Loka landinu?

Nú er það svo að sjúklingar geta leitað sér lækninga erlendis kjósi þeir það og hafi til þess fjárráð. Einnig hefur lengi verið boðið upp á ýmiss konar meðferð á einkastofnunum hérlendis.

Verði Svandísi Svavarsdóttur að ósk sinni munu þeir sem leita eftir meðferð á einkastofnunum þurfa að sækja hana erlendis. Spyrja má hversu heppilegt það er og ekki síður hvaða rétt hún hefur til að banna fólki að kaupa sér þá þjónustu sem það þarf á að halda.

Hin stóra spurningin er svo hvernig Svandís og skoðanasystkini hennar hyggjast hindra að fólk leiti sér lækninga erlendis og greiði fyrir það úr eigin vasa. Ætlar hún að banna fólki það? Hvað ætlar hún að gera við þá sem laumast á spítala erlendis og fá þar meðferð við brjósklosi svo dæmi sé nefnt?

Ætlar hún að hryggbrjóta þá þegar þeir koma heim?

Eða ætlar hún að koma á nýrri stofnun til að fylgja ferðamönnum eftir og gæta þess að þeir fari ekki í námunda við sjúkrastofnun?

Eða ætlar hún kannski að loka landinu að hætti skoðanabræðranna í Norður-Kóreu?

Þessu þarf Svandís Svavarsdóttir að svara.


mbl.is Spurði út í lögmæti Klíníkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Svandís ætti að vinna að því að loka landinu fyrir flóttamönnum og heilsufars túristum sem koma hingað í einum aðeins tilgangi að komast undir læknishendur á kostnað erlendra ríkja.

Valdimar Samúelsson, 24.4.2017 kl. 21:04

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Mér er með öllu fyrirmunað að skilja þá umræðu sem nú stendur yfir í þjóðfélaginu. Hvernig má það vera til hagsbóta fyrir fólk sem þarf á heilbrigðisþjónusta að halda, að fækka þeim aðilum sem slíka þjónustu veita? Hefði haldið að allir landsmenn, hvar svo sem þeir standa í pólitík, myndu fagna hverjum þeim sem vill hjálpa til að leysa þann vanda sem virðist vera endalaus, vanda heilbrigðisþjónustunnar. Það er ljóst að hver sá sem þiggur þjónustu hjá Klínikinni, eða sambærilegu fyrirtæki, losar um pláss fyrir annan hjá ríkisreknu sjúkrahúsunum.

Það er eins og orðið einkarekstur sé eitthvað skammaryrði og megi alls ekki þekkjast hér á landi. Í öllum löndum sem við berum okkur saman við, er blandað kerfi ríkisrekstra og einkarekstra í heilbrigðismálum. Jafnvel í krataríkinu Svíþjóð er slíkt fyrirkomulag, hefur verið svo til langs tíma og reynist ágætlega.

Hvers vegna má slíkt ekki hér á landi?

Gunnar Heiðarsson, 24.4.2017 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband