Hvað segir öryggisráðið við þessu?

Það er auðvitað enginn vafi á því, að á bak við þetta er dulin ósk karlmannsins um að drottna yfir konunni og skerða frelsi hennar. Jafnvel þótt fangabúningar á konur hafi slæðst óvart inn í dótabúðina benda flestar erlendar rannsóknir til þess að rót slíkra mistaka liggi í dulvitundinni þar sem djúpstæðar duldir koma upp á yfirborðið án þess að karlmaðurinn sem á í hlut geri sér einu sinni grein fyrir því.

Það að fangabúningar á konur séu yfirleitt til sölu er svo auðvitað annað mál og enn ein sönnun þess hvílíkt hreðjatak karllæg afstaða og hugsunarháttur hefur á samfélaginu. Já, enn ein sönnun þess hversu vondir kallar eru, því varla eru búningarnir keyptir nema til að klæða konur í þá og niðurlægja á alla lund.

Ég hrópa í örvæntingu eftir skýrri og herskárri yfirlýsingu frá Öryggisráði Femínistafélagsins! Oft var þörf en nú er nauðsyn!

 


mbl.is Kynþokkafullur fangi í dótabúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Já það er erfitt mál þetta "að taka" og "láta taka sig".

Oft gilda önnur lögmál í rúminu en þau sem haldið er á lofti í anda pólitísks rétttrúnaðar.

Vilhelmina af Ugglas, 19.12.2007 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 287738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband