Margfeldisáhrif í lagi!

Nú er lag að nota einfaldlega allar skatttekjur ríkisins í að búa til bíó. Þá verðum við fljótlega ríkasta land í heimi.
mbl.is Hver króna kemur fimmfalt til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dexter Morgan

Ef þetta er svona rífandi bisness, þá fá þeir líklega einhverja fjárfesta til að reka skólann. Ég meina, hvaða fjárfestir myndi segja nei við fimföldun á sínu fjárframlagi.

Látið svo okkur hin vera, við eigum nóg með að reka okkar grunn og leikskóla svo sómi sé að.

Dexter Morgan, 19.9.2011 kl. 16:09

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ertu viss um að það séu ekki bara líka svona margfeldisáhrif af grunn- og leikskólum?

Hvers vegna í ósköpunum erum við eiginlega svona blönk fyrst það eru öll þessi margfeldisáhrif af öllu?

Þorsteinn Siglaugsson, 19.9.2011 kl. 16:28

3 identicon

Er þetti ekki einhver misskilningur í fréttinni.  Ég hefði nú frekar haldið að veltan af hverri krónu sé fimmföld.  Það þarf ekki endilega að segja að það sé einhver gróði af þessu.  Þetta er frekar vísbending um hvort styrkir nýtis vel.

Er þetta ekki þekkt?  Eru ekki styrkir oft reiknaðir út frá veltu í því sem verið er að styrkja?  T.d. auglýsingar til ferðamála eru skoðaðar út frá því hversu miklu ferðamenn eyða á Íslandi.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 19.9.2011 kl. 16:43

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ja, ekki kæmi svo sem á óvart þótt blaðamenn hefðu misskilið þetta. Mér finnst ég samt hafa séð þessar fullyrðingar áður - að ríkið fái fimmkall til baka fyrir hverja krónu sem það lætur í þetta.

Villan í þessu er sú að gengið er út frá því að starfsemin sem verið er að styrkja sé einhver viðbótarstarfsemi. Til dæmis að maður sem borgar virðisaukaskatt af bíómiða hefði ekki bara séð einhverja aðra mynd hefði myndin sem styrkt var ekki verið í boði. Þetta er í raun sama villan og brotna-glugga-villan svokallaða: Gluggi brotnar. Það skapar verksmiðjunni tekjur sem býr til glerið, smiðnum sem setur rúðuna í, bílstjóranum sem kemur með hana og svo framvegis. Á endanum er því bara gott að glugginn brotnaði!

Svona villur grundvallast allar á því að líta á þá starfsemi sem verið er að greina sem einhvers konar viðbót og ganga út frá því að hefði hún ekki komið til hefði peningunum sem fólk borgar fyrir afurðirnar alls ekki verið eytt. En gallinn er að þeim er auðvitað eytt - bara í eitthvað annað.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.9.2011 kl. 20:23

5 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það væri ágætt ef menn læsu bókina og fjölluðu svo um efnið.

Hjálmtýr V Heiðdal, 19.9.2011 kl. 22:51

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ert þú búinn að lesa hana strax? Kom hún ekki út áðan?

Annars er aðferðafræðin alþekkt. Villan sem í henni felst, og ég lýsi að ofan, er líka alþekkt. Hin villan er að halda að umsvif kvikmyndaiðnaðar aukist endilega þótt ríkið setji meiri pening í hann. Það er engan veginn víst að þar sé neitt samhengi á milli.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.9.2011 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 287344

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband