Hvert stefnum við?

Eftir því sem ég best veit er Illugi Gunnarsson einn af okkar bestu þingmönnum og ekki annað að sjá en hann hafi verið heiðarlegur og málefnalegur í störfum sínum í þinginu. Því er missir að honum úr þingstörfunum.

Vitanlega er erfitt fyrir þingmann að sitja undir því vantrausti sem óneitanlega hefur skapast gagnvart öllum sem komu nálægt starfsemi bankanna, en maður hlýtur að velta fyrir sér hvort afsagnir af þessum toga séu endilega það sem við viljum - og hvort þær breyti í raun einhverju um framtíðina.


mbl.is Illugi fer í leyfi frá þingstörfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er mjög hissa á að Illugi skuli verða fyrstur til að hverfa af þingi, því að það hefðu aðrir frekar átt að gera fyrir löngu. Þar nefni ég fyrsta Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og síðan ætti löng buna úr mismunandi flokkum að fylgja í kjölfarið. Þetta framtak Illuga sýnir drengskap hans og heiðarleika, en jafnframt ódrengskap þeirra sem frekar áttu að hverfa af þingi, og það fyrir fullt og allt.

Matthías Kristinsson (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 14:15

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þorsteinn - ég tek undir þín orð

það er hinsvegar illt þegar múgsefjun - rangtúlkanir og rógur hrekur fólk til aðgerða af þessu tagi.

Lýðskrumarar og sjálfskipaðir dómarar og böðlar verða ekki til þess að reisa þetta þjóðfélag við.

Og þá ekki sú lánlausa ríkisstjórn sem hér situr -

Ein upprifjun - ég tel mig muna það rétt að það hafi verið 2007 sem Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson skrifuðu grein sem var aðvörun um það hvað gæti skeð ef bankakrísa kæmi upp.

Þeir bentu á að slíkt yrði mun alvarlegra fyrir þjóðina en verðbólga.

En Þorsteinn - þú errt örugglega með þetta á hreinu - átt sennilega greinina

Ólafur Ingi Hrólfsson, 19.4.2010 kl. 07:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 287358

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband