Reddar bjartsýnin öllu?

Nú eru vandamálin við að þróa og markaðssetja bóluefni á fáeinum mánuðum, verkefni sem yfirleitt tekur fjölda ára, tekin að koma í ljós.

Samkvæmt WHO er alveg óraunhæft að búast við bóluefni nærri strax og engin trygging fyrir virkni þess. 

En þegar verja þarf heimskulegustu efnahagslegu afglöp Íslandssögunnar er vitanlega nauðsynlegt að hamra á því að bóluefni sé "alveg að koma". Annars gæti nefnilega lýðurinn misst móðinn og risið upp gegn hryðjuverkastarfseminni.

Bjartsýnin reddar nefnilega öllu. Alveg þangað til veruleikinn tekur í taumana.

Ég leyfi mér að setja hér fram þá spá að meiriháttar hneyksli eigi eftir að koma upp eftir að byrjað verður að sprauta fólk með þessum hálfprófuðu bóluefnum sem nú er verið að þróa og framleiða á undanþágum frá öryggiskröfum. Sér í lagi ef sumum appelsínugulum náungum tekst að koma bóluefni í gagnið rétt fyrir forsetakosningar í sumum stórum löndum.

Þegar það gerist mun ég skrifa hér blogg með titlinum "I told you so".

Það eru nefnilega ástæður fyrir því að yfirleitt tekur tíu ár að þróa bóluefni. Ein meginástæðan er að það geta liðið mörg ár þar til aukaverkanir þeirra koma fram. Ef það væri raunhæft og öruggt að markaðssetja bóluefni eftir nokkra mánuði, þá væri það auðvitað almennt gert. Þá væri ástæðulaust að bíða. En það eru ákaflega góðar ástæður fyrir því að bíða.


mbl.is Enn bjartsýnn á bóluefni á nýju ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband