18.2.2008 | 23:04
Leikskólakennarar í sandkassa?
Sú hugmynd að athuga möguleika á því að koma á fimm ára deildum í fáeinum grunnskólum hlýtur að miða að því að auka valfrelsi og mæta betur þörfum barna. Það vita flestir sem hafa umgengist börn að þroski þeirra á þessu aldursskeiði er afar misjafn. Sum börn eru alls ekki tilbúin til þess að hefja skólanám fimm ára, en öðrum er farið að leiðast í leikskólanum og þurfa á meira krefjandi verkefnum að halda.
Það er kannski ósanngjarnt að segja, að ástæða andstöðu félags leikskólakennara við þessa hugmynd grundvallist á því, að komi hún til framkvæmda fækki viðskiptavinum leikskólanna. En því miður hljómar það þannig meðan félagið setur ekki fram nein haldbær rök fyrir afstöðu sinni. Því það eru ekki haldbær rök að fullyrða að það sama henti öllum fimm ára börnum. Slík afstaða lýsir lítilli þekkingu á þroska þeirra.
Er ekki að verða kominn tími til þess, að fólk sýni þann þroska að geta rökrætt nýjar hugmyndir fordómalaust í stað þess að vippa sér alltaf niður í pólitískar skotgrafir þótt svo vilji til að hugmyndin komi frá einhverjum sem tilheyrir annarri pólitískri fylkingu?
Og hvers vegna þurfa talsmenn starfsstétta alltaf að bregðast ókvæða við og hlaupa í nauðvörn þegar tillögur um breytingar sem snerta félagsmenn þeirra eru settar fram?
Er ekki skynsamlegra að skríða upp úr sandkassanum og reyna frekar að fylgja þeim boðorðum um samskipti sem leikskóla- og grunnskólakennarar eru nú einu sinni að leitast við að innræta börnunum?
Hvernig væri það?
Leikskólakennarar andvígir 5 ára bekkjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.2.2008 kl. 08:35 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.