RÚV enn og aftur

Fylgdist áðan með Sigurði Kára og Ögmundi rífast um rekstrarform RÚV, sem er víst heitasta málið núna að vatnalögunum gengnum. Gaman að sjá menn takast á án þess að æsa sig úr hófi fram. Ögmundur er líka kurteis maður og lét vera að vaða í Sigurð Kára eins og rumurinn úr Frjálslynda flokknum gerði víst um daginn.

Annars er þetta merkileg umræða. Alltaf þegar á að hreyfa við RÚV verður allt vitlaust. Og því miður er málflutningur þeirra sem vilja stokka upp alltaf eitthvað hálf lamaður. Auðvitað verður ríkisstofnun ekkert "nútímalegri" þótt henni sé breytt í hlutafélag. Hlutafélagaformið var fundið upp fyrir löngu síðan til að gera einstaklingum kleift að stofna fyrirtæki án þess að hætta öllum eigum sínum. Ríkið þarf í raun ekkert á þessu formi að halda fyrir sinn rekstur. Mergurinn málsins er auðvitað sá, að það gengur ekki að starfsmenn taki alltaf stofnunina í gíslingu þegar á að gera einhverjar breytingar. Eini tilgangurinn með því að breyta RÚV í hlutafélag hlýtur að vera sá, að hamla gegn þessu. Af hverju í ósköpunum segja menn það ekki bara hreint út?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband