Hvað er hjónaband?

Deilan öll um hjónabönd samkynhneigðra grundvallast, að ég held, á því að fólk leggur ólíkan skilning í hvað hjónaband er. Gama væri að fá fram afstöðu til eftirfarandi fullyrðinga:

1. Hjónaband er samningur um stofnun fjölskyldu þar sem markmiðið er að geta börn.

2. Hjónaband er staðfesting á þeim vilja tveggja einstaklinga að elska og virða hvor annan og búa saman (og þeir ættu þá að geta verið af sitt hvoru eða sama kyninu, í ástarsambandi eða ekki eða með fjölskyldutengsl sín á milli eða ekki).

3. Hjónaband er samningur tveggja einstaklinga um að stunda saman kynlíf (og hugsanlega líka um að stunda það ekki með öðrum).


mbl.is Biskup býst við einum hjúskaparlögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á meðan samkynhneigðir borga opinber gjöld til hins opinbera og þal til Þjóðkirkjunnar til jafns við aðra borgara þessa lands þá eiga þeir rétt á sömu þjónustu frá þessari ríkisstofnun til jafns við aðra. Enough said :)

Arngrímur (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 22:06

2 identicon

100% sammála Arngrími.

CrazyGuy (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 22:37

3 identicon

Arngrímur: Þrátt fyrir að vera samkynhneigður þá verð ég að vera ósammála þér. Lykilatriðið finnst mér vera að hjónaband samkynhneigðra sé leyft samkvæmt landslögum, trúfélögin eiga svo að fá að velja hvort þau blessi slík hjónabönd eða ekki.

Ég er hinsvegar á því að það eigi að "einkavæða" þjóðkirkjuna þannig að hún missi titilinn og verði jöfn öðrum trúfélögum þegar kemur að ríkisstyrkjum (fær eingöngu borgað í samræmi við fjölda meðlima, ekkert auka).

Samkynhneigðir eiga ekki að reyna að breyta þjóðkirkjunni, við eigum frekar að skrá okkur úr henni og það hef ég gert. Ef ég man rétt þá eru þrír valmöguleikar sem henta samkynhneigðum: Fríkirkjan, Ásatrúarfélagið og að vera utan trúfélaga.

Geiri (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 23:42

4 Smámynd: Stjörnupenni

Geiri, meðan þjóðkirkjan er hluti af ríkinu á hún ekki að hafa neinn rétt á að mismuna á nokkurn hátt gagnvart samkynhneigðum.

Þó hún væri ekki ríkisrekin veit ég ekki hvort hún ætti að geta það, þar sem skýrt er tekið fram í stjórnarskrá lansins að ekki megi mismuna eftir kynhneigð.

Þannig að jú, það á algjörlega að breyta þjóðkirkjunni.

P.s.

Þorsteinn, þú gleymir því líka að hjónaband er lagalegur og veraldlegur samningur sem veitir tveim aðilum ákveðin réttindi og skyldur gagnart hvort öðru og ríkinu.  

Stjörnupenni, 28.4.2010 kl. 01:14

5 identicon

"Geiri, meðan þjóðkirkjan er hluti af ríkinu á hún ekki að hafa neinn rétt á að mismuna á nokkurn hátt gagnvart samkynhneigðum". Er eitthvað sjálfsagðara að mismuna þeim sem stunda fjölkvæni? Það er ekkert að því að trúfélög hafi sínar eigin siðferðisstefnur á meðan fólki er frjálst að velja önnur trúfélög. En auðvitað á ekki að hafa ríkisrekna kirkju, breytum því eins fljótt og hægt er.

Þjóðkirkjan á að fá tækifæri til að sýna sitt rétta andlit og vonandi yfirgefa þá sem flestir hana.

Geiri (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 01:55

6 identicon

Ég verð að vara sammála Geira. Kirkjan á að vera aðskilin frá ríki og jöfn öðrum trúfélögum. Það verður svo að vera kirkjunar mál að ákveða hvort hún samþykki hjónabönd samkynhneigðra enda byggist Kristni á orðum biblíunnar sem því skilgreina hjónaband sem hjónaband á milli karls og konu.

Ég myndi vilja sjá giftingaþjónustu fyrir samkynhneigðra utan kirkju. Sú þjónusta getur verið án eða með biblíu og krossa. Ekki sé ég að það sé höfuð málið að menn/konur í svörtum sloppum beri krossa og bibíu. Meginatriðið er að eiga góða og eftirminnlega stund með sínum framtíðar maka fyrir framan augu ættingja og vina.

Ég held að það sé það sem skipti máli, að hafa úrræði til þess að sýna ást sína. Það er ekki sanngjarnt að samkynhneigðir hafi engin úrræði til giftingar, því gifting þarf ekki endilega að vera trúbundin innan kirkjunnar, giftingar geta alveg átt sér stað utan hennar. Mér finnst það hinsvegar yfirgangur á rétt kirjunnar að neiða hana til þess að ganga gegn hennar trú.

Vil taka fram að ég sé hvergi og hef hvergi heyrt að guði sé illa við samkynhneigða og sé að mismuna þeim. Spámenn hans skilgreina bara ekki giftingar þeirra...

Jón Viðar (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 09:08

7 identicon

Í mínum huga merkir íslenska orðið hjón karl og konu sem gift eru hvort öðru. Því er orðið hjónaband ónothæft fyrir tvo einstaklinga af sama kyni. Ég tel sjálfsagt að kirkjunnar menn geti gefið saman tvo einstaklinga af sama kyni en því sambandi verðum við að finna fallegt og þjált nafn, orðið hjónaband getur ekki lýst þeim sáttmála.

Páll (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 10:20

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Takk fyrir góða punkta. Það er auðvitað rétt að hjónaband er ekki bara samningur milli þeirra sem í því eru heldur skapar þeim líka réttindi og skyldur gagnvart ríkinu.

Svo er annað mál sem má velta fyrir sér hvort endilega sé rétt að einskorða hjónaband við einstaklinga sem eru í einhvers konar ástarsambandi. Ef miðað er við skilning nr. 2 (einstaklingar sem aðeins búa saman) ættu vinir, systkini, frændur eða frænkur að geta gengið í hjónaband. Eða hvað?

Þorsteinn Siglaugsson, 28.4.2010 kl. 11:34

9 identicon

Geiri: Epli og appelsínur. Fjölkvæni er beinlínis ólöglegt og refsivert skv almennum hegningarlögum vegna þess að hún brýtur í bága við grundvallargildismati og siðferði þjóðarinnar og raunar hins vestræna heims meira og minna.

Arngrímur (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 12:55

10 identicon

"brýtur í bága við grundvallargildismati og siðferði þjóðarinnar og raunar hins vestræna heims meira og minna."

Hljómar nákvæmlega eins og þegar vestræni heimurinn talaði um samkynhneigð fyrir örfáum áratugum.

Ég skil hvert þú ert að fara en ég hef aldrei fengið almennileg rök fyrir því af hverju fjölkvæni sé svona hræðilegt. Jú sumstaðar þar sem þetta hefur verið stundað hafa börn verið þvinguð í þetta en það er alls ekki hægt að alhæfa slíkt yfir alla sem stunda fjölkvæni (eða fjölveri).

Ég nota sama svar gagnvart fjölkvæni/fjölveri og samkynhneigð: Svo lengi sem þetta eru fullorðnir einstaklingar sem gera það af frjálsum vilja og veldur ekki öðrum skaða þá eru engin rök fyrir því að banna það. Að þvinga siðferði yfir fólk "af því bara" er rangt.

Geiri (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 14:20

11 identicon

Sjálfur er ég kristinn og trúi Biblíunni.  Ég hef þá skoðun að ekki eigi að gefa saman homma eða lesbíur í kirkju, allavega ekki á sama hátt og karl og konu.

Biblían talar hvergi um samband karls og karls eða konu og konu nema að því leyti að hún talar gegn kynlífi þeirra á milli.

Það er í rauninni ekkert sem segir að karlar geti ekki bundist einhverskonar sambandi, án þess þó að það sé hjónaband... og það sama gildir að sjálfsögðu um konur.

Svo er það þeirra mál hvort þau stundi kynlíf eða ekki... ekki hægt að ætlast til þess að kirkjan sé að blessa það.

Í kristnum skilningi þá ætti til dæmis alveg að vera hægt að blessa samband tveggja karla eða kvenna og kalla það bara samband.

Svo væri blessað samband karla og kvenna sem vildu vera í hjónabandi.

Þó ég þykist nú samt viss um að þetta yrði voðalega umdeilt líka.

En ég er algjörlega sammála Geira varðandi aðskilnað ríkis og kirkju.  Það sýnir sig best í svona málum þegar trúin stangast á við lögin að þetta gengur ekki svona.

Hjónaband er samband karls og konu sem vilja ganga lífsgönguna saman og hugsanlega stunda kynlíf og eignast börn.

Andri (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 18:56

12 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta eru ágætis punktar finnst mér. Ég hef aðeins gælt við þá hugmynd að skilgreina megi hjónaband sem samning karls og konu þar sem markmiðið er að eignast börn og mynda fjölskyldu. Svo getur auðvitað tekist misjafnlega til. Það er erfitt að sjá að ef hjónabandið er skilgreint öðruvísi útiloki það "hjónaband" milli vina, systkina o.s.frv. Ég er hins vegar ekki viss um að þetta þurfi að hafa svo mikið með trúarbrögð að gera. Í mörgum löndum er hjónabandið algerlega veraldlegs eðlis.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.4.2010 kl. 23:10

13 identicon

Það eru til margar útgáfur af hjónabandi og það var til í þúsundir ára fyrir tíma kristinar trúar. Enginn hefur einkarétt á því.

Geiri (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 15:39

14 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ja, hverjar eru þessar mörgu útgáfur? Mig grunar að ávallt snúist þær um samband karla við konur, eitt eða fleiri af hvoru taginu.

Þorsteinn Siglaugsson, 29.4.2010 kl. 17:19

15 identicon

Þorsteinn: Viltu þá lögleiða fjölkvæni frekar en hjónaband samkynhneigðra?

Hverskonar hjónabönd það voru/eru er aukaatriði. Lykilatriðið er að það hefur enginn einkarétt á hjónabandinu. Ertu ósammála því?

Geiri (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 23:20

16 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Fjölkvæni og fjölveri getur verið hjónaband. Það merkir ekki að það sé sjálfkrafa leyft með lögum. Til samanburðar getur maður náð völdum í kosningum eða með valdaráni. Í báðum tilfellum er um valdatöku að ræða, en önnur tegundin er ólögleg.

Ég veit ekki hvað þú átt við með einkarétti á hjónabandinu. Ég held að ef möguleikinn til æxlunar sem skapast af líffræðilegum mismun karls og konu væri ekki til staðar væri hjónabandið heldur ekki til og þessi líffræðilegi munur sé því grunnforsenda þess. Ástæður þess að stofnað er til hjónabanda geta svo verið misjafnar, yfirleitt ást eða hagsmunir. En það merkir ekki að öll sambönd sem stofnað er til vegna ástar eða hagsmuna séu sjálfkrafa orðin hjónabönd.

Þorsteinn Siglaugsson, 30.4.2010 kl. 09:11

17 identicon

Þú ert þá væntanlega fylgjandi því að ófrjótt fólk fái ekki að ganga í hjónaband?

Geiri (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 13:09

18 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Við köllum bíl áfram bíl þótt hann kunni að vera óökufær. Þótt meginforsenda hjónabandsins sé möguleikinn til æxlunar er viðmiðunin ekki nákvæmlega sú heldur er hún ívið almennari.

Þorsteinn Siglaugsson, 30.4.2010 kl. 13:51

19 identicon

Það er líka eitt mikilvægt atriði sem ég gleymdi að nefna og það er að samkynhneigðir geta líka eignast börn og eru margar leiðir sem hægt er að fara. Núna kemur þú væntanlega með rök fyrir því að allir sem fari aðra leið en þá hefðbundnu séu ekki alvöru foreldrar? Ég bíð spenntur eftir meiri útúrsnúningi frá þér.

Geiri (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 16:00

20 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þú virðist ekki skilja um hvað málið snýst. Forsenda hjónabandsins er möguleikinn til æxlunar og það er þá vitanlega æxlun milli þeirra sem eru í hjónabandinu. Samkynhneigðir geta ættleitt börn. Það geta líka mæðgin, feðgin, vinir og vinkonur. Eru þá sambönd eða sambúð allra sem fræðilega gætu ættleitt börn hjónabönd.

Cut the crap, please!

Þorsteinn Siglaugsson, 3.5.2010 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 287298

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband