Kominn tími til að endurskoða skipulag

Hvort sem fólk er sammála eða andvígt friðun húsanna við Laugaveg 2-4 hlýtur að standa upp úr að þetta mál er klúður frá upphafi til enda. Ég er ekki viss um að hægt sé að kenna almennri viðhorfsbreytingu um afstöðu stórs hluta almennings gagnvart niðurrifi á stórum hluta Laugavegar. Allt eins má segja að fólk hafi ekki áttað sig á alvöru málsins fyrr en er komið að framkvæmdum.

Rót vandamálsins liggur í því skipulagi sem unnið var fyrir nokkrum árum að frumkvæði og undir sterkum áhrifum örfárra umsvifamikilla fasteignaeigenda við Laugaveg. Samkvæmt því skipulagi átti að rífa mestallan hluta götunnar og byggja steypukassa í staðinn. Af einhverjum ástæðum náði veruleiki þessa skipulags aldrei eyrum né augum almennings, enda löng hefð fyrir því að deiliskipulag væri sjaldnast framkvæmt í raun.

Það hlýtur að vera forgangsmál nýs meirihluta í borginni að taka skipulag miðbæjarins til gagngerrar endurskoðunar. Strax ætti að fella úr gildi núverandi deiliskipulag og forða þannig óþarfa kostnaði vegna skaðabóta til verktaka. Í framhaldinu ætti svo að vinna heildstætt skipulag þar sem lögð er áhersla á að draga fram og efla byggingarsöguleg og skipulagsleg einkenni svæðisins.

Margir hafa fussað og sveiað yfir slæmri nýtingu lóða við Laugaveginn. En er það réttmætt?

Liggur ekki styrkleiki svæðisins einmitt í því að það einkennist af litlum, lágreistum húsum og bakhúsum sem hleypa síðdegissólinni að og portum sem veita skjól? Í fáeinum tilfellum eru þessi svæði nýtt á skemmtilegan hátt. Miklu meira væri þó hægt að gera. Ætti kannski nýtt skipulag að taka mið af þessu og leggja áherslu á nýtingu porta, bakhúsa og stíga til að mynda heildstæðan miðbæ sem er skipulagður með hliðsjón af íslensku veðurfari og hefur sérkenni sem ekki er að finna í öðrum borgum í kringum okkur?


mbl.is Skyndifriðun beitt á Laugavegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Hef alltaf haft það á tilfinningunni að ekkert heildaryfirlit eða umsjón í skipulagsmálum sé til staðar.

Prófanir í vindgöngum og athuganir á dreifingu birtu ætti að vera skilda í svona vinnu, ásamt viðmiðun fyrirhugaðra bygginga við uppsett heildarlíkan af nánasta umhverfi.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 16.1.2008 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband