24.1.2008 | 22:45
Að skjóta sig í fótinn
Ég held að skipulögð mótmæli á vegum minnihlutaflokkanna í borgarstjórn hafi gengið fram af mörgum. Ekki síður en rógsherferð sömu aðila á hendur Ólafi F. Magnússyni, sem er einn vandaðasti maður sem nú er að finna í íslenskum stjórnmálum.
Það er einfaldlega til skammar að smala menntskælingum á áhorfendapalla og láta þá gera hróp að fólki, sér í lagi þegar lætin eru ekki einu sinni í tilefni af einhverju mikilvægu málefni, heldur eiga sér aðeins rót í svekkelsi tiltekins fólks yfir því að missa völdin.
Ég yrði ekki hissa þótt það kæmi á daginn fljótlega að þetta upphlaup hafi fremur styrkt nýja meirihlutann en hitt.
![]() |
Hávær mótmæli í Ráðhúsinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.1.2008 | 08:53
Ábyrgð fjölmiðla - ábyrgðarleysi Moggans
Morgunblaðið birtir í gær aðalfrétt á forsíðu þess efnis að Exista sé að fara á hausinn. Fréttin er byggð á greiningu SEB. Í tilefni af þessu hrapaði gengi Exista á markaði í gær og ekki er ólíklegt að fréttin hafi haft áhrif á gengi fleiri félaga.
Í gær kom hins vegar í ljós, þegar greiningardeildir tóku að rýna í skýrslu sænska bankans að niðurstöður hennar byggðust á alvarlegri reikningsskekkju. Fjallað er um það mál með þeim hætti í Morgunblaðinu í morgun, að greiningardeildirnar séu ekki sammála sænska bankanum og í leiðara segir að SEB og greining Glitnis þurfi að "útkljá" það mál sín á milli. Svona rétt eins og um sé að ræða eitthvert pólitískt rifrildi!
Morgunblaðið leggur talsverða áherslu á fréttir af vettvangi viðskiptanna, ekki síður en stjórnmálafréttir. Viðskiptablað Morgunblaðsins kemur út einu sinni í viku og komið hefur fyrir að blaðið hefur birt vandaðar úttektir og fréttaskýringar af vettvangi viðskipta.
Maður hlýtur nú að spyrja sig þeirrar spurningar hvort ekki hljóti að vera eðlilegt, þegar mikilvægt úrlausnarefni á borð við þetta kemur upp, að blaðið sjái einfaldlega sjálft um að "útkljá" málið. Eða eru ekki fjölmiðlar einmitt til þess að rýna í atburði og upplýsa lesendur eins og kostur er? Og hefur ekki Morgunblaðið á að skipa vel menntuðum viðskiptablaðamönnum sem geta einfaldlega kafað ofan í svona mál?
Eða er þessu öðruvísi háttað? Lítur Morgunblaðið kannski þannig á að hlutverk þess sé það eitt að henda á lofti óstaðfestar og ógrundaðar sögusagnir og láta svo þá sem þær beinast að um að neita þeim? Þessi fréttaflutningur í gær bendir því miður til þess. Meðan sú stefna er óbreytt hljóta þeir sem stunda viðskipti á markaði einfaldlega að þurfa að venja sig á að loka augunum þegar "athygliverðar" fréttir af vettvangi viðskiptanna birtast í Morgunblaðinu og gera ráð fyrir að um sögusagnir sé að ræða þar til greiningardeildir bankanna hafa lagt á þær dóm.
![]() |
Lækkun í kauphöll 463 milljarðar frá áramótum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.1.2008 | 16:13
Nýja arðsemismatið keisarans!
Ég held að meðfylgjandi graf úr skýrslu Landsvirkjunar segi meira en mörg orð þegar leggja á mat á arðsemisútreikninga manna þar á bæ.
Það er auðvelt að mæta 7% kostnaðarhækkun með því að spá bara upp á nýtt um þróun álverðs á þann hátt að taka verðið þegar það er í hæstu hæðum sögulega séð og framlengja út í það óendanlega!
Því er jafnframt haldið fram að nú sé í matinu tekið tillit til raunverulegs fjármagnskostnaðar við framkvæmdina. En þegar nánar er að gáð er miðað við líklegt álag gagnvart Landsvirkjun í heild, en ekki gagnvart Kárahnjúkavirkjun. Samkvæmt tölum frá 2006 skiptist raforkusala um það bil til helminga milli stóriðju og almenns markaðar og tekjur af sölu til almenns markaðar því verulega miklu stærri hluti af heildartekjum en tekjur af sölu til stóriðju. Sala til almenns markaðar ræður því mestu um vaxtaálag fyrirtækisins í heild. Þannig er ljóst að það er ósatt að tekið sé tillit til raunverulegs vaxtakostnaðar af verkefninu eins og Morgunblaðið heldur fram (22.1.). Lánsfjáráhætta þessa verkefnis að framkvæmdum loknum er einvörðungu sambærileg við lánsfjáráhættu í áliðnaðinum sem slíkum.
Það er greinilegt að menn teygja sig langt þegar orðið er ljóst að kostnaður við virkjunina er þegar orðinn verulega miklu hærri en núvirtar tekjur!
![]() |
Kárahnjúkavirkjun arðsamari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.1.2008 kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.1.2008 | 21:35
Eins og þeir eru klæddir!
Erfitt er að sjá hvað Guðjóni Ólafi gengur til með umfjöllun um fatakaup félaga sinna í Framsóknarflokknum, en hafi markmiðið verið að vekja kátínu, þá hefur það sannarlega náðst!
Nú ríður auðvitað á að framsóknarmenn komi til dyranna eins og þeir eru klæddir! Hér dugar ekkert annað en sannleikurinn í allri sinni nekt, rétt eins og keisarinn góði forðum.
Kannski er Guðjón Ólafur hér í hlutverki barnsins, sem gerði lýðum ljósa nekt keisarans. Nema í þessari sögu er keisarinn reyndar í fötum en ekki allsber, þótt vafalaust séu þau ofin úr dýrasta klæði eins og keisurum sæmir!
Já, fötin skapa manninn. Og sumum mönnum skapa þau kannski pólitíska framtíð þegar félagar þeirra íklæðast dómaraskikkju.
![]() |
Gagnrýnir fatapeninga framsóknarmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.1.2008 | 12:29
Kominn tími til að endurskoða skipulag
Hvort sem fólk er sammála eða andvígt friðun húsanna við Laugaveg 2-4 hlýtur að standa upp úr að þetta mál er klúður frá upphafi til enda. Ég er ekki viss um að hægt sé að kenna almennri viðhorfsbreytingu um afstöðu stórs hluta almennings gagnvart niðurrifi á stórum hluta Laugavegar. Allt eins má segja að fólk hafi ekki áttað sig á alvöru málsins fyrr en er komið að framkvæmdum.
Rót vandamálsins liggur í því skipulagi sem unnið var fyrir nokkrum árum að frumkvæði og undir sterkum áhrifum örfárra umsvifamikilla fasteignaeigenda við Laugaveg. Samkvæmt því skipulagi átti að rífa mestallan hluta götunnar og byggja steypukassa í staðinn. Af einhverjum ástæðum náði veruleiki þessa skipulags aldrei eyrum né augum almennings, enda löng hefð fyrir því að deiliskipulag væri sjaldnast framkvæmt í raun.
Það hlýtur að vera forgangsmál nýs meirihluta í borginni að taka skipulag miðbæjarins til gagngerrar endurskoðunar. Strax ætti að fella úr gildi núverandi deiliskipulag og forða þannig óþarfa kostnaði vegna skaðabóta til verktaka. Í framhaldinu ætti svo að vinna heildstætt skipulag þar sem lögð er áhersla á að draga fram og efla byggingarsöguleg og skipulagsleg einkenni svæðisins.
Margir hafa fussað og sveiað yfir slæmri nýtingu lóða við Laugaveginn. En er það réttmætt?
Liggur ekki styrkleiki svæðisins einmitt í því að það einkennist af litlum, lágreistum húsum og bakhúsum sem hleypa síðdegissólinni að og portum sem veita skjól? Í fáeinum tilfellum eru þessi svæði nýtt á skemmtilegan hátt. Miklu meira væri þó hægt að gera. Ætti kannski nýtt skipulag að taka mið af þessu og leggja áherslu á nýtingu porta, bakhúsa og stíga til að mynda heildstæðan miðbæ sem er skipulagður með hliðsjón af íslensku veðurfari og hefur sérkenni sem ekki er að finna í öðrum borgum í kringum okkur?
![]() |
Skyndifriðun beitt á Laugavegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 288248
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar