21.4.2020 | 22:00
Mjög sársaukafull niðursveifla
Það er enginn vafi á því að þegar stjórnvöld um allan heim taka saman höndum um að keyra efnahagslífið niður og hluti þess er að stöðva ferðalög milli landa, verður ferðaþjónusta um allan heim fyrir mjög miklum skakkaföllum.
Það er veruleg óvissa um hvenær hún á möguleika á að ná sér aftur á strik. Fjöldagjaldþrot í greininni munu þýða verulega rekstrarerfiðleika hjá fasteignafélögum, birgjum veitingahúsanna og svo auðvitað fjöldaatvinnuleysi.
Aðgerðapakki ríkisins núna bendir til þess að ríkið hyggist ekki grípa inn í og halda fyrirtækjum í greininni á floti. Ástæðan er líklega sú að það sé talið of kostnaðarsamt, sérstaklega í ljósi óvissunnar um hvenær greinin kemst aftur á flug.
Fyrirtæki sem eru lífvænleg munu þurfa að leita samninga við lánveitendur og leigusala. Ríkisábyrgði sem kynnt var í fyrsta aðgerðapakkanum mun þá eflaust koma að einhverju gagni.
Húsnæði veitingastaða og hótela verður ekki endilega nýtt undir annað með einföldum hætti. Það ætti því að vera hagur birgja, leigusala og lánveitenda að hjálpa fyrirtækjunum frekar að halda sér á floti í von um að ástandið skáni, en að láta þau fara í þrot. Að þessu verða þessir aðilar að huga vandlega.
Jafnvel vinsælustu veitingahús fara í þrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.