Rétt, svo fremi sem markvissri vernd er ekki beitt

Það má reikna með að þúsundir gætu lent á spítala og hundruð dáið af þessari veiru. Það fer eftir því hvort haldið verður sama kúrs, eða hvort teknar verða upp markvissar aðgerðir.

Með almennum, ómarkvissum og flausturslegum aðgerðum Þórólfs og félaga mun þetta taka talsverðan tíma.

Með því að sleppa veirunni lausri mun það taka skamman tíma og yfirkeyra heilbrigðiskerfið.

Með því að vernda hina viðkvæmu, sem vel er hægt, en láta faraldurinn að öðru leyti ganga yfir, mun þetta taka skamman tíma, miklu færri munu deyja, og heilbrigðiskerfið verður ekki yfirkeyrt.

Það er kominn tími til að vinna markvisst Þórólfur, ekki ómarkvisst. Og það er kominn tími til að horfa til lengri tíma og finna lausnir. Ekki setja sig bara sífellt upp á móti mögulegum lausnum. 


mbl.is Alvarlegar afleiðingar ef veiran væri laus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þessi alltumlykjandi bæklingarstefna er farin að minna á þráhyggju. Eða þora yfirvöld ekki að viðurkenna að þau hafi haft rangt fyrir sér. Sérfræðingar, já jafnvel læknar, hafa haft rangt fyrir sér áður með hörmulegum afleiðingum.

Það er til nægt húsrými til að verja gamalmenni og aðra sem eru í áhættuhópi en geta illa séð um sig sjálfir. Og það þarf enga sérmenntun til að koma mat, búa um og þrífa hjá þeim. Allt afgreiðslufólk sem verður á vegi mínum kann bærilega að halda sér hreinu og í nauðsynlegri fjarlægð. Með tugi þúsunda atvinnulausra ætti ekki að vera vandi að fá fólk í slík störf og kostnaðurinn er peanuts í samanburði við það sem þjóðarbúið er núna að taka á sig.

Nú þegar WHO er loksins farin að sjá ljósið þá hlýtur þrenningin að fara að hugsa málið upp á nýtt, þ.e. nema það sé beinlínis stefnan að keyra landið í þrot.

Ragnhildur Kolka, 12.10.2020 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 287740

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband