10.5.2018 | 09:52
Rekstur Hörpu
Sagt er að laun forstjórans séu ekki há í samanburði við aðra forstjóra. Það getur vel verið. En það breytir engu um að forstjórinn hefur sýnt af sér algeran dómgreindarskort með því að lækka laun lægstlaunuðu starfsmannanna um leið og hún þiggur hækkun á sínum eigin launum.
Hitt er svo annað mál hvort þarna sé endilega réttur aðili í forstjórastarfi. Ekki er vitað til þess að forstjórinn hafi neina reynslu af rekstri svona fyrirtækis. Hún sat í stjórn þess áður, það er allt og sumt. Og hver eru eðlileg laun fyrir forstjórastarf sem er í rauninni bara bitlingur úthlutað gegnum klíku, hvað á að borga svona Mikka-mús forstjóra?
Hvers vegna er ekki ráðinn forstjóri sem hefur alvöru reynslu af að reka svona hús og tengsl um allan heim til að laða að því viðburði sem standa undir háu leiguverði? Það mætti alveg borga slíkum forstjóra tíföld þessi forstjóralaun ef því er að skipta, aðeins að því gefnu að honum tækist að koma rekstri hússins í lag. Því það er á endanum það sem skiptir skattgreiðendur mestu.
![]() |
Hugsi yfir viðbrögðum formanns VR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:41 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.