Úttekt á áhrifum vaxtastefnunnar

Fjölmargir hafa komið fram og bent á meinbugi á peningamálastefnu Seðlabankans. Þar má meðal annars nefna forsvarsmenn atvinnulífs og verkalýðshreyfingar, óháða hagfræðinga og prófessora við Háskólann.

Vart er hægt að segja að hagfræðingar bankans hafi svarað þessari gagnrýni með trúverðugum hætti hingað til. Hafa svör þeirra jafnvel á stundum bent til frekar lítils skilnings á grunnlögmálum hagfræðinnar sem slíkrar.

Sjálfur hef ég grun um að megináhrif vaxtastefnunnar séu á gengi krónunnar, en hún hafi í raun sáralítil áhrif á verðbólgu. Í það minnsta virðist samhengi milli stýrivaxtabreytinga og verðbólguþróunar ekki vera sterkt, svo vægt sé til orða tekið.

Er ekki kominn tími til að stjórnvöld fái óháða hagfræðinga, helst erlenda og algerlega óháða, til að gera úttekt á þessu máli?


mbl.is Stýrivextir Seðlabanka Íslands hækkaðir um 0,45%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það verður forvitnilegt að heyra hvað Seðlabankinn segir í dag, því þessi hækkun er illskiljanleg.  Eru þeir kannski búnir að sjá að evran verði búin að ryðja sér til rúms hér á landi innan 6 - 12 mánuða og því sé í lagi að hafa stýrivextina háa þangað til.

Marinó G. Njálsson, 1.11.2007 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 287738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband