Hraðbrautir og almenningssamgöngur

Það er skoðun mín að almennt beri að takmarka ríkisafskipti eins og mögulegt er. Þau kunna hins vegar að vera nauðsynleg þegar kemur að samgöngumálum, enda greiðum við skatta til þess. Hins vegar veltir maður því óneitanlega fyrir sér, þegar um jafn háar upphæðir er að tefla, hvort ekki sé rétt að líta á samgöngumálin í víðara samhengi.

Sundabraut mun vitanlega fyrst og fremst þjóna íbúum höfuðborgarsvæðisins og létta samgöngur milli hverfa og bæjarfélaga hér. Kynni þá ekki að vera rétt að leiða hugann að því hvort fleiri valkostir en vegagerð eru í boði? Hver yrði til dæmis kostnaðurinn við að koma upp og reka almennilegar almenningssamgöngur og draga þá fremur verulega úr vegaframkvæmdum á svæðinu? Í flestum borgum í löndunum í kringum okkur er þetta einmitt stefnan. Ég var til dæmis á ferð í Boraas í Suður-Svíþjóð um daginn. Borgin er álíka stór og Reykjavík, en umferð nánast engin í samanburði. Það var ekki fyrr en ég kom til Stokkhólms, sem er langtum stærri borg, að ég sá svipaðan umferðarþunga og maður upplifir almennt hér.

Með öðrum orðum, ætti ekki að horfa á vegagerð og almenningssamgöngur sem tvær leiðir til að leysa sama viðfangsefnið og velja svo á grundvelli heildarkostnaðar til langs tíma? Standa einhver sérstök rök til annars? Eru almenningssamgöngur eitthvað meiri ríkisafskipti en vegagerð?


mbl.is Sundabrautargöng mun dýrari en áður var talið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Lausnin er í raun ekki svo flókin.



Fyrir þá sem vilja kynna sér málið nánar geta lesið um það hér :)

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/339910/

Hér má sjá hvernig hægt er að samtengja byggðir á suðvesturhorninu sem myndi nýtast vel íbúum og ferðamönnum sem ferðast um þetta svæði.

Mynd sýnir samgöngukerfi sem gæti leyst umferðarvanda Stórreykjavíkursvæðisins (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan


WWW.PHOTO.IS



Kjartan Pétur Sigurðsson, 26.10.2007 kl. 23:44

2 Smámynd: Sævar Finnbogason

Ég er sammála þorsteinn um að það þarf að fara að skoða samgöngumálin í víðara samhengi.

Við búum á landi þar sem borgir og bæir eru strjálbýl og veðrið er afar óhagstætt gangandi vegfarendum.

Ég fullyrði því að það er ekki verð græna kortsins sem veldur því að farþegum hefur ekki fjölgað því í samanburði við það að reka bíl er það nánast gefins. Svo það er ekki stóra malið í þessu. Þó gæti mögulega verið að farþegum fjölgaði nokkuð við það að hafa frítt í strætó, myndum við sjá feikilega fjölgun ef þjónustan yrði stórbætt og svo mætt lækka fargjaldið eitthvað t.a.m. um 50%

Ef fjölga á farþegum verður að fjölga stoppistöðvum og gera skýlin þannig úr garði að þau hlífi fólki fyrir veðri og vindum. Svo verður að fjölga ferðum og endurskipuleggja leiðakerfið með það að markmiði að: 1 Stytta ferðatíma 2 Stytta biðtíma milli ferða.

Það að ætla að hugsa almenningssamgöngur útfrá því að þurfa að fá inn í fargjöldum fyrir rekstrarkostnaði einsog sumir vilja gera eru heimskra manna ráð og ótrúleg skammsíni

Sævar Finnbogason, 27.10.2007 kl. 11:18

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Það er skoðun mín að almennt beri að takmarka ríkisafskipti eins og mögulegt er".

Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að þú værir V-grænn, en svo virðist ekki vera miðað við þessi ummæli.

Hugmyndir um almenningssamgöngur er góðra gjalda verð en ég held að einkabílisminn sé orðinn svo rótgróinn hérna að það verður erfitt að breyta því.

Athyglisvert innleg hjá Kjartani Pétri. En hefur ísing, vindar og mishæðótt landslag engin áhrif á þennan 300 km. meðalhraða?

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.10.2007 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 287738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband