Nú ríður á að ná skynsamlegri niðurstöðu

Nú er orðið ljóst að hlutur OR í REI verður seldur. Ágreiningur er hins vegar um hvenær eigi að selja hann, strax eða síðar.

Samkvæmt fréttum í morgun hefur eitt tilboð borist í hlutinn. Nú ríður á að menn blindist ekki algerlega í einhverjum æsingi við að hafa sitt fram, heldur vinni skynsamlega. Það hefur aldrei þótt góð leið að taka fyrsta tilboði.

Er ekki eðlilegast að setja málið í venjubundið söluferli, fá sérfróða aðila til að verðmeta hlutinn og bjóða hann síðan út á almennum markaði? Þannig mætti ná báðum markmiðum, losna við hlutinn og hámarka verðið fyrir hann.

Verði hins vegar hlaupið til og fyrsta tilboði tekið í einhverjum æsingi og tilfinningahita skaða menn hagsmuni eigenda fyrirtækisins. Varla vilja borgarfulltrúar meirihlutans láta núa sér því um nasir það sem eftir er eða jafnvel láta lögsækja sig fyrir lélega hagsmunagæslu, eða hvað?


mbl.is Segir borgarbúa geta orðið af allt að 50 milljörðum króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála þér í þessu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.10.2007 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 287738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband