30.4.2018 | 20:00
Flautaþyrill
Auðvitað er rannsókn ráðuneytisins ekki hafin yfir gagnrýni. Ekkert frekar en nein önnur mannanna verk. Hvers konar málflutningur er þetta eiginlega hjá Þorsteini Víglundssyni? Af hverju í ósköpunum ætti það að vera ámælisvert þegar ráðherra tiltekur þessi augljósu sannindi? Er maðurinn einhvers konar flautaþyrill?
Annað sem mér finnst athyglivert í þessu máli er ef starfsmaður barnaverndarnefndar eða þá nefndarmaður í velferðarnefnd er að dreifa trúnaðargögnum til sorprita. Er ekki nauðsynlegt að strax verði gengið í að rannsaka hvaðan þessi gögn komu? Það er grafalvarlegt mál þegar persónugreinanlegum trúnaðargögnum er lekið til óviðkomandi aðila, hvað þá þegar um slúðurblöð er að ræða.
Í þriðja lagi er nú ekki að sjá á þessum gögnum að Bragi hafi gert neitt ólöglegt eða óeðlilegt með afskiptum sínum af þessu máli. Aðeins velviljaður opinber starfsmaður að reyna að hjálpa til við að leysa erfitt mál sem er þolendunum þungbært. Niðurstaða ráðuneytisins virðist því alveg rétt og nokkuð ljóst að lygaáburður á hendur ráðherra er ekki annað en rakalaus þvættingur.
Orð ráðherra með ólíkindum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:41 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 287740
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið svakalega er auðvelt að vera þér ósammála. Þú mátt svo sem kalla einstaka þingmenn nöfnun, það er á þina.
Hitt er flóknara að skilja hvernig þú virðist vita að þessir aðilar, þá "einhver starfsmaður" Barnaverndar eða formaður Velferðarnefndar hafi dreift trúnaðargögnum til fjölmiðla, þá miðils sem þú kallar "sorprit", þá væntanlega þitt huglægt mat ekki "eins og allir sjá" sem þú hélst fram hér áður. Svo eftir að hafa skoðað téð gögn, þ.e sem birtast í Stundinni, þá er nákvæmlega ekkert persónugreinanlegt í þeim gögnum. Gott væri ef þú hefur sönnur um annað, þá með því að leggja þar fram.
Hvað varðar afskipti forstjóra Barnaverndarstofu af einstaka máli, þá ættu allir að sjá að slíkt getur ekki gengið. Ef forstjórinn hafði áhyggjur af málsmeðferð, þá eru boðleiðir aðrar en að hringja beint í , mögulega reynsluminni, starfsmann sem er settur í vonda stöðu.
Menn og konur með örlitla reynslu af atvinnulífi, vita að til þessu eru boðleiðir, til þess eru stjórnendur. Fyrir utan er augljóslega óboðlegt að forstjóri einnar ríkisstofnunar geti haft bein afstkipti af Barnaverndanefndum. Af augljósum ástæðum eiga þær að starfa sjálfstætt.
En svo eru til menn og konur sem vilja að "kerfið" ráði sér sjálft, þá jafnvel þeir sömu og vildu ekki að ráðherra hlustaði sína sérfræðinga þegar koma að ráðningum í nýtt dómsstig. Þá átti ráðherrann að "græja þetta". Nú á Ráðherra bara ekki að vera með neitt vesen. Forstjórinn má þetta, hann líklega á þetta.
Undarleg afstaða, ef þú spyrð mig.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 1.5.2018 kl. 16:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.