13.4.2015 | 23:25
Ofstækið er ekki til eftirbreytni
Því miður hefur borginni verið stjórnað af ofstækisfullu fólki undanfarin ár. Allur þessi fáránlegi vandræðagangur varðandi gjafir til skólabarna á sér rót í því að ofstækisfólkið hatast við biblíugjafir Gídeonfélagsins af engu minni einurð en ISIS hatast við fornminjar í Írak.
Það þarf að koma ofstækisfólkinu frá völdum. En til þess þarf trúverðugan valkost.
Hjálmarnir gefnir utan skólatíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ekki ofstæki að vilja ekki nota skólatíma undir trúboð og auglýsingamennsku. Vilji þessir aðilar endilega gefa krökkunum eitthvað þá er þeim það frjálst utan skólatíma. En það kostar náttúrulega eitthvað meira ef þeir þurfa að gera allt sjálfir en geta ekki velt kostnaði og fyrirhöfn yfir á skólana. Skattarnir mínir eiga að borga stærðfræðikennslu en ekki hjálmadreifingu fyrir Eimskip, pennadreifingu fyrir Goldfinger og skólatöskudreifingu fyrir samtök Evrópusinna.
Jós.T. (IP-tala skráð) 14.4.2015 kl. 00:23
Það er svolítið einkennilegt að halda því fram að það sem nemendur fá ókeypis frá aðilum úti í bæ valdi kostnaði fyrir skólana.
Þorsteinn Siglaugsson, 14.4.2015 kl. 08:28
Kennarar stimpla sig ekki út þó Eimskip yfirtaki kennslustofurnar. Og útkoman verður að annað hvort þarf að bæta við kennslustundum eða veita minni kennslu. Þetta er einn angi af því virðingarleysi sem borið er fyrir menntun á Íslandi.
Jós.T. (IP-tala skráð) 15.4.2015 kl. 09:23
Kennararnir eru á launum hvort sem er og margt minna gagnlegt sem fram fer í kennslustofum en nokkurra mínútna fræðsla um notkun hjólahjálma.
En orðalagið að hægt sé að "bera virðingarleysi fyrir" ... einhverjum, þykir mér skemmtilegt. Hljómar svona svipað og þegar talað er um "yfirgripsmikla vanþekkingu". Takk fyrir það.
Þorsteinn Siglaugsson, 15.4.2015 kl. 12:06
Sparisjóðurinn fékk að dreifa reglustikum í Íslenskutíma, okkur var ekki bætt það upp og því er málfar stundum undarlegt. Ég er á því að meðan kennararnir eru á launum hvort sem er stundi þeir kennslu en séu ekki að aðstoða einhver fyrirtæki í vörudreifingu.
Jós.T. (IP-tala skráð) 15.4.2015 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.