Samhengi atvinnuleysis og ótímabærra dauðsfalla

Atvinnuleysi veldur ekki aðeins heilsuleysi, vonleysi og þunglyndi. Það dregur fólk líka til dauða. Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á þetta samhengi. Hér að neðan er hlekkur á athygliverða umfjöllun um þetta samhengi í Bandaríkjunum. Niðurstaðan er að dauðsföllum fjölgi um 50.000 við hvert 1% sem atvinnuleysi eykst. Covid-kreppan hefur leitt af sér um 10% aukningu atvinnuleysis í Bandaríkjunum. Sé þessi greining rétt má búast við að dauðsföll af þessum sökum verði um hálf milljón þegar upp er staðið. Það eru umtalsvert fleiri en þegar hafa látist úr Covid-19 þar í landi.

Samhengið er misjafnt milli landa og það skýrist bæði af menningarlegum mun og mismunandi almannatryggingakerfi. Því er óvíst að bandaríska samhengið eigi endilega við hér, og ég veit ekki til þess að rannsókn á því hafi verið gerð hérlendis. Ef við myndum nota bandarísku tölurnar að breyttu breytanda varðandi fólksfjölda fengjum við út að 10% aukning atvinnleysis hér gæti leitt af sér um 500 dauðsföll. Eins og áður er nefnt verður að hafa ýmsa fyrirvara gagnvart því að nota bandaríska samhengið hérlendis. En jafnvel þótt þessi tala væri helminguð, er hún samt hærri en þau 200 dauðsföll vegna Covid-19 sem ég hef einhvers staðar séð haft eftir sóttvarnalækni að búast mætti við ef útbreiðsla veikinnar væri óheft.

Samhengi atvinnuleysis og dauðsfalla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 287738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband