4.4.2006 | 22:34
RÚV enn og aftur
Fylgdist áðan með Sigurði Kára og Ögmundi rífast um rekstrarform RÚV, sem er víst heitasta málið núna að vatnalögunum gengnum. Gaman að sjá menn takast á án þess að æsa sig úr hófi fram. Ögmundur er líka kurteis maður og lét vera að vaða í Sigurð Kára eins og rumurinn úr Frjálslynda flokknum gerði víst um daginn.
Annars er þetta merkileg umræða. Alltaf þegar á að hreyfa við RÚV verður allt vitlaust. Og því miður er málflutningur þeirra sem vilja stokka upp alltaf eitthvað hálf lamaður. Auðvitað verður ríkisstofnun ekkert "nútímalegri" þótt henni sé breytt í hlutafélag. Hlutafélagaformið var fundið upp fyrir löngu síðan til að gera einstaklingum kleift að stofna fyrirtæki án þess að hætta öllum eigum sínum. Ríkið þarf í raun ekkert á þessu formi að halda fyrir sinn rekstur. Mergurinn málsins er auðvitað sá, að það gengur ekki að starfsmenn taki alltaf stofnunina í gíslingu þegar á að gera einhverjar breytingar. Eini tilgangurinn með því að breyta RÚV í hlutafélag hlýtur að vera sá, að hamla gegn þessu. Af hverju í ósköpunum segja menn það ekki bara hreint út?
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.