Furðulegur málflutningur

Það er vægast sagt óábyrgt af forystumanni launþega að hafa uppi svona æsingamálflutning og hrapa að ályktunum um eitthvert samsæri fyrirtækja í landinu gegn launþegum.

Í fyrsta lagi má það vera hverjum manni ljóst að verðlagsáhrif gengishrunsins eru lengi að skila sér.

Í öðru lagi er ljóst að nýlegar skattahækkanir koma að sjálfsögðu fram í verðlagi. Stórhækkun tryggingagjalds eykur launakostnað verulega, hækkun tekjuskatts setur þrýsting á laun og svo framvegis.

Í þriðja lagi ræðst verðlag af framboði og eftirspurn. Það er út í hött að gera því í skóna að fyrirtæki hækki vörur umfram það sem markaðurinn tekur við. Það er líka út í hött að ætla að fyrirtæki verðleggi vörur sínar lægra en markaðurinn er tilbúinn að greiða fyrir þær.


mbl.is „Gagnrýnisvert hvernig fyrirtækin hegða sér"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Já þessi málflutningur vekur furðu.

Líklegt er að "fyrirtæki" þurfi að verja "rýrnandi framlegð" til að geta greitt starfsfólki sínu laun og annan rekstrarkostnað, að ekki sé minnst á himinháan fjármagnskostnað.

Þá er einnig líklegt að "fyrirtækin" hafi þá og nú þegar, tekið á sig kostnaðarverðshækkanir af völdum rúmlega 100% gengisfalls, án þess að fleyti því út í verðlagið.

Nú er hins vegar búið að skafa niður í kviku, og rekstrarvænleiki fyrirtækisins verður að byggjast á því að það geti staðið undir föstum kostnaði og launakostnaði amk.

Virkar svoldið frasakenndur málflutningur hjá Gylfa.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 24.3.2010 kl. 15:04

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Nákvæmlega! Ég veit að mörg fyrirtæki gerðu sitt ítrasta til að halda verðhækkunum í skefjum eftir að gengið hrundi. Kaupmenn vissu sem var að yrði hækkunum fleytt út í verðlagið strax myndi salan einfaldlega hrynja.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.3.2010 kl. 15:30

3 identicon

Við sættum okkur ekki við það að fyrirtækin í landinu ætli að leysa sín vandamál með því að velta þeim yfir á almenning.

Vinnueftirlit ríkisins hækkaði sína gjaldskrá umtalsvert um áramót fyrir skoðanir á tækjum.

Sættir þú þig við það??? að ríkið velti sínum vandamálum yfir á frosinn byggingar-jarðvegsvinnu markað?

Fyrir hvern vinnur þú Gylfi?

Stöðugleikasáttmáli velferðarríkisstjórnar....Hysja ÞÚ upp um þig buxurnar og farðu að vinna, og hættu þessum sleikjugangi við viðhlægjendur.

Jón Jónsson (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 287325

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband