Munur á kúk og skít

1. Samkvæmt þessari niðurstöðu hefur nú fengist sannað, með miklu orðskrúði, málalengingum og hártogunum, að mikill munur er á kúk og skít. Raunar alger grundvallarmunur.

2. Þar sem borgarstjóri ber í raun og veru ekki ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut innan borgarkerfisins, hvorki fyrirtækjum borgarinnar, embættismönnum eða nefndum, er þá nokkur þörf á að hafa borgarstjóra?

3. Ráðning nýja borgarlögmannsins á dögunum hefur greinilega borgað sig.


mbl.is Dagur ekki ábyrgur fyrir skólpleka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hvers vegna að stoppa við borgarstjóra? Eru Forsætisráðherra og Heilbrigðisráðherra ekki hinir endanlega seku? Ef við ætlum að gera menn ábyrga fyrir gjörðum allra sem eru lægra settir, þó þeir hafi ekkert boðunarvald yfir þeim og þeirra gjörðum, þá eru topparnir í Íslensku þjóðfélagi ábyrgir fyrir öllu sem skeður.

Áttir þú von á því að hinn nýi borgarlögmaður snérist á sveif með lýðskrumi, múgæsingu og fáfræði til að gleðja þig?

Ufsi (IP-tala skráð) 17.11.2017 kl. 15:53

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Bera ekki ráðherrar ábyrgð á gerðum undirmanna sinna. Er ekki frekar stutt síðan að ráðherra sagði af sér vegna slíks máls?

Þótt manni þyki Dagur spennandi þarf maður þó ekki að fara í fýlu þótt hann sé gagnrýndur, eða hvað?

Þorsteinn Siglaugsson, 17.11.2017 kl. 16:26

3 Smámynd: Valur Arnarson

Ég sé að Ufsi fer alveg á kostum hér, og á öllum bloggum og nú vill hann að Heilbrigðisráðherra beri ábyrgðina fyrir borgarstjóra. Það er bara nokkuð merkilegt.

En veit Ufsi að borgarstjóri er með jafn há laun og Forsætisráðherra ? Ef Heilbrigðisráðherra á að bera ábyrgð á honum, er þá ekki hægt að sleppa þessu embætti hjá borginni ?

Valur Arnarson, 17.11.2017 kl. 17:15

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég er ekki viss um að heilbrigðisráðherra sé til í að taka ábyrgð á borgarstjóranum. En kannski er Landlæknir til í það?

Þorsteinn Siglaugsson, 17.11.2017 kl. 19:29

5 identicon

Þótt manni þyki Dagur ekki spennandi þarf maður þó ekki að kenna honum um allt sem aflaga fer á höfuðborgarsvæðinu. Starfsmenn OR og Veitna eru ekki undirmenn borgarstjóra og heil­brigðis­full­trú­ar eru sjálf­stæðir í starfi og bera ein­vörðungu ábyrgð gagn­vart viðkom­andi heil­brigðis­nefnd.

Sé borgarstjóri ábyrgur fyrir gjörðum þeirra eru Forsætisráðherra og Heilbrigðisráðherra þá ekki hinir endanlega seku ef við ætlum að gera menn ábyrga fyrir gjörðum allra sem eru lægra settir? Þá eru topparnir í Íslensku þjóðfélagi ábyrgir fyrir öllu sem skeður, hverju umferðarslysi, innbroti, bilun rafmagnstækja o.s.frv. og þú hefur nóg að blogga um og hver ráðherra hefur 10 ástæður fyrir morgunkaffi til að segja af sér.

Ufsi (IP-tala skráð) 17.11.2017 kl. 20:00

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, Ufsi minn. Er ekki bara best að vísa ábyrgðinni á öllu sem aflaga fer á guð almáttugan. Þú getur svo auðvitað skipt um skoðun ef pólitískur andstæðingur þinn verður einhvern tíma borgarstjóri.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.11.2017 kl. 20:30

7 Smámynd: Valur Arnarson

Þorsteinn,

Ég held að hann Ufsi vinur okkar sé að misskilja stjórnskipan landsins. Borgarstjóri er ekki undirmaður Forsætisráðherra, hvað þá Heilbrigðisráðherra.

Valur Arnarson, 17.11.2017 kl. 20:50

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, ég hef reynt að benda Ufsa á að kannski sé betra að Landlæknir beri ábyrgð á borgarstjóranum, en engar undirtektir fengið smile

Þorsteinn Siglaugsson, 17.11.2017 kl. 22:07

9 identicon

Þorsteinn, en borgarstjóri Reykjavíkur er pólitískur andstæðingur minn að því leiti að við styðjum ekki sama flokk. Ég er bara hvorki blindur né heimskur....og bý ekki á höfuðborgarsvæðinu. Mér gæti ekki verið meira sama hver er borgarstjóri hjá ykkur í Reykjavík eða hvað hann gerir eða gerir ekki.

Valur, það er rétt, borgarstjóri er ekki undirmaður Forsætisráðherra, hvað þá Heilbrigðisráðherra. Og starfsmenn Veitna ohf. eru ekki undirmenn borgarstjóra frekar en starfsmenn Bónus. Hvers vegna ætti þá borgarstjóri að bera ábyrgð á þeirra verkum? Nægir það þér eins og Þorsteini að hann sé pólitískur andstæðingur þinn til að gera hann ábyrgan fyrir öllu sem í Reykjavík skeður?

Og Þorsteinn, samkvæmt röksemdarfærslu þinni þá hlýtur Landlæknir að vera ábyrgur fyrir öllum pestum og flensum, sjúkdómum og sárum á landinu og hefur því varla tíma fyrir borgarstjórann. Þú ert duglegur að reyna að finna einhverjum öðrum en gerendum og stjórnendum þeirra ábyrgð.Er það þannig í þínu lífi að einhverjum öðrum er ætíð um að kenna þegar þú klúðrar hlutunum, helst einhverjum pólitískum andstæðingi sem hvergi kom nálægt því máli? Það er auðvelt að hætta að hugsa og benda bara á einhvern andstæðing og segja hann bera ábyrgð. Lýðskrum, múgæsing og fáfræði virkar líka svo helvíti vel þega berja þarf á andstæðingum.

Ufsi (IP-tala skráð) 17.11.2017 kl. 23:06

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Meiri æsingurinn í ufsanum. Ég lagði það nú bara til í gríni að Landlæknir yrði gerður ábyrgur fyrir borgarstjóranum.

En það er stór munur á Veitum og Bónus þegar að borginni kemur einfaldlega vegna þess að Veitur eru í eigu borgarinnar en það er Bónus ekki.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.11.2017 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 287304

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband