Ekki sama vinstri og vinstri

Flokkur Ingu Sæland berst fyrir hagsmunum þess hóps sem kalla mætti fátæka alþýðu. Það gerðu líka Alþýðuflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn í gamla daga.

En hinir nýju vinstriflokkar, Samfylking og VG berjast ekki fyrir hagsmunum þessa fólks. Þeir berjast einungis fyrir hagsmunum opinberra starfsmanna. Því er öll áhersla þeirra á að stækka ríkisbáknið, hækka laun opinberra starfsmanna og auka réttindi þeirra á kostnað hinnar fátæku alþýðu fyrst og fremst.

Við fyrstu sýn er eðlilegt að Ingu lítist vel á að starfa með flokkum sem staðsetja sig til vinstri. En þegar til kastanna kemur kemst hún auðvitað að því að það er ekki sama vinstri og vinstri.


mbl.is Þátttaka í ríkisstjórn inni í myndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Kannski mætti flokka vinstrið í 3 flokka:

1.Kristilegi miðjuflokkurinn er fylgjandi JAFNARI LÍFSKJÖRUM en hafnar hjónaböndum samkynhneigðra.

2.Vinstri grænir & Flokkur Fólksins vilja standa utan ESB en flaðra upp um dragdrottnningar á gaypridedögum.

3.Samfylkingin vil sækja að ESB og flaðrar líka upp um dragdrottningar /samkynhneigt fólk á gaypridedögum.

Jón Þórhallsson, 1.11.2017 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 287738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband