Barasta sammála Sóleyju!

Þetta er líklega í fyrsta skipti sem ég er sammála einhverju sem Sóley Tómasdóttir segir opinberlega.

Vitanlega er verslunin frjáls að því að setja upp kallahorn ef hún vill. En þetta er bara eitthvað svo óendanlega korní:

"Konur eru þannig að þær æða trylltar milli búða þar til þær detta niður dauðar."

"Karlmenn eru þannig að þeir kaupa aldrei neitt en hanga bara fyrir framan sjónvarp og í tölvuleik."

Staðalímyndir af þessum toga eru ákaflega ríkjandi af einhverjum sökum. Í einhverjum tilfellum geta þær vafalaust átt við. Sumir karlmenn eru heiladauðir og sumar konur kaupóðar. En svo getur það líka verið öfugt og þar að auki er fullt af fólki sem er hvorki heiladautt né haldið kaupæði.

Svona lagað er því pirrandi og um það get ég verið sammála Sóleyju. Smekkur okkar fer saman hvað það varðar. Hvort þetta hefur eitthvað með jafnréttismál að gera er ég hins vegar ekki svo viss um. Það væri þá helst að þessi staðalímynd kynni að ala á vantrausti í garð karlmanna, því af tvennu illu held ég að verslunarárátta hljóti nú að vera skárri en sjónvarpsfíkn.

 


mbl.is Pabbar í pössun í Hagkaupum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála Sóleyju, jabb, einu sinni verður allt fyrst

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 09:30

2 Smámynd: Ólafur

Ég held að það verði hvorki dyravörður né skilti við hurðina, sem bannar konum inngöngu í herbergið

Ólafur "Tröllabarn" Georgsson, 29.11.2007 kl. 09:52

3 identicon

Eru konur eitthvað minna gefnar fyrir sjónvarp en karlar?  Í nafni jafnréttis, væri ekki réttast að setja upp annað sjónvarpsherbergi fyrir konur?  Þar væri hægt að bjóða uppá garn og prjóna (í staðinn fyrir Playstation) og sýna American Idol eða eitthvað í þá áttina.

rvg (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 07:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband