Pólitísk sjálfsmorðsárás?

Ekki virðist þetta nú gæfulegt skref hjá Guðmundi Steingrímssyni.
Hvað ætli flokkurinn eigi að heita? Mummi og rugludallarnir, kannski?
mbl.is Viðræður við Besta flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er Guðmundur ekki í pólitískri tilvistarkreppu? Hann náði engum metorðum hjá Samfylkingunni þaðan af síður Framsóknarflokknum,  þá er bara fyrir hann að fullkomna barnaskapinn með því að finna sér einhvern sandkassa sem hann getur fengið að vera foringinn í.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 09:20

2 Smámynd: Landfari

Já þeta er skondið á að horfa svona utanfrá séð. Ekki viss um að Guðmundi sé skemmt samt. Ef Evrópusambandið er svona mikið hjartans mál hjá honum hvers vegna í ósköpunum var hann þá að fara úr Samfylkingunni.

Er farin að halda að EU sé bara fyrirsláttur. Hanns hjartans mál sé að verða "Foringinn", sama hver flokkurinn er.

Sama syndrom hrjáði Ólaf Ragnar Grímsson á sínum tíma eftri því sem ég fékk best séð.

Landfari, 16.9.2011 kl. 10:04

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þetta kallast skortur á foringjaræði í flokksræðinu.

Sigurður Haraldsson, 16.9.2011 kl. 10:15

4 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Er hann ekki að stofna nýjan Alþýðuflokk? hægri krata það er allavega næst því eftir því sem hann segir ( miðjuflokk til hægri ) Hugsanlega fer Jón Baldvin með honum honum líður ekki sérlega vel í Samfylkingunni.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 16.9.2011 kl. 11:42

5 Smámynd: Gunnar Waage

"Pólitísk sjálfsmorðárás" er réttnefni

Gunnar Waage, 16.9.2011 kl. 12:11

6 Smámynd: Skúli Guðbjarnarson

Ég trúi ekki þessu upp á Guðmund. Besti flokkurinn var frábært framtak á sínum tíma og góð áminning fyrir stjórnmálamenn að halda trausti almennings. Hann gat hins vegar ekki staðið við eitt helsta loforðið sitt, að það ætti að vera skemmtilegra að eiga heima í Reykjavík.

Maður skyldi ætla að þessi herskari af framúrskarandi skemmtikröftum færi létt með það, en ég held að sjaldan hafi jafn margir skemmtikraftar gert jafn mörgu fólkið lífið svo leitt sem þeir hafa gert.

Skúli Guðbjarnarson, 16.9.2011 kl. 13:27

7 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Þetta brambolt Guðmundar hefur aðeins einn tilgang, nefnilega að koma honum sjálfum áfram á þing eins og reyndar öll önnur klofnings og nýflokkaframboð undanfarna áratugi eða allt frá stofnun lýðveldis. Gerir sér líklega grein fyrir því að innan raða Samfó eða framsóknar á hann engan séns. Þarf ekki annað en líta yfir sviðið. Alltaf annað slagið að koma fram svona prelátaframboð sem engu hafa skilað nema kanski því að koma viðkomndi á þing án nokkurs annars árangurs og þjóðinni allsekki til gagns. VG eina dæmið um slíkt sem enn lifir en þurrkast sennilega út í næstu kosningum. VG er heldur ekki venjulegt klofningsframboð heldur samtök hörðustu kommanna í Alþýðubandalaginu sáluga sem ekki gátu sætt sig við að gerast einhverskonar vinstri kratar og sönkuðu að sér ofstækisfullum græningju í leiðinni. Held að Guðmundur ætti bara láta sig hverfa og reyna að finna sér eitthvað annað að gera. Vonandi sér fólk í gegnum þetta brölt hans ef hann skyldi bjóða sig fram í næstu kosningum og sleppir því að kjása svo vonlaust og tilgangslaust framboð. Tek undir með Jóni nr. 4 hér fyrir ofan. Er hann að fara að reyna að endurvekja gamla Krataflokkinn?

Viðar Friðgeirsson, 16.9.2011 kl. 14:04

8 Smámynd: Sólbjörg

Guðmundur hefur eitt markmið að séð verður, hann bara verður að fá að vera "aðalkallinn" eins og pabbi og afi.

Því fer hann til Besta og stingur upp á að stofna landsflokk og eina skilyrðið er: "Ég pant vera aðal".

Held að stefnuskrá hans sé ekkert dýpri eða flóknari en það, en Jón Gnarr verður ekki í vandræðum að snara upp einni stefnuskrá.

Sólbjörg, 16.9.2011 kl. 14:56

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hann ætti kannski að íhuga forsetaframboð?

Þorsteinn Siglaugsson, 16.9.2011 kl. 15:26

10 Smámynd: Sólbjörg

Já Þorsteinn, að vera forseti það er sko mest aðalkallinn af þessu öllu, sú hugmynd gæti kætt og hresst Guðmund.

Sólbjörg, 16.9.2011 kl. 18:34

11 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það að Guðmundur færi í forsetaframboð er leiðarvísir fyrir þá hina, sem hafa ígrundað framboð.

Eggert Guðmundsson, 16.9.2011 kl. 21:15

12 identicon

Sé grefur gröf.....

Biggi (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 21:31

13 identicon

Er þetta ekki sagan endalausa? Íslendingum er ekki viðbjargandi á pólitíska sviðinu. Hvernig væri að fara að vinna saman að hagsmunamálum þjóðarinnar ?? Hætta þessu eilífa rugli.

Sveinn (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 23:03

14 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Að vera forseti er nærandi og styrkjandi, bætir meltinguna og gefur gott útlit :)

Þorsteinn Siglaugsson, 16.9.2011 kl. 23:48

15 Smámynd: Landfari

Þorsteinn, varð það ekki hraustlegt og gott útlit? 

Eins og ég benti á hér að ofan þá er þetta sama ferli og var hjá Ólafi Ragnari.

Landfari, 17.9.2011 kl. 10:46

16 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þetta staðfestir bara það að Besti er í Besta falli vintri vinstri "græðlingur" út úr Samfylkingunni eins og núverandi meirihluti í Rvk sannar en þar er allt á öðrum endanum og stjórnleysi.

Besti er því frekar Vinstri Versti...

Guðmundur St Ragnarsson, 17.9.2011 kl. 12:01

17 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hraustlegt og gott útlit. Það er rétt :)

Þorsteinn Siglaugsson, 19.9.2011 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 287344

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband