Húninn fyrst, svo mömmuna!

Svandís bjarnarbani er nú greinilega komin í ham. Einhver vesalingur úr ráðuneytinu lét út úr sér í Kastljósi í gær að rökin fyrir drápinu séu þau að það sé allt of dýrt að bjarga dýrunum og koma þeim til heimkynna sinna auk þess sem skyggnið sé slæmt.

En þegar að því kemur að senda fullmannaðar þyrlur að skima eftir fleiri dýrum til að stúta eru peningarnir engin fyrirstaða ... og skyggnið bara fínt!


mbl.is Gæslan skimar eftir birni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Merkilegt að maður eins og þú sem segist vera hagfræðingur og rekstrarráðgjafi kunni ekki að lesa. Það er ekki verið að senda neina þyrlu.

Gummi (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 10:06

2 identicon

ok Gummi,

Hvað er þá hvítt og rautt með svona spaða ofan á sem byrja að snúast á fullu og er að taka sig til lofts á Reykjavíkurflugvell....

Já, sorry það er kafbátur, hahaha

Ef hann er Hagfræðingur þá hlýtur þú að vera næturvörður í kirkjugarði

I I (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 10:13

3 identicon

TF-Sif getur verið flugvélin eða þyrlan. Fyrst í fréttinni segir að flugvélin verði notuð en segir svo þyrla seinna í fréttinni.

Nefndin sem Þórunn Sveinbjarna setti saman eftir fyrstu dýrin komst að þeirri niðurstöðu að til að tryggja öryggi almennings ætti að skjót birnina þegar til þeirra sæist. Auðvitað má reyna að handsama skepnurnar en að mínu mati er það grimmilegra en dauðinn að setja ísbirni í dýragarð. 

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 10:29

4 identicon

tf-sif er nýja flugvélin, dash 8 . TF-EIR er hinsvegar minni þyrlan, og TF-LÍF sú stærri, gamla TF-SIF brotlenti við straumsvík

skiptir ekki (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 10:50

5 identicon

ísbirnir eru stórhættulegir, þú myndir grenja meira ef hann yfrði látinn eiga sig. því þá myndi hann drepa fólk.

http://www.youtube.com/watch?v=8wGbCNDw-m0

Óli (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 11:05

6 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Það ætti að vera tilskipun til allra lögregluembætta og reyndar alls almennings að hver sá ísbjörn sem gengur á land á Íslandi skuli skotinn og felldur svo fljótt sem auðið er. Þetta eru stórhættuleg dýr, mjög líklega banhungruð eftir langt sund. Ísbjörninn sem gekk á land við Hraun á Skaga áður var kominn í 100 m nánd við unga stúlku á bænum, um það létu vælukjóar sem þú  sér fátt um finnast, en Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra æddi á staðinn á einkaflugvél, pantaði búr og sérfræðing frá Kaupmannahöfn, hvorutveggja skilaði sér. Sem betur fer tók Lögreglan á Sauðárkróki málið í sínar hendur og skaut ísbjörninn.

Þú afhjúpar aðeins þinn eigin pempíhátt með kvakinu um að ekki megi skjóta eitt svo hættulegt rándýr ( sem svo sannarleg er ekki í útrýmingarhættu, stofninn eru nálægt 25.000 talsins) og ekki verður þú maður að meiri með því að að uppnefna fulltrúa Umhverfistofnunar "vesalingur úr ráðuneytinu lét út úr sér í Kastljósi í gær,segir þú að ofan".

Viltu þá ekki allt eins þyrma öllum þeim hreindýrum sem leyft verður a skjóta í ár, nær 1300 dýr.

Ég ber litla virðingu fyrir mönnum eins og þér sem situr á þínum rassi við birtu og yl og virðist ekki hafa minnsta skilning á aðstæðum þess fólks sem býr við þá hættu að standa skyndilega frammi fyrir hættulegasta rándýri á norðurhveli jarðar.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 28.1.2010 kl. 11:09

7 identicon

Ef hann drepur fólk, þá er bara 3 - 1 fyrir okkur.....

Hérna sést líka hvað maðurinn er stórhættulegur
http://www.youtube.com/watch?v=8Mz0_x7313I&feature=fvsr

I I (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 11:30

8 Smámynd: corvus corax

Hvaða bull er þetta með að Umhverfisstofnun gefi leyfi til að fella hvítabirni eða hafi um það að segja. Í lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum frá 1994 nr. 64 19. maí segir í 8. gr. "Landeigendum einum eru heimilar dýraveiðar og ráðstöfunarréttur þeirra á landareign sinni nema lög mæli öðruvísi fyrir." og svo í 16. gr. segir "Fella má hvítabjörn sem gengið hefur á land og fólki eða búfénaði er talin stafa hætta af." Landeigandi eða ábúandi jarðarinnar þar sem ísbjörninn kom var í fullum rétti að ákveða hvort hann dræpi björninn sjálfur eða fengi til þess veiðimenn þar sem augljóst er að búfénaði og jafnvel fólki stafaði hætta af honum. Skv. lögum þarf ekkert leyfi frá Umhverfisstofnun eða lögreglu til að fella ísbjörn sem kemur heim á bæi innan um fólk og búfé. Ríkisapparöt eins og Umhverfisstofnun og lögregla hafa nákvæmlega engin yfirráð yfir veiðirétti landeigenda á hverjum stað og hverjum tíma. Það er bara klassískur íslenskur ofríkisháttur og frekja af Umhverfisstofnun að ráðskast með veiðirétt landeigenda sem tryggður er með lögum. Og á sama hátt er það ekkert annað en undirlægjuháttur og þrælslund að væla út leyfi til löglegrar nýtingar veiðiréttar hjá Umhverfisstofnun eða lögreglu sem hafa nákvæmlega ekkert með málið að gera.

corvus corax, 28.1.2010 kl. 11:42

9 identicon

Já gáfulegt, látum ísbirnina frekar drepa einhvern og björgum þeim svo og komum þeim til sinna heimkinna, gáfulegt er það ekki ? Það er rétt sem ég hef alltaf sagt að íslendingar eru vitlausasta þjóð í heimi og lúsugasta líka. Því miður telst ég til íslendinga ! GREIIN M'IN farið að HUGSA að viti.

Jón Ingi Jónsson (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 11:57

10 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Mikið er ég sammála ykkur Sigurður Grétar og Jón Ingi. Maður er bara andskoti reiður þegar maður les svona kommenta eins og höfundar þessarar síðu, þetta eru svo barnaleg skrif sem mest getur verið. Áttarðu þig ekki á því Þorsteinn að þarna er fólk í stórhættu, að fara að reyna að handsama dýrið, er svo fáránlegt sem mest getur verið þar sem t.d. yfirferð þessara dýra er ansi mikil, þarna var dimmviðri, og hreint og beint hefði dýrið getað horfið út í sortann, meðan beðið væri eftir tóli og tækjum til að handsama það. Ég held að þið borgarbúar ættuð frekar að hugsa til fólksins sem býr þarna á þessum slóðum, heldur en endalokum dýrsins.

Hjörtur Herbertsson, 28.1.2010 kl. 13:01

11 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er nú meiri æsingurinn. Ég er aðeins að vekja athygli á undarlegri forgangsröðun: Þegar á að bjarga dýrunum og koma til heimkynna sinna eru engir peningar til en eigi að skjóta þau eru peningarnir engin fyrirstaða. Það er enginn að tala um að láta birnina bara valsa um þarna.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.1.2010 kl. 13:44

12 identicon

Málið er bara þannig Þorsteinn að björninn fær aldrei að fara aftur til baka eftir að hann hefur tekið land hér á landi. Eftir stendur að setja hann í búr það sem eftir er lífsins (sem mér finnst ómannúðlegt) eða fella dýrið.

Það að fella dýrið er þ.a.l. mannúðlegra (að mínu mati) og kostar minna.

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 14:13

13 identicon

Já, spurðu ísbjörninn hvort hann vill lifa í manngerðu umhverfi (þarf ekki að vera búr bara ísbjarnagaður) ..... eða vill hann láta skjóta sig

Eru ekki flestir Íslendingar í einhverskonar skuldafangelsi, vilja þeir þá ekki skjóta sig frekar til að vera frjálsir?

I I (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 15:48

14 identicon

Ef þér finnst það að geyma ísbjörn í dýragarði mannúðlegt þá er það þín skoðun. Mér finnst það persónulega verri örlög en dauði. Hvað birnir mundu velja verður þú að spyrja þá þegar þú hittir einn. ;)

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 15:57

15 identicon

Jæja gárungarnir miklu ! Átti bóndinn á Sléttu ekki að setja taum á Bjössa og teyma hann inn í hús á bás og gefa honum rjómatertu, Bjössi kominn langt að og ekki á hverjum degi sem svona skemmtileg dýr ber að garði. Síðan hefði bóndinn getað fengið landvistarleifi fyrir Bjössa. Þ.a.s ef Bjössi væri ekki búinn að tæta kallinn í sig !

Haldið endilega að koma með rökin ykkar sem eru og verða alltaf heimskulegri og heimskulegri, er ég ekki að blogga við fullorna menn annars ????

Jón Ingi Jónsson (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 17:04

16 identicon

Hvað myndi bóndinn gera ef naut af næsta bæ myndi sleppa og hlaupa á eftir fólki með hornin út í loftið?

Held að það yrði reynt að ná því í stað þess að skjóta það.... plús að þetta var ísbjarnarhúni en ekki fullvaxinn risa-ísbjörn

Þetta er bara hreinn viðbjóður... og að halda fram að mannúðlegra við dýrið sé að skjóta það myndi þá réttlæta það að ég myndi skjóta nágrannan og segja "já, hann kvaldist í því fjölskyldulífi sem hann lifði, kúgaður af konunni sinni og búnnað missa vinnuna... hann er á betri stað núna"

I I (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 20:12

17 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Ísbirnr eru alls ekki það hættuleg dýr , það er til lyf sem er skotið á fullvaxna fíla sem eru æstir og það neglir slíkt stærðardýr innan við mínótu, af hverju ekki að hafa  eitthvað svoleiði efni tilbúið í pílum til að svæfa byrni í staðinn fyrir að drepa þá 

Alexander Kristófer Gústafsson, 28.1.2010 kl. 20:45

18 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Ég er nokkuð viss um að  bændur séu skilugir til að hafa ketamín eða sterkari svæfingalyf tilbúinn í pílubyssum því þeir þurfa stundum að róa niður æst naut, af hverju ekki skjóta björninn með því? Stór skammtur af dýrasvæfingalyfuni ketamín svæfir hvaða skepnu sem er ef skammturinn er nægur, einn píla gæti alveg innihaldið nóg

Alexander Kristófer Gústafsson, 28.1.2010 kl. 20:48

19 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Alexander Kristófer, hvers vegna ætti að fara að svæfa hvítabjörn sem gengur á land á Íslandi?

Hvað á svo gera við hann eftir það? Það auðvitað hægt að setja hann í danska búrið hennar Þórunnar Sveinbjörnsdóttur en hvað svo? Heldur þá að Reykvíkingar vilji fá hann í Húsdýragarðinn?. Hvítbirnir hafa aldrei verið húsdýr þó þeir séu víða í dýragörðum. Er það þín skoðun að við  eigum að fara að leggja í leiðangur til að koma birninum í búrinu til fyrri heimkynna? Hvar eru þau?

Ein spurning; ertu þá ekki á móti því að við skjótum nær 1300 hreindýr á þessi ári?

Öfugt við hvítabirni eru hreindýr gæf og hættuaus með öllu.

Svaraðu þessi vinsamlegast.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 29.1.2010 kl. 11:42

20 identicon

Ég ætla að leggja eftirfarandi til.

Hættum þessu kjaftæði um að svæfa dýrin og flytja þau eitthvert annað.  Þegar ísbjörn gengur hér á land er hann réttdræpur.  Ég er alveg að fá upp í kok af þessu latte sötrandi kaffihúsaliði sem þykist vita og skilja allt.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 14:52

21 Smámynd: Elín Guðjónsdóttir

Maður er bara gáttaður að heyra í fólki sem vill taka sjensinn á því að hafa vappandi ísbjörn meðal fólks. Og ekki er gæfulegra að horfa á þá í dýragarði í 30 stiga hita. Því miður er bara eitt hægt að gera og það er láta þá éta blý.

Elín Guðjónsdóttir, 30.1.2010 kl. 00:07

22 identicon

Þá er þetta bara íþróttaleikur rétt eins og lífsbaráttan og náttúrulögmálið:

Ef ísbjörninn er réttdræpur í augum okkar, þá eru menn alveg réttdræpir í augum ísbjarnarins.

Og ég ætla halda með bangsa og vona að hann fari að skora einhver stig og éta skytturnar sem ætla að fella hans næst.

Ég skal votta ættingjum og aðstandendum skyttunnar samúð mína rétt eins og frakkar þökkuðum íslendingum fyrir góðan leik áðan

I I (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband