Hver á að borga fyrir störfin 200?

Hér á árum áður voru hvalveiðar arðbær atvinnuvegur og útflutningur hvalaafurða var marktækur hluti af útflutningstekjum þjóðarinnar. Það merkir hins vegar ekki að svo sé enn og því er áróðurskennt að tala eins og skapa megi hundruð starfa með því að hefja þessar veiðar á nýjan leik.

Á undanförnum árum hefur verið veitt smáræði af hrefnu við landið, sem misvel hefur gengið að selja. Ég efast t.d. um að Hagkaupum hafi enn tekist að losna við lagerinn sem þeir ösnuðust til að kaupa árið 2003.

Eina landið sem mögulegt er að selja þessa afurð til er Japan. Þar hefur markaður fyrir hvalkjöt dregist mjög saman, það sem veitt er safnast upp í frystigeymslum og þarf niðurgreiðslur til að koma einhverju af þessu út til sjúkrahúsa og skólamötuneyta. Hins vegar virðist sem áhugi sé á þessum varningi í ýmsum öðrum Asíulöndum, en alþjóðlegar reglugerðir valda því að útflutningur þangað er óheimill.

Það er sumsé ekki nóg að veiða hvalina, það þarf líka að selja afurðirnar. Takist það ekki verða störfin ekki mörg. Eða ætlast menn kannski bara til þess að ríkið sjái um launagreiðslurnar? Væri þá ekki hagstæðara að setja þennan mannafla í vegagerð eða eitthvað annað þarflegt?


mbl.is 200 störf slegin út af borðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 287738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband