Uppgjöf er ekki valkostur

Guðbjartur er ekki fyrsti heilbrigðisráðherrann sem reynir að koma á hagræðingu í þessu kerfi. Eftirminnilegast er kannski þegar Sighvatur Björgvinsson hrökklaðist úr stól heilbrigðisráðherra undir linnulausum árásum vegna tilvísanakerfisins sem hann hugðist koma á í því skyni að draga úr kostnaði við sérfræðiþjónustu.

Munurinn þá og nú er að nú er ríkið óvart á hausnum og það VERÐUR að hagræða. Guðbjartur hefur því ekki þann valkost að gefast upp.

En mikið væri nú gaman ef stjórnarandstaðan sýndi þá ábyrgð að hætta að hamast á móti breytingunum.


mbl.is Er til í að milda áhrifin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll hvað er búið að fækka mörgum sendiráðum og hvað er búið að spara mikið í bankageiranum?

Hvers vegna var ekki hætt við Hörpuna?

Af hverju er ekki búið að taka á ofurlaunum í ríkisgeiranum?

Svaraðu þessum spurningum og komdu svo aftur með þá fullyrðingu að best sé að skera niður heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni!

Sigurður Haraldsson, 13.10.2010 kl. 09:58

2 identicon

„En mikið væri nú gaman ef stjórnarandstaðan sýndi þá ábyrgð að hætta að hamast á móti breytingunum.“

Þessi orð kalla á nánari skýringar af hálfu Þorsteins. Eða er það skoðun hans að stjórnarandstaðan eigi að éta upp allt sem frá ríkisstjórninni athugasemdalaust? Breytingar breytinganna vegna eru tóm vitleysa, það veit Þorsteinn. Hann hlýtur líka að vita hvaða afleiðingar breytingar á heilbrigðiskerfinu á landsbyggðinni hafa í för með sér.

Sigurdur Sigurdarson (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 10:22

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það verður ekki dregið saman nema með því að taka á stóru útgjaldaliðunum. Því miður eru þeir heilbrigðis-, mennta- og félagsmál en ekki sendiráð.

Auðvitað á stjórnarandstaðan ekki að éta allt upp eftir ríkisstjórninni. En þær tillögur sem hér eru til umræðu eru ekki nýjar af nálinni. Þeir sem vildu hagræðingu þegar þeir voru sjálfir í stjórn eiga að sýna manndóm til að styðja hana nú þótt þeir séu í stjórnarandstöðu. Hér er ekki um að ræða breytingar breytinganna vegna heldur augljósa hagræðingu til langs tíma.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.10.2010 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 287325

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband