13.11.2009 | 12:06
Atvinnuleysi ofmetið?
Það er kannski von að forstöðumenn stofnana noti sér möguleikann til að draga úr kostnaði án þess að tapa starfsfólki. Skyndiniðurskurður getur verið illframkvæmanlegur nema þjónusta sé beinlínis skert.
Það er reyndar nokkuð síðan ég frétti af því að sum einkafyrirtæki væru tekin að gera þetta til að lækka launakostnað.
Sjálfum finnst mér það frekar ómerkilegt að koma launakostnaði yfir á skattgreiðendur með þessum hætti þegar um einkafyrirtæki er að ræða. Hjá opinberu fyrirtækjunum er að vísu ekki um það að ræða - þeir bera kostnaðinn hvort sem er - þar snýst þetta meira um að blekkja stjórnvöld, sem er ekki gott heldur.
En rót vandans liggur auðvitað í því að fyrirtækjum sé gert kleift að hafa starfsmenn að hluta til á atvinnuleysisbótum. Væri ekki réttara, eins og ég held að ætlunin hafi verið í upphafi, að reyna að tryggja að þessi möguleiki nýttist aðeins til að skapa ný störf, en óheimilt væri að breyta störfum fólks með þessum hætti? Útfærslan verður að vísu aldrei fullkomin, en væntanlega mætt þó draga mjög úr svona svindli til dæmis með því að skoða hvort viðkomandi starfsmaður hafi áður starfað hjá fyrirtækinu og svo með því að gera kröfu um lágmarks starfshlutfall, t.d. 50%.
Svo er auðvitað spurning hvort svo mikil brögð séu að þessu að atvinnuleysi sé ofmetið.
Ríkisstofnanir láta Atvinnuleysistryggingarsjóð greiða sparnaðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.