Er þetta raunhæft?

Víkurskarð getur verið ófært fáeina daga á ári. Þá mun fólk nota Vaðlaheiðargöng. En hvað um afganginn af árinu?

Vaðlaheiðargöng stytta leiðina um 16 km. Það tekur um tíu mínútur að keyra þá vegalengd á 90 km. meðalhraða. Bensínkostnaður á fólksbíl kannski um 300 kall.

2000 krónur til að spara 300 kall? Örugglega ekki!

-----

Berum þetta aðeins saman við Hvalfjarðargöngin: Þar styttist leiðin um 42 km. Það sparar um hálftíma í akstri og bensín upp á tæpan 800 kall. Stakur miði kostar þúsundkall. Með tíu miða korti kostar ferðin 635. Þannig kemur ökumaður út á sléttu bara út frá bensínkostnaði. En í Vaðlaheiðargöngum reytist af honum 1700 kall á leiðinni í gegn. Ekki spennandi!

-----

En setjum sem svo að fólk sé í vinnunni og þurfi að verðleggja tímann líka. 2.000 á tíu mínútur gerir 12.000 á klukkutíma. 

Fyrir lögmann með 30 þúsund á tímann gæti verið þess virði að fara göngin. Það byggir þó á því að hann geti ekki notað aksturstímann til að velta fyrir sér einhverju dómsmáli.

Fyrir pípara með tíu þúsund á tímann er það alls ekki þess virði.

Þá er bara spurningin, hvað tekst að plata marga lögfræðinga í gegnum þessi göng?


mbl.is Rukkaðir um tæp tvö og sex þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Góð rökfærsla og fyndin.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 26.9.2018 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband