13.1.2009 | 22:19
Hvað um tengsl við stjórnmálamenn?
Ég efast ekki um að hinn sérstaki saksóknari sé hinn besti maður. Þótt ekki sé nema fyrir það að hann skuli hafa látið til leiðast að taka að sér þetta, að því er virðist, óvinsæla embætti, þjóðinni vonandi til gagns.
Ég velti því hins vegar fyrir mér hvert verksviðið er. Eins og fram kemur þurfti umsækjandinn að gera nákvæma grein fyrir tengslum sínum við bankamenn. Ekkert er hins vegar minnst á tengsl við stjórnmálamenn eða kerfiskarla, sem að margra mati bera hina raunverulegu ábyrgð á því hvernig fór. Merkir þetta að aðeins eigi að hefja nornaveiðar í bönkunum sjálfum, en láta aðra afskiptalausa? Slíkt væri einkennilegt, enda hlýtur ábyrgð þeirra sem kjörnir eru til þess að tryggja stöðugt og öruggt umhverfi í samfélaginu að vera mun meiri en bankamanna úti í bæ.
Með öðrum orðum: Ef lögreglan léti undir höfuð leggjast að handtaka ræningja tækjum við varla mikið mark á því þótt lögreglustjórinn afsakaði sig með því að þetta glæpirnir væru bara ræningjunum að kenna en hann bæri enga ábyrgð sjálfur.
Ótengdur útrásarfyrirtækjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.