28.2.2020 | 18:09
Þegar rökhugsunin bregst
Sóttvarnalæknirinn kveður ekki skila árangri að takmarka ferðir fólks frá sýktum svæðum. Rökin eru þau, að á Ítalíu, sem er í raun eina landið í Evrópu þar sem faraldur hefur komið upp, hafi ferðatakmörkunum verið beitt.
Ef ferðatakmarkanir hefðu engin áhrif, hvernig væri þá staðan nú í Kína? Þar var svæðum lokað fljótlega eftir að veiran tók að dreifast, og nú hríðfækkar nýsmitum þar.
Röksemd læknisins heldur vitanlega alls ekki vatni. Það er bersýnilega miklu meiri smithætta af einstaklingum sem koma frá sýktum svæðum. Komi þeir til landsins er hættan á útbreiðslu hér að sjálfsögðu miklu meiri en ef þeir koma ekki til landsins. Það að ferðatakmarkanir á Ítalíu, eftir að faraldurinn kom upp þar, hafi ekki stöðvað faraldurinn segir vitanlega ekkert um hvort þessar takmarkanir hafi skilað árangri.
Svona fer þegar rökhugsunin bregst og hrapað er að einfeldningslegum ályktunum án þess að nein tilraun sé gerð til að átta sig á raunverulegu samhengi orsaka og afleiðinga.
Ferðatakmarkanir ekki inni í myndinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.2.2020 kl. 15:49 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.