óvart að íslenskir þingmenn séu þessu andvígir, enda myndu þeir þá glata áhrifum sínum. En er það ekki bara gott?
![]() |
Norðmenn styðja Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.1.2010 | 10:34
Þurfum að geta treyst þingmönnum til að segja satt
Gagnrýni Ólínu Þorvarðardóttur á málflutning Lipietz grundvallast á þeirri staðhæfingu að hann hafi talað um dótturfélög þegar um útibú hafi verið að ræða.
Ekki verður annað séð en þetta sé rangt og Lipietz hafi einmitt talað um útibú.
Ég ætla ekki að fjalla hér um þá sjálfsögðu skyldu þingmanna að gæta hagsmuna þjóðar sinnar. Hún virðist ekki lengur í tísku hjá mörgum þeirra. En hvað sem því líður verðum við að geta gert þá grunnkröfu til þingmanna að þeir afflytji ekki málflutning utanaðkomandi fólks vísvitandi eins og Ólína Þorvarðardóttir virðist gera hér.
![]() |
Segir misskilnings gæta hjá Lipietz |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.1.2010 | 14:41
Burt, burt!
Meðan sumir aðrir ráðherrar í ríkisstjórninni virðast hafa áttað sig á að þetta mál verður aldrei leyst almennilega nema með samvinnu allra stjórnmálaflokka hangir Jóhanna Sigurðardóttir í skotgröfunum og þverskallast við að leysa málið.
Hvað er eiginlega verið að gera með þetta fyrirbrigði í forsæti ríkisstjórnarinnar? Er ekki kominn tími til að skófla henni út úr stjórnarráðinu og láta einhvern skynsamari einstakling taka við?
Þessi frekja, stífni og bjálfaháttur átti kannski rétt á sér í innanflokksátökum í Alþýðuflokknum á sínum tíma, en við þessar aðstæður er svona hegðun einfaldlega glæpsamleg!
Burt, burt!
![]() |
Sátt ekki í sjónmáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.1.2010 | 09:01
Nú reynir á ríkisstjórnina
Ég fæ ekki betur séð en hér hafi helstu dagblöð Breta tekið til varna fyrir málstað Íslendinga. Leiðararnir virðast enduróma álit bresks almennings miðað við umfjöllun síðastliðna daga.
Nú verður spennandi að sjá hvort ríkisstjórnin sér að sér, tekur undir með þeim sem vilja vernda íslenska hagsmuni og fær stjórnarandstöðuna til liðs við sig til að leysa þetta mál. Geri hún það ekki er einboðið að reka verður hana frá völdum strax.
![]() |
Ekki setja Ísland í skuldafangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2010 | 11:57
Hvers vegna að bíða?
Nú á greinilega að fara að stilla Óla grís upp sem andstæðingi í þessu máli. Þess er þá ekki langt að bíða að áróðursvél Samfylkingarinnar taki til við að velta honum upp úr eðjunni.
Slíkt er misráðið, því andstæðingur ríkisstjórnarinnar í þessu máli er ekki forsetinn heldur þjóðin, heilbrigð skynsemi og almenn réttlætiskennd.
Viðbrögð forsætisráðherra á blaðamannafundinum í gær sýndu að þessi manneskja er ALLSENDIS ÓHÆF til að gegna embætti sínu og hagsmuna þjóðarinnar verður ALDREI gætt með hana við stjórnvölinn.
Það er engin ástæða til að bíða þjóðaratkvæðagreiðslu. Ríkisstjórnin á að segja af sér strax og forseti að skipa utanþingsstjórn til að leiða þetta mál og fleiri til lykta. Verstur fjandinn að hann hafi ekki vald til að reka einfaldlega stjórnina!
![]() |
Segir valið standa milli ríkisstjórnar og forseta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.1.2010 | 21:08
Var það þá tilgangurinn?
Eins og fram hefur komið hefði mátt fá nánast sömu niðurstöðu með því að hækka persónuafslátt og skattprósentu án þess að breyta kerfinu sjálfu. Maður hlýtur því að velta fyrir sér hvort tilgangurinn með þessari breytingu sé aðeins sá að búa til fleiri störf hjá ríkinu.
Ekki má hins vegar gleyma því að kostnaðurinn af þessari breytingu er í raun margfalt hærri en nemur kostnaði skattstjóra. Breyta þarf flestöllum launakerfum í landinu, uppgjör fyrirtækja verða flóknari og síðast en ekki síst veldur þetta gríðarlegu óhagræði fyrir þann fimmtung launamanna sem gegnir fleiri en einu starfi.
![]() |
Skattabreytingar kosta 89 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 288238
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar