20.12.2007 | 11:35
Ekki merki um samráð
Lítill verðmunur er alls ekki merki um samráð
Mörgum hefur orðið tíðrætt um krónumuninn á Bónus og Krónunni og talið hann merki um verðsamráð. Það er hins vegar fjarri því að vera endilega rétt skýring, því miklu nærtækara er að skýra verðmuninn þannig:
1. Bónus hefur lýst yfir þeirri stefnu að vera ávallt með lægsta verð á markaðnum.
2. Þegar verðstríð hafa komið upp hefur Bónus lagt gríðarlega áherslu á að framfylgja þessari stefnu.
3. Samkeppnisaðilar Bónuss vita því að verðlækkun hjá þeim skilar umsvifalaust verðlækkun hjá Bónus.
4. Til að hámarka framlegð og framfylgja um leið stefnu sinni reynir Bónus að hafa ávallt lægra verð, en samt aðeins nægilega lágt. Eðlilegasta útfærslan á því er að vera einni krónu lægri.
Af þessu sést, að það er hægt að skýra verðmuninn án þess að grípa til kenningarinnar um samráð. Skýringin liggur í því að stefnufesta Bónuss hefur skapað reglu á markaðnum. Slík staða myndar hins vegar forsendur fyrir svonefndu verðsamstarfi, en það grundvallast á því að samkeppnisaðilar geti spáð fyrir um viðbrögð hvers annars með miklu öryggi.
Verðsamráð er ólöglegt og að auki ósiðlegt vegna þess að með því blekkja fyrirtæki viðskiptavini sína.
Verðsamstarf er hins vegar hvorki ólöglegt né ósiðlegt heldur er það einfaldlega ástand sem leiðir af uppbyggingu markaðarins og viðleitni fyrirtækja til að hámarka hagnað sinn.
Fákeppni getur verið góð fyrir neytendur
Staða sem býður upp á verðsamstarf myndast mjög oft á fákeppnismörkuðum. Spurningin sem skiptir neytendur máli er hins vegar sú, hvort hagstæðara væri fyrir þá að margir litlir aðilar kepptu á markaðnum. Það er alls óvíst. Stórir aðilar ná aukinni hagkvæmni í innkaupum, birgðahaldi og almennum rekstri sem litlir aðilar myndu ekki ná. Því væri allt eins líklegt að verð á matvöru væri hærra á slíkum markaði en á fákeppnismarkaði þar sem forsendur eru fyrir verðsamstarfi. Stuðningsmenn ríkiseinkasölu á áfengi hafa til dæmis gjarna bent á þetta sem röksemd fyrir því að vegna minni hagkvæmni myndi verð hækka ef einkasalan yrði lögð af.
Auk þess er það ávallt þannig, að á fákeppnismarkaði er sú hætta alltaf fyrir hendi að nýr aðili komi inn á markaðinn og keyri niður verð. Líkurnar á því aukast í hlutfalli við hagnað fyrirtækjanna á markaðnum. Með öðrum orðum, ef verð hækkar um of endar með því að aðrir sækja í gróðann sem myndast og verðið lækkar aftur.
Hvers vegna er verð hærra hér?
Sú staðreynd að matvælaverð er hærra hér en í nágrannalöndunum er oft talin til marks um verðsamráð. Eins og sjá má af ofangreindu þarf það alls ekki að vera raunin. Margoft hefur hins vegar komið fram í umræðunni, að meginskýringin liggur í innflutningshöftum og tollapólitík, meðal annars gagnvart landbúnaðarvörum. Önnur skýring er svo smæð markaðarins og flutningskostnaður.
Lítill verðmunur hjá lágvöruverslunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:50 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.