13.10.2019 | 13:12
Kjánahrollur
Verð að viðurkenna að maður er farinn að fá dálítinn kjánahroll yfir þessari leiðu, og raunar frekar dónalegu, tilhneigingu sumra íslenskra stjórnmálamanna til að vera að fetta fingur út í lífsskoðanir erlendra gesta. Ég efast um að ráðamenn í Saudi-Arabíu skammist til dæmis í breskum ráðherrum sem þeir hitta fyrir að breskum konum sé ekki bannað að fara fylgdarlausar úr húsi, og ekki verður maður þess var að íhaldssamir bandarískir stjórnmálamenn séu að skammast í íslenska forsætisráðherranum fyrir að telja sjálfsagt að drepa börn rétt fyrir fæðingu, bara svo eitthvað sé nefnt.
Og það er fleira athugavert við þetta:
1. Stjórnmálamenn eiga ekki að taka ákvarðanir byggt á sínum eigin hagsmunum eða stöðu: "Vegna þess að ég er svona eða hinsegin þá átt þú ekkert með að gera þetta" var, samkvæmt fréttinni inntakið í því sem íslenski ráðherrann sagði við þann bandaríska.
2. Lýðræðishugmynd íslenska ráðherrans virðist eitthvað einkennileg í ljósi þess að honum virðist finnast það sjálfsagt að hunsa bara niðurstöðu atkvæðagreiðslu meðal íbúa Texas-ríkis ef hún er honum sjálfum ekki að skapi (eða m.ö.o. hentar ekki hagsmunum hans).
Gagnrýndi Perry fyrir lög um samkynja hjónabönd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:23 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ætli það sé farið að styttast í stjórnarsamstarfinu, að það nálgist kosningar? Nú stökkva hinir og þessir framsóknarmenn fram úr fylgsni sínu og berjast um hylli fjölmiðla. Formaður þeirra fer mikinn, ætlar að leggja á skatt sem enginn á að verða var við og barnamálaráðherrann fer að slá borgarstjórann út í sýndarmennskunni. Hjá VG er flestir þó rólegir, enda gildir þar að bossinn eigi einn að tjá sig. Því fer formaður þess flokks á kostum, reyndar svo að vart er hægt lengur að fylgja henni efir. Svo mörg viðtöl fer hún í. Reyndar gerir lítið til þó maður missi af einu og einu, glóbalisminn hefur heltekið hana og lítið vitrænt sem hún segir. Varaformannsefnið er einnig drjúgt að tjá sig, hleypur um allar trissur með fjölmiðlana á eftir sér. Enn minna vit í því sem hann segir.
Það er því kannski ekki að undra þó maður velti fyrir sér hvort kosningar séu í nánd. Þetta fólk hagar sér allt á þann veg. Þingmenn Sjálfstæðisflokks eru þögulli og formaðurinn orðinn svo fjarri kjósendum að maður verður að rifja upp hver maðurinn er, þó örfáu skipti sem hann sést. Þeir virðast vera sofandi fyrir því að stjórnarslit nálgist. Kannski eru þeir bara feimnir, en sennilega er þó að þeir skammist sín. Hitt er ljóst að springi stjórnin hafa þeir lítt eða ekki undurbúið það, öfugt við samstarfsflokkana.
Gunnar Heiðarsson, 13.10.2019 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.