24.9.2018 | 11:27
Er þetta raunhæft?
Víkurskarð getur verið ófært fáeina daga á ári. Þá mun fólk nota Vaðlaheiðargöng. En hvað um afganginn af árinu?
Vaðlaheiðargöng stytta leiðina um 16 km. Það tekur um tíu mínútur að keyra þá vegalengd á 90 km. meðalhraða. Bensínkostnaður á fólksbíl kannski um 300 kall.
2000 krónur til að spara 300 kall? Örugglega ekki!
-----
Berum þetta aðeins saman við Hvalfjarðargöngin: Þar styttist leiðin um 42 km. Það sparar um hálftíma í akstri og bensín upp á tæpan 800 kall. Stakur miði kostar þúsundkall. Með tíu miða korti kostar ferðin 635. Þannig kemur ökumaður út á sléttu bara út frá bensínkostnaði. En í Vaðlaheiðargöngum reytist af honum 1700 kall á leiðinni í gegn. Ekki spennandi!
-----
En setjum sem svo að fólk sé í vinnunni og þurfi að verðleggja tímann líka. 2.000 á tíu mínútur gerir 12.000 á klukkutíma.
Fyrir lögmann með 30 þúsund á tímann gæti verið þess virði að fara göngin. Það byggir þó á því að hann geti ekki notað aksturstímann til að velta fyrir sér einhverju dómsmáli.
Fyrir pípara með tíu þúsund á tímann er það alls ekki þess virði.
Þá er bara spurningin, hvað tekst að plata marga lögfræðinga í gegnum þessi göng?
![]() |
Rukkaðir um tæp tvö og sex þúsund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:39 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð rökfærsla og fyndin.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 26.9.2018 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.