Ef maður er óánægður með launin sín...

... er eðlilegast að segja upp störfum og fá sér aðra vinnu.

Ekki að koma í veg fyrir það með ofbeldi að starfið sem maður gegnir sé unnið.

Hvað þá þegar maður er að valda saklausu fólki heilsutjóni með ofbeldisaðgerðunum, jafnvel valda dauða þess.


mbl.is Alvarlegri áhrif en læknaverkfallið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það hlýtur að vera kominn tími á að finna aðrar leiðir en samningaleiðina með verkfallsaðgerðum. En það verður að sjálfsögðu að vera sanngjörn leið fyrir báða aðila. Það sem þú ert að ýja að hugnast mér ekki vegna þess að í það fyrsta að hún gengur ekki upp. Geislafræðingar geta að sjálfsögðu sagt upp og fengið sér aðra vinnu, sem væntantanlega yrði þá í útlandinu. Og hvar er þá fólkið sem ætlað er að ráða í staðinn. Eftir stendur að fjármunir sem ríkið hefur kostað til menntun geislafræðinga eru glataðir.

Jósef Smári Ásmundsson, 9.5.2015 kl. 08:17

2 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Mikið er þetta einfeldningslegt viðhorf.

Erlingur Alfreð Jónsson, 9.5.2015 kl. 09:38

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Erlingur: Þetta er einfeldningsleg yfirlýsing. Menn verða að færa fram rök fyrir máli sínu, ekki bara eitthvert þvaður.

Jósef: Þú þarft að hugsa aðeins lengra en þetta. Ef laun ráðast af frjálsum samningum vinnveitanda og starfsmanns kemur aldrei til þeirrar stöðu sem nú er uppi. Það sem myndi gerast ef geislafræðingar teldu laun sín of lág væri að fyrst segði einn upp, svo annar. Ef launin löguðust ekki við það héldu uppsagnir áfram koll af kolli. En áður en til þess kæmi yrðu auðvitað boðin betri laun. Þannig virkar þetta yfirleitt gagnvart sérhæfðum starfsmönnum á almennum markað - launin eru samningsatriði á frjálsum markaði. Verkfallafyrirkomulagið er einfaldlega barn síns tíma. Það sprettur upp úr umhverfi þar sem eftirspurn eftir vinnu var langt umfram framboðið og vinnuveitendur höfðu því öll völd í sínum höndum. Þetta var tímabundið ástand þegar iðnvæðing var að eiga sér stað en fjarri lagi að staðan sé þannig nú.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.5.2015 kl. 10:26

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Jú Þorsteinn. Þetta kom nú reyndar í ljós í læknadeilunni. Ástæðan fyrir því að samið var um hækkun launa var einfaldlega sú staða að læknarnir voru allir að streyma út. Þú talar um frjálsa samninga vinnuveitanda og starfsmanns. Jú ég er sammála því að svoleiðis kerfi mætti koma á. Reyndar er þetta við lýði á almenna markaðnum t.d. hjá iðnaðarmönnum þar sem yfirborganir eru. Þar er enginn á þeim töxtum sem samiðn hefur samið um. En þetta hefur ekki tíðkast hjá ríkinu. Og það er nokkuð sama þótt launin séu yfirborguð, það þarf alltaf að semja um grunntaxtana og leiðréttingu á þeim sem stýra síðan yfirborgununum. Réttast væri að sjálfsögðu að semja í eitt skipti fyrir öll og koma á sjálfvirkni leiðréttinga á einhverju tímabili. En fyrst þarf að yfirfara alla launataxta í landinu og rétta af mismuninn milli þeirra.

Jósef Smári Ásmundsson, 9.5.2015 kl. 12:12

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég veit að þetta er svona hjá ríkinu. En það þarf ekki að vera þannig. Ríkisstofnanir geta vel samið beint við einstaka starfsmenn rétt eins og einkafyrirtæki. Það þarf bara að breyta fyrirkomulaginu.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.5.2015 kl. 12:40

6 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Verkfallsréttur er mannréttindi, en ekki síður neyðarréttur. Það vill enginn fara í verkfall, alla vega mjög fáir. Að sama skapi vill enginn vera í verkfalli, alla vega mjög fáir.

Það er einfeldningslegt að segja að fólk geti fundið aðra vinnu ef það er óánægt með launin sín. Sumir eiga ekki slíkt val einfaldlega vegna staðbundinna aðstæðna, s.s. takmarkaðra tækifæra, einsleits atvinnulífs á heimaslóðum, illseljanlegra eigna, o.s.frv. Aðrir eru fullkomlega sáttir við sitt starf sem þeir hafa eytt tíma og fjármunum í að mennta sig til, og vilja halda því áfram, en vilja fá sanngjarna umbun fyrir stritið.

Þið Sjálfstæðismenn eruð nú í meiri mæli en áður farnir að nota saklaust fólk sem röksemdir gegn vinnustöðvunum í stað þess að hvetja til þess að aðilar semji. Þetta er nýtt og hefur ekki verið notað í svona miklum mæli eins og nú.

Erlingur Alfreð Jónsson, 10.5.2015 kl. 13:09

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Verkfallsréttur er auðvitað engin mannréttindi. Verkfall felur í sér að starfsmenn hætti störfum og hindri að aðrir geti gengið í þau. Slíkt eru engin mannréttindi heldur ofbeldi og samkeppnishömlur.

Vitanlega getur fólk stundum átt í erfiðleikum með að finna aðra vinnu sé það óánægt með þá sem það hefur. En það veitir því auðvitað engan rétt til að beita ofbeldi. Sumir fá enga vinnu. Eiga þeir þá að beita ofbeldi líka til að þvinga einhvern til að ráða sig í vinnu? Sanngjörn umbun er sú umbun sem samningar milli starfsmanns og vinnuveitenda skila - verð á vinnu ræðst á markaði rétt eins og verð á öðrum gæðum.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.5.2015 kl. 15:35

8 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Verkfallsréttur er verndaður í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, rétt eins og verkbann. Þú hlýtur þar með að vera jafnmikið á móti verkbanni eins og verkfalli?

Erlingur Alfreð Jónsson, 10.5.2015 kl. 17:52

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, það er vitanlega rétt ályktun hjá þér að sé maður á móti ofbeldisaðgerðum starfsmanna hljóti maður einnig að vera andvígur ofbeldisaðgerðum vinnuveitenda.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.5.2015 kl. 19:57

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Og enn annað: Þótt verkfalls- og verkbannsréttur sé löglegur, er ekki þar með sagt að hann sé siðlegur eða sé yfirleitt nein mannréttindi.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.5.2015 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband