Breytir engu til lengri tíma

Það hvort húsnæðiskostnaður kemur inn í vísitölu byggt á húsnæðisverði eða á leigu breytir auðvitað engu til lengri tíma. Leiga fylgir á endanum húsnæðisverðinu. En þar sem leigumarkaður er lítill hér á landi er fasteignaverðið betri mælikvarði.

Það er eiginlega hálf kjánalegt að það sé sífellt verið að hlaupa fram með svona tillögur um að breyta vísitöluútreikningi eftir hentugleikum einhvers fólks. Fólk æsir sig yfir því að það sé ósanngjarnt að fasteignaverð sé inni í vísitölu þegar það fer hækkandi. En hvað þá þegar það fer að lækka? Á þá að bæta því aftur inn? Og hvað með aðra liði? Setjum sem svo að olíuverð rjúki upp úr öllu valdi. Mun þá ekki byrja sami söngurinn varðandi það, að nú verði að taka olíuverð út úr vísitölunni?

Það er hins vegar ástæða til að hafa áhyggjur af því, í ljósi nýjustu frétta um reiknihæfileika starfsmanna Hagstofu, hvort vísitalan sé yfirleitt rétt reiknuð. En það er önnur umræða.


mbl.is Vilja skoða vísitölu án húsnæðisliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband